Ný uppgötvun í læknavísindum - erum við að hafa sigur í baráttunni við krabbamein?

Vísindamenn í Umea í Svíþjóð birtu nýja uppgötvun í nýjasta hefti tímaritsins Science. Hér er um gríðarlega mikilvæga uppgötvun að ræða sem m.a. getur haft í för með sér að ráðgátan um hvað veldur stökkbreytingum í frumum sem leiða af sér krabbamein.

Þessi uppgötvun þýðir á mannamáli að skilningur á því hvernig DNA (erfðaefnið) afritast - þ.e. býr til nýtt DNA sem er nákvæm eftirmynd. Lengi hefur verið vitað að ákveðið ensím (ensím er hvati sem örvar efnahvörf frumanna) hvetur afritun annars tveggja strengjanna sem mynda DNA  - en þá er bara hálf sagan sögð því vísindamenn hafa ekki verið sammála um hvaða ensím hvetur afritun hins strengsins. En nú eru vísindamennirnir semsagt búnir að komast að þessum mikilvægu upplýsingum - ensímið er fundið og skilgreint. Fékk það fína nafn polymerasi Ypsilon.....hitt heitir jú polymerasi delta.

En hvaða máli skiptir þetta? Jú, þetta ensím er ekki aðeins nauðsynlegt til að mynda nýtt DNA - heldur er hér um að ræða ensím sem tekur þátt í að lagfæra skemmt DNA. Þetta þýðir því að skilningur á því hvað veldur stökkbreytingum sem síðar leiða til krabbameins eykst til muna - og verður til þess að hægt verður að þróa mun öflugri krabbameinslyf - lyf sem stöðva vöxt krabbameinsfruma.

Já þetta er ákaflega ánægjuleg tíðindi og ég sofna í nótt með þá von að þetta muni skila sér fljótt til okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur

Sæll Þorleifur,

 Þetta er vissulega merkileg uppgötvun og vonandi verða búin til próf fljótlega til þess að kanna stöðu þessa ensíma í líkama fólks. Spurningin stendur þá eftir: hvað veldur því að þessi ensím hætta að virka á réttan hátt og hversvegna stökkbreytast frumurnar yfir í krabbameinsflumur. Getur verið að utan að komandi áhrif svo sem matarræði og aðrir umhverfisþættir eigi þar mesta sök frekar en erfðir?

Á þessum upplýsinga tímum sem við lifum á erum við sífellt að heyra og lesa um það að það sem við látum ofan í okkur og hverju við öndum að okkur, berum á okkur spreyjum á okkur, sé í ríkara mæli um að kenna hversu veikt heilsufar okkar er. Sykursýkis, krabbameins, hjarta og æða - tilfellum fer sífellt fjölgandi og hrjáir sífellt yngri aldurshóp. Fyrir ári síðan var rætt við íslenska konu í þættinum Örlagadagurinn sem sagðist hafa losnað við MS sjúkdóminn með því einu að "hætta að taka lyfin og breyta matarræðinu". þessi kona var komin í hjólastól og töldu læknar að hún ætti skammt eftir. Í dag hleypur þessi sama kona um og er frískari en nokkru sinni fyrr.

Hugsanlega er lausnin á  flestum þessara sjúkdóma fólgin í því að vera meðvitaður um það sem við látum ofan í okkur og á og að vera gagnrýnin.

Eyjólfur, 6.7.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæll Eyjólfur- jú samspil erfða og umhverfis er mikilvægur þáttur og slíkt hefur auðvitað verið sýnt fram á t.d. í asthma og ofnæmissjúkdómum. Með þessari uppgötvun er hægt að skoða byggingu ensímsins og þá hvað það er sem breytist við stökkbreytingarnar - það má því segja að nú hafa vísindamennirnir tæki í rannsóknunum. Hitt er svo annað mál að vera meðvitaður um hvað við gerum í lífinu - hvernig við lifum því.

Þorleifur Ágústsson, 6.7.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband