Flóðmiguvandamál í miðborginni - það er skítlykt af málinu.

Í ljósi þess að í gær skrifaði ég færslu þar sem ég var að draga í efa þann gjörning nýja lögreglustjórans í Reykjavík að hundelta sóða um miðbæ Reykjavíkur um miðja nótt með hjálp sérþjálfaðra lögreglumanna - til þess eins að rétta þeim sektarmiða fyrir að kasta rusli - skal ég drepið frekar á þessu sérkennilega máli sem skítalykt er af.

Ég er sammála þeim sem eru leiðir á flóðmigu íslendinga í miðbænum - sem öllum verður svo undarlega mál á stöðum sem á engan veginn henta til slíkra aðgerða. Sumum verður reyndar brátt í brók og enn öðrum óglatt af allri skemmtuninni. Það er slæmt og í raun gengur bara alls ekki.

En í þessu felst ekki gagnrýni mín. Hún felst í því að með ofstæki á ofstæki burtu að reka - nokkuð sem í mínum huga bara gengur ekki. Það að tæma bauk af bjór og kasta í götu er nokkuð sem ekki verðu upprætt af sérsveitarmönnum - þó í flottum göllum séu. Og þar liggja heldur ekki almanna hagsmunir - ekki í raun.

Nær er að sporna við almennri ölvun - ólátum og ofbeldi - byrja þar og fá fólk og almenningsálit í lið með sér. Ekki vaða stjórnlaust um og benda á og handtaka - pirrast og vera eins og fasisti sem staðnaður er í tíma og rúmi.

Ég bjó í mörg ár í Svíþjóð. Þar er löggan með byssur og allskonar græjur. En þeir voru ekkert að eltast við fólk sem henti rusli. Auðvitað geri ég ráð fyrir að losun líkamsvessa hverskonar hefði orðið tilefni til afskipta - en mest eru þeir að sinna ofbeldi og slíkum ömurlegheitum. Og það sem meira var um vert - skemmtistaðirnir og þeir sem þar störfuðu tóku þátt í þeim aðgerðum - en engum er hleypt inn á skemmtistaði og krár sem er áberandi drukkinn - engum. Drukknum er umsvifalaust vísað frá og bent á að drífa sig heim að sofa.

Og þið getið rétt ímyndað ykkur að ófáir íslendingar hafa lent þar upp við vegg - fengið gúmorren og verið snúið við á staðnum  - en þeir lærðu. Jafnvel þeir hörðustu virtu þetta og komu aftur síðar og þá í betra ástandi.

Þetta er lausnin - að vinna saman að lausn málsins - fara ekki um eins og Charles Bronson í gamalli vendetta mynd - með vöðvabúnt sér við hlið í leit að óþekkum kauðum - mígandi utan í byggingar borgarinnar og skítandi í einkagörðum.

það er málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Huh! Ég var nú tekin föst í Finladi fyrir að blanda Absalout vodka í kók á almannafæri. Líklega var glæpurinn fólginn í því að vera ekki með Finlandia vodka. Að öllu fríni slepptu þá þarf að aga íslendinga. Þeir eru óþolandi. Fullir og ógeðslegir, ælandi, mígandi og drullandi, brjótandi, bramlandi og rífandi kjaft við lögregluþjóna. Berjandi hvor annan, sparkandi í hausa og hreytandi í almenning sem framhjá gengur í sakleysi sínu. Oj bara. Víkingasveitina á þá alla saman!

Ylfa Mist Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég valsaði um miðbæinn fram undir 3 á föstudag og sá bara ekki þessi ósköp, sem ég heyri um í fréttum. Kannski var ég ekki með rétta linsu. Að vísu verður ansi þvælið í um 2  tíma eftir þetta en ofbeldi og skrílslæti sá ég ekki.  Sóðaskapur jú. Það eru engin almenningssalerni þarna fyrir bjórþemdar blöðrur og ruslafantar af skornum skammti í kringum skyndibitastaðina.  Mér datt í hug að það væri jafnvel hluti vandans að selja mat þarna og að það framlengdi dvöl fólks og hressti það við til frekari dáða.

Talandi um þetta í tengslum við alkohólisma, þá eru um 10-12% haldnir þessum veikleika, ofnæmi eða sjúkdómi (eftir smekk)  Þessi fjöldi þarna svarar fyrir hluta þess hóps, eða kannski þeirra, sem ekki eru dauðir úr drykkju eða þegar í meðferð.  Alkohólismi er skilgreindur sem stjórnleysi, þar sem fólk getur ekki hætt fyrr en í fulla hnefana.  Það hefur tapað rökhugsun (ennisblaðið er tekið úr sambandi) og því gerir það og segir hluti, sem það myndi annars ekki gera.

Til að kanna hvort þú ert alkohólisti mætti gera spurningalista á borð við þetta:

Hefur þú migið utan í vegg í miðbæ reykjavíkur eftir miðnætti?

Hefur þú hent bjórumbúðum eða matarumbúðum í götuna eftir miðnætti?

Ertu að reyna að komast í partý eftir kl.:3 um nótt.

Hefurðu slegist í miðbænum eftir minætti?

Hefurðu lent í ryskingum úti á götu eftir miðnætti í mb. rvk?

Manstu hvert tilefnið var?

Hefurðu dottað á tröppum eða kjökrað í mb. rvk. eftir miðnætti?

Hefurðu orðið fjárvana í mb. rvk. eftir miðnætti?

Hefurðu sungið hástöfum eða leyft þér háværar og jafnvel ósiðlegar upphrópanir í mb. reykjavíkur yfirleitt?

Ef svo er...þá ertu alkohólisti. Ef svo er þá ertu haldin sjókdómi sem veldur geðveiki eða dauða með mislangri þróun. Ef svo er, þá ertu haldinn sjúkdómi, sem mun valda þeim sem þér er kærast um óbætanlegum skaða.  Þú ert haldinn sjúkdómi, sem er ekki þitt einkamál.

Leitaðu hjálpar strax.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og eitt til: Hefur þú verið átt erfitt með gang og jafnvægi eftir miðnætti í mb. rvk en samt verið að hugleiða það að komast í kynlífssamband með einhverjum eða einhverri, sem þú vissir enn ekki deili á?  Gert þér hugmyndir um að það væri ok og að þú gætir virkilega notið þess án eftirsjár?  Þá ertu örugglega fárveikur alkohólisti.

Fyrirgefðu svo Þorleifur að ég skuli blogga svona í kommentakerfinu þínu.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ekkert mál Jón - til þess er leikurinn gerður að fólk geti viðrað skoðanir sínar. Og ég bið að heilsa Viðari - þeim góða manni.

Þorleifur Ágústsson, 9.9.2007 kl. 23:15

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skila því.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2007 kl. 23:50

6 Smámynd: Viðar Þórarinsson

Heilsan meðtekin minn kæri vinur. . .

Viðar Þórarinsson, 10.9.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband