Við græðum - þú borgar. Ótrúlegur gróði Landsbankans - skilar sér ekki í buddu borgarans.

Ótrúleg afkoma Landsbankans vekur athygli - fjörutíuþúsundmilljónir. Já takk. En það sem vakti athygli mína var viðtalið við bankastjórann - þar var hann að vonum kokhraustur og sagðist geta horft framan í hvern sem er. Líklegast á hann þá við kollega sína úr banka og bissnessheimum.

En heldur sljákkaði þó í kalli þegar hann var spurður að því hvernig hinn almenni viðskiptamaður myndi finna fyrir þessu.... Á engan hátt - engar lækkanir - áfram gjöld og gjöld ofan.... en þjónustan batnar....

En líklega þýðir þetta betri þjónustu við hina efnameiri - þeir fá flottari jólagjafir og fleiri miða á leiki með West Ham - annað væri nú varla hægt.

Við hin stöndum á hliðarlínunni og fylgjumst með - stolt yfir því að taka þátt í þessum stórkostlega bisness - borgum okkar gjöld og hvetjum West Ham.

Já - væri nú ekki ráð að lækka eithvað af þessum gjöldum - og t.d. að afnema fit kostnaðinn......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Gróðinn er úr buddum landans...Spurðu þá sem eynt hafa!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svínarí, segi ég hinn almenni viðskiptavinur borgar brúsann eins og alltaf

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2008 kl. 01:12

3 Smámynd: Kári Harðarson

Pabbi var vanur að segja "Why does a dog lick it's balls?  Because it can!"

Það er ekki þeirra að lækka gjöldin heldur okkar að berjast fyrir lægri gjöldum.

Kári Harðarson, 29.1.2008 kl. 10:49

4 identicon

Ömurlegt ástand, ekki meiri einkavæðingu, og alls ekki auðlindinar okkar!

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með Kára. Er það ekki okkar að sýna blóðsugunum að þeir komast ekki endalaust upp með sogið?

Theódór Norðkvist, 29.1.2008 kl. 15:01

6 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Takk fyrir allar athugasemdir. Auðvitað er LÍ og hinir bankarnir reknir sem fyrirtæki. En á sína vísu eru þeir með sama kerfi - sömu vexti og gjöld. Sumt geta þeir lagað - annað ekki. Hitt er svo spurning og hún er sú: Ef að þessum bönkum gengur svona gríðarlega vel - skila slíkum árangri - því lækka þeir þá ekki útlánsvexti og yfirdráttarvexti? - Ég spyr - þurfa vextir á yfirdráttarlánum eða öðrum lánum yfir höfðu að vera svona háir?

Hafa bankarnir ekkert svigrúm til að gera vel við sitt fólk....eða skiptum við engu máli?!

Þorleifur Ágústsson, 29.1.2008 kl. 16:06

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorleifur þú átt heiður skilið fyrir að fjalla um þetta.

Theódór Norðkvist, 29.1.2008 kl. 16:31

8 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ef þú ert óánægður með kjörin í bankanum þínum þá ferð þú einfaldlega í annan banka þar sem þú færð betri kjör.  Þú gætir meira að segja flutt viðskipti þín erlendis ef þú vildir.

Mundu að það er þitt val að versla við bankann þinn.  Það biður þig enginn um það.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 29.1.2008 kl. 17:04

9 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæll Sigurður- jújú, það er hægt að flytja í annað þorp ef manni líður ílla heima hjá sér. Og það er hægt að geyma peninginn undir koddanum...allskonar möguleikar.

En það er bara ekki það sem ég er að fjalla um - ég er að spá almennt í stöðu þessara banka - LÍ skilaði bara svo miklum hagnaði að ég nefni þann banka. Svo að ég verð því miður að blása á þessi rök þín.

Ég er að spyrja: Ef framlegð t.d. LÍ er 27% - hví eru þá vextirnir af peningum fólks í bankanum ekki þeir sömu.... er bankinn ekki að ávaxta fé almennings??

Þorleifur Ágústsson, 29.1.2008 kl. 19:19

10 Smámynd: unglingur

Yfirdráttarvextirnir eru að langmestu háðir stýrivöxtum Seðlabankans. Stýrivextir Seðlabankans eru háðir eftirspurn / verðbólgu í hagkerfinu. Eftirspurn/verðbólga í hagkerfinu er háð m.a. eyðslu almennings. Mikil eyðsla (neysla) almennings => háir vextir. Ekki mjög flókin hagfræði í því...

Það sem mér finnst skemmtilegast í þessu er hvað Íslendingar líta á yfirdráttarlán sem sjálfsagðan hlut. Þegar þau byrjuðu voru þau hugsuð sem skammtíma redding sem þau eiga að vera. Nú eru allir landsmenn (18 ára og eldri) með einhvern 250þús kall á yfirdrætti. Hvaða skynsemi er í því?

Ég get ekki að því gert þótt ég kunni vaxtareikning en þið ekki... 

unglingur, 29.1.2008 kl. 20:04

11 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jæja ágæti "unglingur"- af einhverju ástæðum þorir þú ekki að skrifa undir nafni - en þú kemur einhver tíma "út úr skápnum" og þá verður þetta allt í lagi og þú treystir þér til að skrifa undir nafni. Þú ert ekki einn - ég lofa.....

En þú segir nokkuð - gera stýrivextir seðlabankans (sem reyndar eru fáránlega háir) bönkunum svo erfitt fyrir að þeir kjósa að leyfa kúnnum sínum að njóta ávaxtanna af hárri framlegð. Hm.... þetta er reiknikúnst sem ég því miður kann ekki. 

Nje, svarið við mínum spurningum er ekki að finna í jöfnunni þinni. Og því verður þú að bíða eftir næsta kaffitíma til að ræða þetta við hina strákana.

Við hin spáum áfram í mögulega "sanngirni" í lífinu.

Þorleifur Ágústsson, 29.1.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband