Laugardagur, 21. apríl 2007
NEITANDINN - VELTUM ÍSLENSKU ORMUNUM AF GULLINU.
Hér fyrir ofan eru myndir sem sýa verðþróun á plasmaskjám sl. ár í Svíðþjóð og 50" sjónvarp - báðar myndir teknar af vefnum http://www.prisjakt.nu/produkt.php?pu=93840 - og ég spyr: ER ÞETTA ÞRÓUNIN Á ÍSLANDI? Og plasmaskjárinn sem myndin til hægri er af 50" plasma sjónvarpi sem er til sölu á "ótrúlegu tilboðsverði" hjá ORMSSON (heilsíðu auglýsing í mogganum í gær) á aðeins krónur 299.900 (á íslensku: þrjúhundruð þúsund). Þetta sama tegund af skjá kostar í Svíþjóð 17.900 sænskar krónur (á íslensku: hundrað og sjötíuþúsund). En til að kóróna þetta þá tala þeir Ormssynir um að "LISTAVERÐ" sé 449.900 krónur íslenskar (á íslensku: fjögurhundruð og fimmtíuþúsund). Dýrasta verð sem ég fann í Svíþjóð á þessari tegund sjónvarps var sambærilegt "tilboðsverði" þeirra Ormssona.
Já það er verið að gera grín að okkur blessuðum - en Svíar þeir kvarta sáran yfir þessu verði sem þeim er boðið - sérstaklega vegna þess að verð í Bretlandi er allt að 20% lægra á þessum vörum en í Svíþjóð - kann því miður ekki að reikna öll hundruð prósentin sem munar þá væntanlega á vörunum þega þær eru komnar til Íslands.
En eigum við ekki bara að skrifa þetta á fluttningskostnað og norðankalda - Hvernig í ósköpunum á ég að fá að kaupa svona dót? Það er ekki konan mín sem ræður því - það eru Ormssynirnir allir á Íslandi - sama hvað þeir heita - og þess vegna ætla ég að hætta að nöldra í konunni.
Að vísu reyndi konan mín ansi sniðugt trix á mig hér um daginn - Við vorum að horfa á okkar gamla sjónvarp og í auglýsingahléi var verið að auglýsa flatskjái á tilboði - hún benti á einn og sagði: "hva.. sjáðu Tolli minn það er bara ekkert betri mynd í þessum skjá en fína sjónvarpinu okkar"..... það tók mig viku að fatta þetta. Nei, dagar einfeldni og auðtrúar eru liðnir - nú segi ég NEI TAKK!!
Lifi NEITENDUR.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi skrif er hægt að taka undir 100%. Var að segja frá svona dæmi á dögunum í athugasemd einhversstaðar. Þurfti í vetur að kaupa sjónvarp og fyrir valinu varð tæki sem var sagt hafa kostað 330.000.- en kostaði 226.000.- ég er alveg sannfærður um að það hefur aldrei kostað meira en það sem ég borgaði og það er okur, alveg klárt mál, en hvað er hægt að segja...? það þurfa kannski allir að segja NEI TAKK !!!
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.4.2007 kl. 12:08
Samkvæmt reglum, má ekki auglýsa "áður" verð, nema að sýnt sé fram á að varan hafi verið keypt á því verði með kvittunum. Kunnugur verslunarmaður sagði mér að reglan til að fara í kringum þetta, sé að kaupa nokkur stykki og sjálfir og selja sér þau aftur. Svona verð standa varla daginn og engar reglur bíta á þessum glæpahundum.
Þarfur pistill. Takk.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 13:42
Það sem hífir verð á sjónvarpstækum upp hérlendis er þessi 10% tollur og 25% vörugjald sem leggst ofan á verðið úti. Eins þarf að hafa í huga að þetta verð í Svíþjóð er líklega lægsta mögulega verð sem í sumum tilfellum er kostnaðarverð. Amk. er samkeppnin það hörð á raftækjamarkaðnum að vörur eru oft seldar á kostnaðarverði (reyndar hérna heima líka í sumum tilfellum).
Ef við gefum okkur að VSK sé sá sami í Svíþjóð og hérna heima (mig minnir það) þá ætti þetta tæki að kosta ca. 179.000 * 1,25 * 1,10 = 246.000. Hér á eftir að taka inn flutningskostnað o.fl. sem dregur þetta aðeins ofar.
Miðað við þetta þá er söluaðilinn hérna heima ekkert að græða neitt óskaplega á þessu. Það er aðallega tollaumhverfið sem er okkur óhagstætt. En ef þú vilt fá gott dæmi um okur á sjónvörpum skaltu skoða verðin á medion.de og sjá svo hvaða verð BT setur upp fyrir sömu tæki (sömu vörunúmer). Þá færðu að sjá alvöru álagningu ;)
Daði Kárason, 21.4.2007 kl. 16:26
Þetta er allt rétt og satt - en ormarnir á gullinu eru auðvitað líka þessir tilgangslausu tollar - tollar sem skila sér í engu til okkar. Eins er allveg sama hvernig ég reikna og reikna - ég fæ aldrei upp þá tölu sem þeir kalla "listaverð" - ekki bara þetta tilfelli heldur almennt. Málið er að listaverð er bara ekkert til. Eins verðum við að muna að fluttningskostnaðurinn er líka fyrir hendi í Svíþjóð - þessi tæki eru ekki framleidd þar. Og ennfremur nefndi ég að í minni leit fékk ég upp ALLA aðila í Svíþjóð sem selja þessi tæki. En eftir stendur auðvitað að við NEYTENDUR borgum brúsann!! ekki satt...!!
Þorleifur Ágústsson, 21.4.2007 kl. 17:46
Minni á að hér er Daði líklega að miða við útsöluverð erlendis en ekki heildsöluverð. Ekki eru ormarnir að kaupa þetta út úr búð í svíþjóð.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 18:27
179.000 + ca 15þús í flutning eru kr. 194.000 síðan máttu bæta bvið tolli, vörugjaldi og vaski sem fleyta þessu í kr. 347,210.- Svona liti þetta ca. út ef þú ætlaðir að kaupa þetta útúr búð og flytja inn sjálfur. En auðvitað kaupir verslunin inn á lægra verði og kemur flutningi niður með meira magni keyptu. En semsagt... innkaupsverð + flutningur + 15% tollur + 25% vörugjald + 24,5%VSK + 1950 í tollskýrslugjaldið og síðan flutningurinn vestur= ca. 352,000.--
Konan þín fær síðan prik fyrir brandarann góða
Þorsteinn Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 19:06
takk fyrir kommentin- en spurningin er AFHVERJU - er ekki kominn tími til tollar og vörugjöld hverfi - af hverju eru þessir tollar og gjöld yfir höfuð? svo þurfum við að greiða gjald til að fá að nota þessi tæki !! tja maður spyr.
Þorleifur Ágústsson, 21.4.2007 kl. 19:15
takk fyrir kommentin- en spurningin er AFHVERJU - er ekki kominn tími til tollar og vörugjöld hverfi - af hverju eru þessir tollar og gjöld yfir höfuð? svo þurfum við að greiða gjald til að fá að nota þessi tæki !! tja maður spyr.
Þorleifur Ágústsson, 21.4.2007 kl. 19:16
Ja ekki eru þeir að verja innlenda framleiðslu svo mikið er víst... Jú TAKK ég væri sko meira en til í að losna við þessa ofurtolla...enda í innflutningi með sömu gjöld og svíður sáran að þurfa að greiða þetta blóðfé.
Þorsteinn Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 21:20
tollarnir eru nú bara skattur, hvað ætli þessir peningar fari í ?
Skafti Elíasson, 22.4.2007 kl. 00:38
ég er viss um að þetta fer allt í vegagerðina fyrir Vestan.....
Þorleifur Ágústsson, 22.4.2007 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.