Ófyndni og vitleysisgangur.

Ég er sammála sjálfum mér. Færslan í fyrradag með bleyjurnar var ómakleg og ómálefnaleg. Það er ófremdar ástand í miðbæ Reykjavíkur - það er staðreynd. En þrátt fyrir allt þá má ekki skella skuldinni á skemmtanaglaða - umhverfið verður allt að breytast.

Og lögreglustjóranum og hans starfsfólki ber auðvitað að herða tökin - réttu tökin og þá auðvitað engin vettlingatök. Kominn tími til.

En mín skoðun er einfaldlega sú að ganga rétt til verka - vera ekki með offors og óþarfa fantaskap við þá sem í raun eru ekki orsök vandans - beina spjótum og aðgerðum að orsökinni - en taka ekki eilíft á afleiðingunum. Við vitum það að margt má betur fara í samfélaginu - og bara sú staðreynd að skortur er á meðferðarúrræðum þýðir ekki að sérsveit lögreglunnar sé kölluð til og látin "hreinsa upp skítinn".

Nú verður jafnaðarstjórnin að taka sig saman í andlitinu - hreinsa til og efna loforð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér fannst þetta nú bara fyndið Tolli og vildi sjá meira af slíku í gagnrýni á yfirvöld. Því með húmornum er oft best að koma háalvarlegum skoðunum til skila.  Dario Fo er nú gott dæmi um slíkt.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.9.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband