Tryggingafélög - peningaplokk eða öryggi?

Tryggingafélög hafa komið við sögu hjá mér í dag.

Fyrst hringir móðir mín í mig og segir að hún hafi loks heyrt frá tryggingafélaginu sínu (Verði á Akureyri) vegna tjóns sem hún og faðir minn lentu í 29.Júní sl. og sem næstum varð þeim og fleirum að aldurtila - að nú væri málið í hendi Sjóvár þar sem tjónvaldur (bjálfi frá Hólmavík sem reyndi stórhættulegan framúrakstur á flutningabíl með tengivagn) væri tryggður þar. Þau eiga semsagt að bíða lengur og líklegast að biðja til guðs að tryggingafélögin greiði þeim umsamdar bætur. Já það er magnað þegar tjónþoli er látinn bíða og bíða...og bíða. Nú ef Sjóvá neitar að borga þá teigist líklegast á þessum annars alltof langa lopa. 

Ég spyr því - hversvegna er fólki ekki greiddar út bætur í stað þess að láta það bíða á meðan tryggingafélög karpa um hver eigi að bera skaðann - hvað kemur það tjónþolanum við? Ekki gerðu þau neinn samning um annað en að greiða iðgjald til Varðar..... í það minnsta dregst aldrei að senda út reikninga - rukkanir og þá stendur alveg klárt hver á að borga og hvenær!!

Nú seinni kynni mín af tryggingafélögum í dag var þegar ég ræddi við eiginkonu vinar míns sem liggur alvarlega veikur af alvarlegu krabbameini í höfði. Ég spurði hana út í hvort hann væri með sjúkdómstryggingar eða líftryggingu - nú bara af því að mér finnst varla líða sú vika sem manni er talið trú um ágæti slíkra trygginga.Og svarið var einfalt - NEI. Af hverju spyr ég - jú hann lenti í alvarlegu slysi fyrir mörgum árum og slasaðist á baki - jú og svo reykir hann. Semsagt hann er ekki hæfur í tryggingakerfið..... Og nú liggur hann sjúkur af krabbameini í höfði sem hvorki er hægt að rekja til bakáverka sem hann hlaut hér um árið né reykinga!

Ég spyr því - er þetta ekki eitthvað skrítið..... eru veikindi eða dauðsföll ekki metin út frá orsökum eða eru tryggingafélögin að "lágmarka skaðann" sem þau verða fyrir þegar greiða þarf út tryggingar..... Er ekki eitthvað að þessu kerfi - hjá þessum félögum sem að mér skilst liggja á milljörðum og milljörðum ofan.

Já það er eitthvað meiriháttar að - eða........? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það liggur augljósast við að það tryggingarfélag sem þú ert tryggður hjá ætti alltaf að borga þér bætur fyrst og svo ætti það tryggingarfélag að sækja peninginn í tryggingarfélag tjónvaldans. Ég veit nú ekki  hvernig lög um eignarhluti í tryggingarfélögum eru en það ætti ekki að leyfast að þú eigir hlut í mörgum tryggingarfélögum á sama tíma þannig að þitt tryggingarfélag ætti ekki að hafa neinn hagnað á því að hirða þær bætur sem umræðir.

DeathGuard (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég gæti skrifað langa ritgerð um aðkomu VÍS að bótakröfu manns, sem varð fyrir vinnuslysi.

Sú saga er ógeðfelld og ekki sögð, án þess að vera með stóryrði.

Því læt ég það vera að sinni en bendi á, ða mál, sem rísa útaf tryggingabótum, falla nánast ætíð Tryggingafélaginu í hag en tjónþola í óhag.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.7.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Að selja tryggingar felur í sér að vera að selja HUGSANLEGA vöru. Gróðinn liggur í því að þörfin fyrir hugsanlegu vöruna verði sem sjaldnast til staðar. Og þarna byrja tryggingafélögin að klikka. Þegar varan er til staðar hafa þau herfylki lögfræðinga og tjónamatsmanna sem hugsa um það eitt að reyna að svíða tjónaþolann!

Ég ætla að skipta sem fyrst um tryggingarfélag en vandinn liggur í því að þau nota öll sömu vinnureglur.  Svo er talað um virka samkeppni. 

Ævar Rafn Kjartansson, 27.7.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband