Mánudagur, 10. september 2007
Er landsbyggðin dragbítur á þróun landsbyggðarinnar?
Ég er landsbyggðarmaður - fæddur og upp alinn. En því miður er ég þess viss að landbyggðarhrokinn sé eitt helsta vandamál okkar landsbyggðarfólks.
En hvað er þessi landsbyggðarhroki? Jú, mitt mat er að krafan um að standa til jafns á við höfuðborgarsvæðið hvað varðar allt - sem auðvitað er rétt og sanngjörn krafa - en þegar einhver kemur og vill taka þátt - þá kemur upp staðan að heimamenn segja "þú ert ekki héðan - þú ert svo nýflutt(ur) að ekki er séns að þú hafir þekkingu eða skilning á þörfum okkar hér". Og það er einmitt þetta sem ég kalla landsbyggðarhroka.
Enginn skilur okkur landsbyggðarfólkið og okkar þarfi nema við sjálf - og því getur enginn "fyrir sunnan" hjálpað okkur á réttan hátt - vegna þekkingarleysis sunnanmanna.
Ég spyr, getur þetta verið vandinn. Að landsbyggðarfólkið sjálft treysti engum nema sjálfum sér og því sé endalaust verið að karpa um aðferðafræði í stað þess að leysa vandamálin - vilji þiggja hjálp en afþakki hjálpina þegar hún berst?
Er ekki mikilvægt að tekin verði upp heildræn mynd - að samfélagið allt sé Ísland - að fólk leyfi öðrum að hafa skoðanir í stað þess að karpa endalaust um hvað sé rétt og hvað sé rangt - sem yfirleitt er huglægt mat.
Vantar landsbyggðina þor til að prufa eithvað nýtt - takast á við lausn eigin vanda - losna úr viðjum vanans....?
Eða bjó ég of lengi í Reykjavík - er ég búinn að missa tengslin við landsbyggðina - veit ég ekki neitt, nýfluttur Vestur....??
Athugasemdir
Hvað djöfuls frekja er þetta í þér Þorleifur, aðfluttur maðurinn? Það er auðviðtað ekki forsvaranlegt að bera svona ásakanir á okkur landsbyggðaslektið. Við hlustum bara á þá sem okkur sýnist og rífum kjaft bæði fyrir og eftir hádegi. Nei við þurfum ekki að láta einhverja sérfræðinga...............................
Annars veit ég til þess að sumt gott var fundið upp utan vestfjarða, má þar helst nefna internetið, irish coffie og hjólið.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 10.9.2007 kl. 16:49
Fyrir utan vestfjarða já.....
Vertu nú ekki of viss Matthildur. Eins og allir vita þá er mikið um fuglavarp hér vestra og hver veit nema eitt egg hafi slæðst með hafstraumnum alla leið til Afríku (eða þangað sem þeir þykjast hafa fundið upp hjólið) og þarlendir hafi þá fengið hugmynd af hjóli þegar þeir skelltu egginu í eggjaskerann........ sjaldan fellur egg á ströndum nema valdi straumhvörfum...... var það ekki....
eru ekki formæður vorar frá Írlandi, þannig að við fundum upp þennan ágæta mjöð kenndan við land og plöntu......
Internetið hefur örugglega verið fundið upp af brottfluttum Vestfirðingi en gæti verið kannski það eina sem ekki er hægt að tengja við Vestfirði....... en maður er samt aldrei of viss..... hipparnir muna þetta sennilega ekki einu sinni sjálfir... voru þetta ekki annars allt hippar sem komu þessari netbylgju af stað......
Nei sennilega hefur allt gott komið af vestan og hvers vegna ættum við þá að hlusta á hina....ha....
Annars góð grein hjá þér Þorleifur að öllu gamni slepptu, mikið til í þessu.
Björgmundur Örn Guðmundsson, 10.9.2007 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.