Er hægt að setja verðmiða á réttinn til lífs?

Kalle Dejemyr er með alvarlegan sjúkdóm sem mun leiða hann til dauða nema með réttri læknismeðferð - sem kostar peninga, meðferðin og lyfin eru dýr og því segir stjórn Karolinska sjúkrahússins í Stockholmi  NEI. Kalli fær ekki meðferð og lyf og verður því að deyja um aldur fram.

Já þetta er erfið siðferðileg spurning - hvað má kosta að gefa sjúklingum tíma - lengja líf? Er hægt að verðleggja slíkt? Í tilfelli Kalla er allt búið að vera á hvolfi - sjúkrahúsið segist ekki eiga pening fyrir lyfjunum og krefst þess að ríki og sveitarfélög komi og hjálpi til. Lyfin kosta nefnilega um 100 milljónir á ári - en við erum jú að tala um líf ungs manns - og það eru bara þekkt 6 tilfelli í Svíþjóð. Og ef meðferðin heldur ekki áfram þá deyr Kalle innan nokkurra vikna - því Hunters heilkenni hlífir engum.

Hér er því um alvarlega siðferðislega spurningu að ræða. Geta sjúkrahús sagt Nei - og þar með í raun ákveðið að hjálpa ekki - veita ekki þá lögbundnu þjónustu sem þeim ber. Af því að ekki eru til peningar.

Getur þessi staða komið upp á Íslandi? og ef svo - hvað gerist þá? Landspítali Háskólasjúkrahús er rekið með gríðarlegum halla - og því spyr maður hvort að sparnaður geti leitt til óþarfa dauðsfalla?

Já - Kalli horfir upp á það að verið er að setja verðmiða á líf hans og rétt til að lifa því - hvers virði hann sé!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er svo sannarlega snúin siðferðileg spurning - því á það þarf líka að horfa að með því að veita 100 milljónir króna til að meðhöndla einn einstakling verður þeim mun minna eftir af fjármunum sjúkrahússins til að meðhöndla marga aðra sjúklinga - nema, eins og sjúkrahúsið krefst, að ríki og sveitarélag komi inn í dæmið með aukafjárveitingu, sem myndi þá hugsanlega, til dæmis, verða tekið af fjármunum sem annars hefði verið varið til vegamála og þannig kannski verið komið í veg fyrir slys sem leiða til örkumla eða dauða fyrir einhverja. ??????????????

Og hvað með hina 5 sem líka eru haldnir sjúkdómnum, á ekki að meðhöndla þá einnig? Eiga þeir ekki sama rétt?

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég hef heyrt fleiri dæmi um hnignandi velferðarkerfi í Svíþjóð. það eru settir verðmiðar á sjúklinga þar. Ég vona svo innilega að við þurfum ekki að apa þessa meðferð á sjúklingum eftir svíum. En við raunverulega þurfum að standa vörð um það sem að áunnist hefur á Íslandi í heilbrigðismálum því það er auðvelt að glopra því niður þegar að alltaf er verið að "hagræða" í heilbrigðisgeiranum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.9.2007 kl. 16:37

3 Smámynd: Helga Aðalsteinsdóttir

Já er hægt að verðmerkja sjúklinga? Á að mæla arðsemi á sjúklingum, hvenær er arðbært að lækna sjúkdóma?  Vona að við íslendingar þurfum aldrei að velta því fyrir okkur.   Ég sjálf kosta íslenska ríkið a.m.k  500 þúsund á ári í lyfjakostnað,  með mínum lyfjum fæ ég tækifæri til taka fullan þátt í samfélaginu, sinni minni vinnu og börnum, án þessara lyfja væri ég  búin að vera undir grænni í nokkur ár.  Takk fyrir það íslenska ríki.

Helga Aðalsteinsdóttir, 15.9.2007 kl. 21:53

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þetta er mjög góð færsla hjá þér. Þessi erfiða siðferðilega spurning sem þú veltir upp á fullan rétt á sér. Í raun er hún ekki svo mjög læknisfræðileg. Kostirnir eru þekktir. Ef viðkomandi fær ekki meðferð þá deyr hann. Spurningin er hvort hinir sem hafa ekki sjúkdóminn vilja borga.

Enn sem komið er hefur þessi staða ekki komið upp á Íslamdi eftir því sem ég veit best. Mjög góður árangur okkar á ýmsum sviðum er því að þakka að ekki hefur verið horft í aurinn.

Aftur á móti munum við sjálfsagt þurfa að taka þessa umræðu. Þar sem um siðferðilega spurningu er að ræða þarf þjóðin að velta hlutunum vel fyir sé. Heilbrigðisyfirvöld þurfa að veita fólki hlutlausar upplýsingar og á grundvelli þeirra þarf þjóðin að gera upp hug sinn. Því er öll umræða um þessi mál til góðs. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.9.2007 kl. 22:35

5 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Takk fyrir mjög góða færslu. Án þess að þekkja það nákvæmlega þá grunar mig að nú þegar sé settur verðmiði á sjúklinga hér á Íslandi.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 16.9.2007 kl. 18:22

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úff... ég á erfitt með að lesa svona. Geðsýki mín leyfir ekki annað en andvökunætur og huglægan tremma yfir svona upplýsingum. Og mikið er ég búin að hugsa til ykkar Rúnars Óla síðan í gær. Ertu ekki skekinn eftir óhappið í gær?

Kveðja úr víkinni.

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.9.2007 kl. 21:13

7 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæl Ylfa mín - öll deyjum við, það er eina staðreynd lífsins. Einhver sagði reyndar að lífið væri alvarlegasti sjúkdómurinn - það hefði enginn lifað það af. Tja, skekinn - nei ekki svo en ég er með tak í bak og hálsi eftir höggið. Þetta er ógaman og kemur manni auðvitað úr jafnvægi - en aðal atriðið er jú að enginn slasist.

Þorleifur Ágústsson, 16.9.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband