Allt í drasli - Ingibjörg Sólrún í tiltektarferð. Er ekki rétt að taka til heima hjá sér áður en farið er í tiltekt annarsstaðar?

Mikið er fjallað opinbera heimsókn Ingibjargar Sólrúnar til Ísraels þessa dagana. Ingibjörg er ýmist í sjokki yfir ástandinu eða í baráttu vímu og ætlar sér stóra hluti í lausn þessa máls sem engan enda virðist eiga. En ég leyfi mér að spyrja: hvað erum við Íslendingar að vilja upp á dekk í málefnum Ísraela og Palestínumanna? - höfum við burði eða getu til að miðla einu eða neinu?

Mér sýnist staðan í heimalandinu Íslandi vera þess eðlis að réttara hefði verið fyrir Utanríkisráðherrann að heimsækja landsbyggðina - Vestfirði - en engu líkara er en við sem hér búum séum stödd í allt öðru landi en íslandi - slíkur er aðstöðumunurinn borið saman við Reykjavíkursvæðið.

Ég tek dæmi: Mál málanna fyrir sunnan er hvort Geiri í Goldfinger, eða einhver stúlka á hans vegum, megi dansa fyrir kúnnana sína á bak við tjöldin! Stórmál og snýst að mér sýnist um gerð og uppsetningu á gardínum. Líklegast er Geiri bara að spara og saumar sjálfur gardínurnar.

En hér fyrir Vestan er mál málanna hvort að yfirleitt er hægt að búa hér - fyrirtæki loka - atvinnuleysi eykst og varla er fært úr landshlutanum vegna lélegra vega.  

Já Ingibjörg - skelltu þér Vestur og efndu það sem þú lofaðir á tíðum ferðum þínum hér fyrir kosningar - taktu til heima áður en þú ferð í "víking" til Ísrael - og taktu með þér samstarfsmennina við Austurvöllinn.

Ég lýsi eftir markvissum stuðningi en ekki endalausri notkun "deyfilyfja".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er utanríkisráðherra, ekki innanríkisráðherra. :)

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Eins og ég bendi á þá er staða okkar Islendinga orðin sú að þjóðin skiptist í tvo hópa - Ísland og Landsbyggðina. Hún er því velkomin hingað Vestur að kynna sér stöðuna á "gaza..".

Þorleifur Ágústsson, 20.7.2007 kl. 21:35

3 identicon

Heilir og sælir, Þorleifur og Geir !

Þakka þér, afbragðs góðann þátt Þorleifur. Geir athugi; Ingibjörg Sólrún, stórfrænka mín, frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi, er af þeim meiði ættarinnar, hver ekkert má aumt sjá; vill fara offari í hugleiðingum en er hrekklaus, að upplagi.

Geir ! Hvernig dettur þér í hug; maður, að fólk, hvað er flest í Mið- Austur  löndum; og fyrir aftan steinöld í menningarstigi, að því verði komið til einhvers þess friðar, að viðunandi  geti talist ?

Meðan stærsti hluti Filistea (Palestínumanna) er heltkinn, af dellunni frá Mekka, og frændur þeirra;; Gyðingarnir (Ísraelar) láta stjórnast af hagsmunum bandarísku heimsvaldasinnanna, að þá skyldi enginn viti borinn maður reikna með friði, á þessum slóðum.

Rétt hjá Þorleifi, Geir minn;; næg eru verkefnin, hér heima fyrir, til að sýsla með, fyrir ISG, og allt hennar ryckti.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 02:18

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mikið er ég sammála þér Tolli

Sigurjón Þórðarson, 21.7.2007 kl. 13:37

5 Smámynd: Þorleifur Helgi Óskarsson

Sæll nafni

Mikið er ég sammála þér að ISG ætti að taka til heima áður en farið er að lofa öllu fögru fyrir botni miðjarðarhafsins.Ég hef hlustað á fréttir frá þessum heimshluta síðan fyrir 1970 og það hefur EKKERT breyst.

Þorleifur Helgi Óskarsson, 21.7.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband