Lífríki Norður Atlantshafsins....hm

Athyglisverð hugmynd en mikið er ég hræddur um að kostnaðurinn muni verða of mikill - einkum og sér í lagi er það öryggisglerið sem ku vera gríðarlega dýrt - svo dýrt að heimsóknir þurfa að vera marga....ofboðslega margar.

Þá að dýrunum....lífríki Norður Atlantshafs. Já. En ísbirnir....eru þeir hluti af lífríki Norður Atlantshafs...eru þeir ekki landdýr...tja það hélt ég. Nú þá er líklega óvitlaust að hafa þarna til sýnis Vestfirskt fiskveiðisamfélag sem eru að mér virðist að deyja út - það væri spennandi. Hafa þar smábátasjómann að beita.....

En flott hugmynd sem tími er til að koma af stað - hver man ekki eftir sædýrasafninu sem var með "sædýrin apa og ljón....".

 


mbl.is Stefnt að uppbyggingu sjávardýrasafns í Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég sá nú Þorleifur fyrir mér að nú þegar móvægið kemur með vegina til ykkar að þá geti höfuðborgarbúarnir ekið um Vestfirðina og skoðað yfirgefin sjávarþorp og þá vestfirðinga í leiðinni ss. eins og smábátasjómenn og kannski fiskverkafólk ef það eru þá enn til Íslensk eintök, erum við sem sagt þá komin í þá stöðu að Sandgerðingar væru bara með myndir að vestan og svo Vestfirðing sem starfsmann og þá auðvitað sýningargrip í leiðinni, þar með þyrfti ekkert að gera vegi um Vestfirði því að höfuðborgarbúar hefðu ekkert lengur þangað að sækja heldur færu bara eftir einum tvöföldum suður í Sandgerði. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.7.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Heiða Sigurðardóttir

Svei mér ef smábátasjómenn að vestan eigi ekki betur heima á safni um lífríki norður Atlantshafsins en 'hitabeltisfiskar' ... eða hvað?

Heiða Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband