Þríþraut fyrir Vestan - táknræn barátta byggðastefnu.

Á síðum bb.is má lesa að tveir vaskir menn ætla að mótmæla dapurri aðstöðu til sundiðkunar á Ísafirði og er það vel.

Ég tel að hér verði um fystu útgáfu af nýrri gerð þríþrautar - svona af því að mikil gróska er í allskyns þrekþrautum hér Vestra - hvort sem um íþróttir eða atvinnumál er að ræða.

Nú, þessi þríþraut byggir eins og nafnið gefur til kynna á þremur þrekraunum keppenda og ætla mennirnir ungu að byrja keppnina á því að "synda í hægðum sínum og annarra" en mér skilst að þeir muni ætla að þvera pollinn og hefja sundið við klóakúttakið við Menntaskólann - og til að áhorfendur geti ekki haft áhrif á hraða sundmannanna þá eru íbúar efri bæjar beðnir að sturta ekki niður úr klósettum á sundtímanum - nú til að skapa ekki ólöglegt meðstreymi. Annar hluti þríþrautarinnar verður væntanlega þegar keppendur "ganga í hægðum sínum" um bæinn og skoða starfsemi rækjuvinnslunnar og Marel á Ísafirði - ásamt fleiri ummerkjum um mikla og öfluga uppbyggingu á landsbyggðinni. Þriðji hlutinn verður síðan þegar keppendur munu grípa til fáka sinna og hjakka í sama farinu - ekki ólíkt byggðastefnu stjórnvalda.

Já ég held að þetta geti orði gríðarlega spennandi keppni og er óskandi að í hita leiksins fari menn ekki út í óþarfa skítkast né ati andstæðinginn (s)auri.

Svo er nú það og ég bíð úrslitanna spenntur - er eiginlega að "skíta" á mig úr spenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband