Saving the whale.....uhh saving Iceland.....þurfum við ógreidda útlenda unglinga til að bjarga landinu...?

Fyrst var það hvalurinn sem bjarga þurfti frá Íslendingunum....svo er það Ísland frá Íslendingunum og líklegast verður það á endandum Íslendingarnir sjálfir sem deyja út....

Við erum merkileg þjóð Íslendingar. Í hvert skipti sem við hittum útlending er ekki bara að við látum eins og við höfum aldrei séð annað fólk en íslendinga - heldur göngum við út frá því að útlendingarnir hafi aldrei áður farið til útlanda -  undirstrikum þetta með ótrúlega heimóttalegum spurningum og leikrænni tjáningu - setjum upp spyrjandi svip og spyrjum "há dú jú læk æsland".

En á sama tíma og okkur er svo mikið í mun að túristarnir svari "verrý næs og vá" þá erum við líka eitthvað svo kúl og sjálfstæð. Gefum skít í alþjóðasamfélagið - ráðum okkur sjálf - höfum ekkert með Evrópusambandið að gera - veiðum okkar hvali og virkjum okkar ár. Erum svona "afdala pönkarar" sem fengið hafa nasaþef af kapítalinu.

Já við ætlum að helst að selja Ísland og kaupa öll hin löndin - svona útrásar ævintýri fyrir lífstíð. Eins og að þjóðin sé að bregða búi og flytja á mölina - búin að gefast upp á búskapnum og ætli sér á malbikið - "loka sjoppunni" og flytja til London.

Og eftir stendur að flytja þarf inn útlenda öfgahópa til að mótmæla sölu landsins - virkjunum og veseninu - nú af því að íslendingarnir sjálfir eru jú allir komnir í útrás.

Já það er skrítið að búa á Íslandi - há dú jú læk?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Æ læk!

Annars bloggaði ég í gær um krakkaormana í Saving Iceland. Kíktu á það við tækifæri.

Sjáumst að loknu sumarfríi

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.7.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hmmmm..jú einmitt einhvern veginn svona lítur þetta út héðan . Sunnan við London.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband