Á banabeði.

Ég ligg fársjúkur og er í raun varla fær um að skrifa þessa færslu. Búinn að vera máttfarinn mjög og hvert skref sem ég hef þurft að taka hefur verið mér hreint helvíti. Líðanin er skelfileg og verst er að geta ekki tekið þátt í fjölskyldulífinu - en ég tók samt þó ákvörðun að vera ekki að þreyta konuna með eylífu kvarti - þannig er ég bara - ég sæki mitt vatn sjálfur og staulast einn og óstuddur á salernið - þó auðvitað ætti ég að fá fulla þjónustu - hef í raun rétt á því.

Já þetta er ömurlegt líf. Ég sef illa sökum kvala og vakna aftur og aftur við það að mér finnst ég vera að kafna - svo illa líður mér á stundum að spurning er hvort ekki þurfi að kalla til aðstandendur til að fara yfir stöðuna - í það minnsta hringja í mömmu og biðja hana að væta enni mitt með rökum klút.

Já ég veit ekki hvað konur eru að kvarta yfir erfiðum meðgöngum og barnsburði  - þær ættu að setja sig í mín spor.

Setja sig í spor ekta karlmanns með kvef.

En ég er að skána.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Er þetta eitthvað tengt því að enski boltnn fer bráðum að byrja að rúlla á sýn?

S. Lúther Gestsson, 23.7.2007 kl. 13:24

2 identicon

Iss ég segi það nú lágmark að hún hugsi nú að minsta kosti fallega til þín

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég samhryggist sjálfum þér. Ég skal lesa "Stop all the clocks..." eftir Auden yfir moldum þínum ef allt fer á versta veg.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.7.2007 kl. 15:38

4 identicon

Er ekki búið að kalla til prestinn?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:49

5 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Já þið kvenfólkið skiljið ekki hvernig það er að fá hastarlegt kvef...... en ég veit ég á þjáningarbræður um allt land!

Þorleifur Ágústsson, 23.7.2007 kl. 16:57

6 identicon

Hehe villtu tisshjúú ??

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 17:39

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Greyið þú

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.7.2007 kl. 19:40

8 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

guð veri með þer

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 23.7.2007 kl. 22:30

9 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ég er allur betri - stuðningurinn er ómetanlegur.... 

Þorleifur Ágústsson, 23.7.2007 kl. 22:34

10 identicon

Gott... viltu samt ekki tisshjú ?? Tad ed sdvo godt tegad madud ed med díblad neb !!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 22:55

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Það eru svona pislar Þorleifur sem gera bloggið skemmtilegt skemmtilegt, þú átt alla mína samúð.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.7.2007 kl. 23:11

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samúð mín er öll hjá þér.

Það er við svona aðstæður sem grimmd konunnar birtist manni svo áþreifanlega.

Auðvitað er sjaldgæft að svona slæmt kvef læknist. Þó hef ég lesið um það í bókum.

Og sjálfur þekki ég dæmi um mann sem lifði þetta af, en auðvitað verður hann aldrei samur maður og það eru ósköp að sjá hann í dag.

Alúðar-batakveðja!

Árni Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband