Kynþroskastopp í Súðavík - bæjarstjórnin fundar um málið.

Ég fékk ákaflega skemmtilega heimsókn sl. mánudag - Inga Lind hjá Stöð 2 og myndatökumaður  komu Vestur til að fjalla um jákvæða hluti eins og þau orðuðu það - og báðu mig að koma í viðtal. Við skruppum yfir í Álftafjörð - Súðavík og hittum þar fyrir kallana sem þar starfa. Fremstur í flokki góðra manna fer Barði Ingibjartsson - einstakur maður. Þar eru líka Beggi og Eiríkur - menn sem handmoka nokkrum tonnum af þurrfóðri í kjaftinn á svöngum þorskum - á hverjum degi. Mér líður alltaf eins og skrifstofublók þegar ég hitti þessa kalla - hressir og skrafhreyfnir. Og að öðrum ólöstuðum þá er Eiríkur auðvitað kvennagullið í hópnum - það fer ekki á milli mála. Enda tók kallinn kipp þegar Inga Lind birtist brosandi á bryggjunni - og hjartað sló  líklegast nokkur auka slög. En við Barði fórum bara tveir með tíví-tíminu út á kvíar - vorum kóngar um stund - horfðum glottandi í land.

En það sem var auðvitað skemmtilegast við þessa heimsókn var hve gaman þau höfðu af því að koma út í kvíar - sjá hvernig þetta er og vera í nálægð við náttúruna. Fjöllin eru nefnilega svo ótrúlega nálægt - gnæfa yfir manni þegar maður stendur um borð í bát á miðjum firðinum - ótrúleg fegurð - náttúrulega hrikaleg.

Og ég verð að segja að þeim tókst vel upp með þetta innslag í Ísland í dag - skemmtileg myndataka - í skemmtilegu umhverfi - meira að segja magavöðvarnir á mér sáust í gegnum gallann - komu út svona eins og smá ístra. Já myndavélin platar - og þorskarnir sem sáust á mynd og virtust vera kíló eða stærri - voru auðvitað bara 20 grömm - myndavélin stækkar allt svo mikið - eins og sást best á undirhökunni og ístrunni á mér - sem auðvitað eru ekki til staðar. Gríski guðinn er nefnilega helköttaður - klár í 20 ára stúdentspartíið.

En okkur hefur tekist að stöðva kynþroskann hjá þorskinum - með þessari nýju ljósatækni. Að vísu hafa Súðvíkingar áhyggjur af því að við bremsum kynþroskann hjá mannfólkinu líka - að engin fjölgun verði í samfélaginu fyrir Vestan. Tja við verðum að sjá til.....;) en auðvitað er það svo að ef við stoppum kynþroskann hjá unglingunum þá losnum við væntanlega við unglingavandamálin.....eða....?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þetta gengi líklega ekki undir stjórn Soffíu Vagnsdóttur í Bolungarvík. A.m.k. ekki í ástarvikunni.

P.s.: Stúdentspartíið mitt í fyrravor var ekki í tilefni 20 ára heldur 40 - hefði átt að mæta í kafarabúningi ...

Hlynur Þór Magnússon, 26.4.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Þorsteinn Gunnarsson, 27.4.2007 kl. 00:36

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Gaman að þessu og gaman að heyra að Barði frændi minn þyki einstakur maður,það þykir mér líka.Súðavík eins og Skötufjörður(en þar ólst ég upp til 10.ára aldurs á Eyri) eru hrikalega falllegir.

P.S.Það fær ekkert stöðvað kynþroska vestfirðinga

Solla Guðjóns, 27.4.2007 kl. 02:01

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þið tókuð ykkur vel út þarna á kvíabríkinni -- hvað segir Hrafnhildur við þessu?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.4.2007 kl. 10:40

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo væri nú ekki úr vegi hjá ykkur, að kíkja til hans Magga í Tungu náttúrukúnstner og galdramanns í öllu sem kemur að veiðum, ræktun og í raun á allt sem að náttúru landsins og sjóvarins þarna fyrir Vestan og raunar allstaðr á okkar miðum.

Hann ætti fyrir löngu að vera orðinn lektor, prófessor og hvað heitir í fiskifræðum, vistfræði sjávar og lifnaðarháttum nytjafiska við landið.

Það var unun, að fá að njóta þess, að vinna með honum á Tálknafirði við vinnsluna og bara að uppfræðast nánast við hné hans.  Var kennari þarna fyrst en vann samhliða hjá Magga á kvöldin og um helgar, þegar mðe þurfti.  Fyrir daga hins skelfilega Kvótakerfis.

Maggi trúði á, að menn myndu vanda sig í meðferð fiskjar og náttúru hefðu þeir úthlutað ákveðnu magni.  Ég tel,a ðhann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með kollega sína og hvernig böðulshátturinn gagnvart náttúrunni fær enn að líðast.

Miðbæjaríhaldið,

fyrrum Vestfjarðaríhald.

Bjarni Kjartansson, 27.4.2007 kl. 11:40

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Átti að skila kveðju til þín frá Viðari Þórarins vini mínum, ef þú manst eftir honum. Hann talar vel um þig. Heyrði viðtal við þig í gær. Er ekki næst að setja í þorskin strípur eftir ljósatímann og selja svo hnakkastykki.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband