Tengdadóttir Framsóknar gerir allt vitlaust - sex þúsund missa vinnuna.

Ég fór suður í gær. Ekki get ég kannski sagt að ég hafi skroppið - svona eins og sagt er í Reykjavíkurelítunni um Lundúnar og Njújork heimsóknir. Nei við fjölskyldan keyrðum suður - í 7 tíma.

Vegirnir - eða eigum við að kalla þetta vegaslóða - enda eru Hestakleyfin og strandir nánast ófærar venjulegum fólksbifreiðum - voru hræðilegir. Drullan svakaleg og ef maður slysaðist til að opna gluggann þá fékk maður umsvifalaust drulluklessu í andlitið. Já maður skreppur ekkert suður - ekki að Vestan. Líklegast ekki að Austan heldur.

En á leiðinni hlustuðum við á útvarpið - svona þegar það náðist. Þar var ítrekað og á öllum stöðvum - því maður var alltaf að skipta - vegna slæmra skilyrða - verið að fjalla um unga tengdadóttur Umhverfisráðherra í ríkisstjórninni sem fékk ríkisborgararétt án þess að uppfyllan önnur skilyrði en að vera útlendingur.

Og þetta var sko allveg svakaleg frétt - miklu meiri frétt en að 48 manns hefðu misst vinnuna í Bolungarvík. Já það var bara svona forbí-frétt. Hitt er líka miklu mun merkilegra - af því að Framsókn er innblandað í málið - samsæri af verstu gerð. Framsóknarflokkurinn sem ekki vill sjá annað en íslenskar beljur og rollur er kominn með tengdadóttur - innflutta í þokkabót. Halló, hvað er að gerast  - á kannski að flytja inn norskar beljur í kjölfarið - opna markaðinn og setja bændurna á hausinn. Nei takk segi ég. Engan innfluttning hér - alla vega ekki nema með lögbundnum aðlögunartíma.

En í forbí-fréttinni þá missa 48 fjölskyldur fyrirvinnu - sem framreiknað í höfuðborgartölur er líklegast 6000 (sex þúsund) manns. Ein tengadóttir fær landvistarleyfi og allt verður vitlaust - en 6000 missa vinnuna er forbí-frétt. Já ég segi sex þúsund af því að Alþigi er fyrir sunnan og þingmenn skilja ekkert landsbyggðartölur - í það minnsta fæstir.

Nú þarf eitthvað að gerast - eitthvað strax. Grímur bæjarstjóri reddar þessu ekki með nýrri hljómsveit - "atvinnu-hrun í Hólshreppi" eða eitthvað álíka. Neibb - bæjarstjóra-umbinn þarf að gera meira en svo - og fá í lið með sér Vestfirsku þinghreyfinguna og allir verða að taka saman höndum.

það er mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

Sæll, góður pistill hjá þér og mikið til í þessu, fer oft óskaplega í taugarnar á mér hvað hlutir sem gerast á landsbyggðinni fá alltaf miklu minni athygli en minnstu hlutir á höfuðborgarsvæðinu!!

það yrði allt brjálað fyrir sunnan ef eins og þú segir, 6000 manna vinnustað yrði lokað og öllum sagt upp. Það yrði ekki talað um annað í margar vikur og án efa myndi einhver grípa inní og allt tekið til baka...

landsbyggðarfólk virðist oft skipta jafn miklu máli í augum höfuðborgarbúa...

Valdís Anna Jónsdóttir, 28.4.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Vestfirðir

Við virðumst engu máli skipta, það er bara þannig. Það lá meira á að segja frá Westham og einhverri sekt sem þeir fengu heldur en því sem gerðist í Bolungarvík í gær, í fréttum Stöðvar 2. 

Vestfirðir, 28.4.2007 kl. 19:11

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nokkuð athyglisverð ályktun að yfirfæra þessar uppsagnir inn á Reykjavíkursvæðið. Alveg get ég séð fyrir mér allar fyrirsagnirnar í blöðunum og Kastljósið ásamt útifundi ASÍ á Lækjartorgi. Rúður brotnar í Alþingishúsinu og Stjórnarráðinu og vopnaður vörður við íbúðarhús ráðherrans.

Nú verða Bolvíkingar að styðja þétt við bakið á sínum sjávarútvegsráðherra og passa vel að helv. hann Addi Kitta Gauja verði settur út í kuldann og hætti að rífa kjaft út af þessum fisktittum sem- guði sé lof eru nú komnir í hendur réttra eigenda, íslenskum hagvexti og þjóðinni til blessunar.

Árni Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 20:22

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Held að við Íslendingar metum fréttina frá Bolungarvík ekki minni á nokkurn hátt, en fréttina um tengdó!  Spilling framsóknar er eitt og hræðileg stefna á landsbyggðinni önnur...en svo fór ég að hugsa "er þetta sama stefnan?!...alla vega sama stjórnin.

Það tekur mig virkilega sárt að heyra um þetta áfall á Bolungarvík og er kannski ekki eins og Snjóflóð, en áfall er áfall.  

Innilegar kveðjur og bestu framtíðaróskir!...en ég veit það dugir skammt!


Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.4.2007 kl. 21:35

5 identicon

"Rúður brotnar í Alþingishúsinu og Stjórnarráðinu og vopnaður vörður við íbúðarhús ráðherrans"

Í Kína...

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 01:41

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er mjög svo dapurlegt með Bolungarvík. Tengdadóttirinn fekk að sjálfsögðu meira vægi í fréttum og Kastljósi. Það eitt sér er skömm fyrir Jóninu og hefði hún verið í Danmörku væri hún ekki enn við stjórnvöld. Það er alveg krystaltært.

Þó ég hafi alið mestan minn aldur hér í Vesturbænum í Reykjavík tel ég landsbyggðina mjög mikilvæga.

Svo ég tali nú ekki um sjávarbyggðirnar. Ég sá viðtalið við Adda Kidda Gauja áðan í Silfri-Egils og það besta sem við getum gert er að kjósa þá sem að vilja afnema kvótann. Ég kann ekki önnur

ráð, nema Árni Matt vilji flytja yfirvöld fiskimála til Bolungarvíkur?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.4.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband