Skugga Sveinn allur - leiksigur Bolvíkingsins síúnga.

Síðast sýning Litla leikklúbbsins á Skugga Sveini var í kvöld. Þetta er búið að vera skemmtilegt ferli þó að á stundum hafi maður efast...en í hvert sinn sem Sigurður í Dal hefur byrjað "fjórir hestar í fyrra..." þá hafa hlutirnir gengið upp. Ég held meira að segja að áhorfendur hafi skemmt sér ágætlega og oft mátti heyra hlátur - þó stundum hafi maður merkt að um skyldmenni eða vini hafi verið að ræða - en það er nú bara hluti af leiknum.

Sjálfur lék ég Jón sterka sem ekkert gat nema hreykja sér af eigin ágæti - slappari var hann þegar á hólminn var komið og snúinn niður næsta auðveldlega af heiðarsveininum hýra - honum Haraldi. Ég hafði gaman af þessum karakter - og satt best að segja minnir hann mig um margt á samferðamenn - og kannski sjálfan mig - hver veit....

Skuggi sjálfur var illur maður og vondur - dimmur og dökkur á brún sem vildi engum vel - kannski ekki ósvipaður vondum mönnum nútímans - en þeir eru margir og íllskan ekki endilega falin í mannvígum.

Já það þetta var skemmtilegt. Alveg hreint magnað hvernig óþjálfaðir leikarar umbreyttust og fóru í karakter - urðu að viðfangsefninu og sumir hverjir hreinlega festust í karakter líkt og sagt er á leikhúsmáli. Einn slíkur ættaður úr Bolungarvík fór hreinlega hamförum sem húsbóndinn í Dal - breyttist í blöndu af Matthíasi Jochumssyni og Bjarti í Sumarhúsum - flygi inná þing fyrir Framsókn ef hann færi í framboð og slægi í gegn á Búnaðarþingi - honum eru grösin allt.

Nú er að sjá hvort búðarkarlinn komi heill af grasafjalli - eða sitji fastur á þúfu við Sumarhús.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta var ljómandi skemmtileg sýning, og ég naut hennar mjög vel.  Hafið þökk fyrir kæru LL-félagar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband