"Stormur í vatnspolli" - Sundlaugarmálið mikla fyrir Vestan.

Fyrir norðan er það Grímseyjarferjan - hér fyrir Vestan er ekki síður stórmál í uppsiglingu...nefnilega sundlaugarmálið mikla og sofandi bæjastjórnarmenn - ef marka má bloggið hennar vinkonu minnar Örnu Láru. Á Ísafirði virðist sem sveitarstjórnarmenn sofi á fundum - í það minnsta fara bæjarmál framhjá þeim....eða öðruvísi get ég ekki skilið þetta. Varla er bæjarstjórinn og hans fólk að ákveða hluti án samráðs við varamannabekkinn......minnihlutann.

En ég segi eins og góður maður sagði eitt sinn þegar hann var að stafla timbri og verkstjórinn var nú ekki alveg sáttur við hvað staflinn var ójafn "...það er alveg sama hvað þú staflar þessu timbri vel - þeir saga það samt...". Með því vil ég undirstrika að það er alveg sama hve flott sundlaug er reist á Ísafirði - Ísfirðingar virðast ekki kunna að reka slíka stofnun.

Sundlaugin á Ísafirði er nefnilega lokuð almenningi - í það minnsta lengstum.

Sem gufubaðsmaður þá er það mér gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig á því stendur að ekki megi nýta gufubaðið þó að nokkrir púkar syndi skriðsund í lauginni undir nafni Vestra? Hvað kemur það gufubaðinu við....ég bara spyr? En nei, það virðist auka svo álagið á starfsfólkið að vita af mér kófsveittum og eldrauðum inni í gufubaðinu að því skal haldið læstu þar til ljóst þyki að ekki sé nokkur hræða að æfa sundtökin í lauginni.....og þegar ég spurði eitt sinn vörðinn í glugganum - þá stóð ekki á svari "gufubaðið er svo illa nýtt"....já mig skal ekki undra - erfitt er að nýta það sem ekki er aðgangur að. Það veit ég og þarf ekki MBA nám til að skilja.

Já það er margt í þessu lífi sem ég skil ekki - og þetta er eitt af því.

Ég held að Grímseyjarferjumálið sé bara stormur í vatnsglasi miðað við "fárviðrið í Sundhöllinni".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Allt sem er opið á óreglulegum tímum og þá oft sjaldan, (oft sjaldan?? Skilst þetta??) er illa nýtt. En það segir ekki að það þurfi að draga úr þjónustunni fyrir því!

Þetta veit bæjarstjórnin okkar hér í Bolungarvík. Þessvegna er byggður hér SUNDLAUGARGARÐUR!

Ylfa Mist Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 09:25

2 Smámynd: Fylkir Ágústsson

Þorleifur,  óþarfa áhyggjur hjá þér.  Það er ágætt guðubað í Bolungarvík. 

Svo er ekki öll von úti um nýja sundlaug.  Bæjarstjórinn er kominn í kosningaloforðaham fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar 2010.

Sko,  Ef við finnum heitt vatn og EF atvinnulífið og heimili þurfa ekki allt heita vatnið, og EF bærinn hefur síðan ekkert annað við peninganna að gera -  þá verður nú sundlaug sett á fjárhagsáætlun 2010.  ( sama ár og nýjar bæjarstjórnarkosningar - algjör tilviljun.) 

 Þá verður nú sundlaug búin að vera kosningaloforð í  11 kosningar -  44 ár.

Fylkir Ágústsson, 6.9.2007 kl. 10:51

3 identicon

Jæja doktor, mikið hef ég gaman af því þegar þú rifjar upp gamlar akureyskar sögur og lýsir mannlífinu þar í "gamla daga".  Vestfirðir eflaust ekki síður fagrir en akureyskar sögur inn á milli eru alltaf mjög vel þegnar!

Kv. Hallgrímur

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband