Hvalur og hvalur - Japan eða Ísland - gerir fólk greinarmun?

Í ljósi endalausrar umræðu um hvort við Íslendingar eigum að veiða hvali þá langar mig að fjalla um aðra sýn á málið - sýn sem skiptir í mínum huga mjög miklu - og það er sú sýn sem fólk hefur á hvalveiðum - hvort fólk almennt geri greinarmun á hvölum í útrýmingarhættu og þeim sem ekki eru í útrýmingarhættu - eða hverjir það eru sem veiða hvali.

Þetta er nefnilega svo flókið að fólk setur hvalveiðar, sama hvaða hvali er verið að veiða og veiðiþjóðirnar allar saman undir einn hatt. Og þar liggur rót vandans - vanda sem getur haft gríðarlega neikvæðar afleiðingar fyrir okkur Íslendinga - ef við veiðum hvali - nokkuð sem við eigum auðvitað fullan rétt á að gera.

En vandamálið felst í því að fólki er allveg sama - hvalur er hvalur og hvalveiðiþjóðir eru morðingjar - eða því sem næst.

En hvað eru neikvæðar hvalveiðar - hvað er það sem fólk þolir ílla? Tja það er margt - og líklega eru höfrungaveiðar Japana ofarlega á listanum. Japanski veiðimenn veiða um 40.000 mismunandi tegundir höfrunga á ári (skv. WWF). Alþjóða hvalveiðiráðið, dýralæknar og dýragarðseigendur um allan heim hafa mótmælt veiðiaðferðum Japana - sem þeir segja vera vægast sagt ómannúðlega - en Japanir segja þá nota sömu aðferðir og þeir hafi ávalt notað - gamlar hefðir og sem eru hluti af þjóðareinkenni - kúltur - Japan. Ennfremur skipti þetta veiðisamfélög í Japan öllu máli - annars muni þau leggjast af - deyja út.

En hvað hefur þetta að segja í nútíma heimi - þar sem hægt er að setja allt á netið - satt og ósatt - stælt eða stolið - og nú er semsagt komin mynd á Youtube sem hefur leitt til þess að yfir milljón undirskriftir hafa safnast - stoppum slátrun höfrunganna í Japan - með öllum ráðum - segja mótmælendur (listann er að finna á http://www.petitiononline.com).

Umrædd mynd á Youtube sýnir hvernig hjálparlausir höfrungar eru reknir inná grunna vík og drepnir - stungnir til bana með spjótum. Þetta er gert í miklum hamagangi og sjórinn er blóðlitaður- sundraðar slagæðar og opin svöðusár - ekki falleg sjón - bönnuð yngri en sextán. Menn spyrja: "er þetta ekki slæm meðferð á dýrum" - og hvers vegna eru Japanir að drepa höfrunga yfir höfuð?

Ekki er það markmið mitt með þessum pistli að ræða réttmæti veiða þeirra Japana - en ég vil með þessu benda á við hvað við glímum - við þessi litla þjóð úti í ballarhafi sem erum svo mjög háð því að geta flutt út fiskinn okkar. Varla förum við aftur í sjálfsþurftarbúskaps formið - nje.

Við erum að glíma við almenningsálitið - sem er óvægið og beinskeitt - og gerir ekki greinarmun á sjálfbærri veiði og útrýmingarveiði. Það þekkjum við sjálf - enda hafa samtök líkt og Sæhirðirinn og Grænfriðúngar heimsótt okkur. Félagsskapur sem hefur lifibrauð sitt af því að fólk geri ekki greinarmun - með boðskapinn: "hvalur er hvalur - sama hvað hann heitir - og allir eru þeir að deyja út".

Þetta er málið - sjálfbærar veiðar eru aukaatriði - enda er sjálfbærni bara orð sem menn taka sér í munn á hátíðisdögum.

Við ættum því að hætta að hugsa um hvalveiðar - ekki af því að við megum ekki veiða hval  - nei bara  vegna þess að við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til að veiða hval.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband