Laugardagur, 8. september 2007
Með hvítan hatt á glansandi skóm sektar lögreglustjórinn í Reykjavík mígandi mann með glerglas í hendi.
Ég sá í fréttunum áðan að hálfgert hernaðarástand ríkir á götum Reykjavíkur - í það minnsta í miðbænum. Og fremstur í flokki fer nýi lögreglustjórinn sem urrar á almenning og ætlar að herða svo tökin að maður þorir vart að leysa vind nema í laumi.
Og ekki vantar yfirlýsingarnar frá þeim stutta. Taka hart á smábrotunum og þá fækkar þeim alvarlegu. Sektum fyrir að míga og þá þorir enginn að brjóta af sér frekar. Minnir mig um margt á öfgarnar í Ameríku þar sem gildir auga fyrir auga og tönn fyrir tönn - menn teknir af lífi öðrum til varúðar. Þar sem fullyrðingin er sú að harðar refsingar fæli frá. Og nú er sá stutti byrjaður í Reykjavík.
En er þetta gáfulegt. Á virkilega að fara að eltast við svona smámuni - nokkuð sem hvergi er gert í vestrænum heimi. Held að maður þurfi að fara til landa eins og Singapúr til að upplifa slíkt. Er ekki nær að skapa aðstæður sem verða þess valdandi að fólk hegði sér betur - breyta opnunartímum og bæta almennt eftirlit.
En er þetta rétta leiðin? Ég bara spyr...tja ekki held ég það þó auðvitað sé rétt að taka á fólki sem mígur og drullar upp um allt - en halló.....hægjum aðeins á og kælum okkur niður.
Ágæti lögreglustjóri - þó úniformið sé flott og skórnir glansandi - ekki missa þig gjörsamlega.
Athugasemdir
Hvar hefur þú haldið þig væni minn ? Er það bara ekki ótrúlega heillandi að fullorðið fólk sem er komið í glas mígi upp um alla veggi, æli útum allt og kóróni svo herlegheitin með því að berja og limlesta hvort annað til óbóta. Íslendingar upp til hópa kunna ekki mikla mannasiði og allt í lagi að lappa aðeins uppá þá. Ég tek hattinn ofan fyrir nýja lögreglustjóranum. Hvað með að flytja bara til Húlabúlalands svo maður detti nú ekki um einhverja lögreglustjóra.
Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:52
Eithvað þarf að gera vegna ofbeldis - en að eltast við sígarettustubba og tómar bjórdósir er nú heldur langsótt.
Vandamálið er líklega það að íslendingar eru bara svo stutt komnir í kúltúrnum - kunna ekki að vera úti á meðal fólks - eru barbarar og ekkert annað. Lokum bara sjoppunum og víggirðum miðbæinn....
Þorleifur Ágústsson, 8.9.2007 kl. 23:03
Það hef ég eftir áreiðanlegum heimildum að þetta sé nú bara byrjunin. Héðan frá verður ekki liðið að fólk kasti af sér vatni innan borgarmarkanna eftir kl. 10 á kvöldin. Lögreglan mun hafa auga með þeim sem líklegir eru til að gerast brotlegir, taka þá umsvifalaust og aka þeim austur á Selfoss. Þar mun Ólafur sýslumaður Helgi tappa af þeim vökva með þvaglegg og senda hann í þvagsýnasafnið í Laugardælum.
Sel ekki dýrar en ég keypti.
Árni Gunnarsson, 8.9.2007 kl. 23:57
Það er eitt lögmál sem lögreglustjórinn áttar sig ekki á og það er: "What you resist, presists." Dellan í miðbænum fór fyrst úr böndum, þegar menn fóru að tala um herferðir og vandamál, sem ekki var til staðar. Þetta byrjaði allt með að borgarstjórinn (fyrrverandi stjórnarformaður SÁÁ) skammaðist sín fyrir rónana vegna túristanna, sem hann vildi sýna að hvað við værum flekklaus og problemfrí. Ráðið var að taka kæliskáp úr sambandi, sem ekki dugði undarlegt nokk.
Ástæða þess að ógæfumenn eru sýnilegri er hinsvegar lokun Byrgisins án þess að koma með úrræði í staðinn auk samdráttar í framlögum til athvarfa og áfangaheimila, sem mörg hafa lokað. Þeir vita þetta en tíma ekki að greiða þennan sjálfsagða fórnarkostnað þess að leyfa sölu áfengis. <þeir eru verri en fársjúkir alkar í afneitun sinni og fordómarnir slíkir á þennan hóp sjúklinga að þeir geta ekki falið þá.
Lögreglan hefur annars leyfi til að handtaka alla, sem eru drukknir á almannafæri, samkvæmt lögum. Af hverju nýta þeir sér það ekki í stað þess að búa til lög, sem eru þegar dekkuð í þeirri klásúlu. Jú..þeir´hafa ekki pláss og´mannskap.
Ef þeir risu yfir smáborgarahátt sinn og fordæmingu þá lægi lausnin skýr fyrir þeim. Hættið að próvókera og sýna vald og viðspyrnu, það eykur vandan og bætið úrræði veglausra, sem þið hafið eyðilagt. Látið þetta eiga sig, þá hverfur það.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2007 kl. 02:53
Það er alveg ljóst að hér þarf eitthvað að gera, ég er líka sammála því að þær aðferðir sem opinberir aðilar duttu ofan á eru rangar aðferðir, sem geta einungis leitt til ennþá meiri vandræða. Ég hef ekki lausnir, en byrjaði þetta ekki allt þegar lokunartímar kráa voru gefnar frjálsar ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 11:08
Sammála Bryndísi, búið þið öll í tjaldi? Auðvita þarf að taka til í miðbænum, og þú þarft ekki að fara lengra en til Köben til að fá 500 DKR gíróseðil í andlitið til að fá sekt fyrir að kasta af þér vatni (BJÓR). Gott framtak hjá yfirvöldum. Vil taka fram að ég kann næstum ekki að pissa standandi, sest niður, ekki eins og kona, heldur sem maður sem hugsa um þá sem koma eftir mér.
Ari Lárusson, 9.9.2007 kl. 11:53
Ég er nú eiginlega bæði með og á móti þessu smámunasama bröllti á blessaðri löggunni okkar hérna í höfuðborginni.Það er löngu ljóst að það er einhvað að hjá mörgum sem fara á næturlífið í miðborginni og maður sér þegar ákveðið fólk leggur sig fram við að brjóta bæði flöskur og glös á víð og dreif og tekur sér oft krók ef það sér einhvað sem væri möguleiki að brjóta sér til ánægju og það er eins og það sjái ekki nokkur maður einhvað að þessu.
Ég held að ég geti leyft mér að segja að ég hafi ferðast mun meira en meðal maðurinn um mjög mismunandi menningar heima þar sem menninir eru jafn mismunandi eins og þeir eru margir og mjög mismunandi hefðir og hegðun sem viðgengst og þekki ég vel til hegðana erlendra borgara og innlendra í skemmtanalífinu þar sem ég bjó erlendis og var með rekstur sem var í miðju skemmtana lífsins en ég verð ekki var við það varla nokkurstaðar að það sé svona allmennt að fólk hegði sér með svona óvirðingu fyrir allt og öllu mígandi í öll skúmaskot hendandi rusli allstaðar og það jafnvél þegar ruslafatan er við hliðina á því.
Þetta virðist vera töff hjá vissum aldurs hópum og þá verð ég því miður frekar að tiltaka yngri hópana í sambandi við ruslið og draslið en að skvetta úr skinnsokknum á víst við um mun breiðari aldurshóp og hef ég víst líka látið mitt eftir leka um blóm og runna en hef sem betur fer dregið mig til hlés fyrir all löngu í að eftirláta líkamsvökva mína í skúmaskotum og jafnvél dyraskotum miðbæjarins.En gæti víst ekki stært mig af því að hafa hreina sakaskrá ef skúmaskota sprænur fyrri tíma væru gjaldgengar og skráðar á sakaskrár.
Þetta er kannski frammtíðin í útvarps og sjónvarpsfréttum"viðkomandi glæpamaður á að baki langann sakaferil og góðkunningi lögreglunnar vegna pissu glæpa" og að viðkomandi hafi fengið skilorðisbundinn dóm til 3ja ára sem næmi 2 mánuðum á hvern lítra sem údeilt hefði verið í miðbænum.Gæti samt verið þrautinni þyngri að útvega sönnunargögn ef til þess kæmi og varla vinnsælt starf að safna þeim gögnum.
En svo er þetta náttúruleg hálf hjákátlegt að hugsa til þess að verða handtekinn með hann í höndunum án þess að vera einu sinni búinn að hrista af honum .Skyldi maður þá verða handjárnaður á úlliðum eða kannski smíðuð sérstök handjárn þar sem vinurinn yrði "handtekinn og færður til yfirheirslu"Skyldi maður fá að stinga glæpa vopninu innfyrir eða yrði það talið undanskot á sönnunargögnum.
Já. svona er Ísland í dag!
Riddarinn , 9.9.2007 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.