Sunnudagur, 15. apríl 2007
Hættum að vera NEYTENDUR - gerumst NEITENDUR - látum ekki bjóða okkur hvað sem er á hvaða verði sem er.
Ég fór með strákinn minn á fótboltamót í morgun. Það kemur neytendamálum ekkert við í sjálfu sér - en þá hittir maður búðarkarla sem eru í foreldrahlutverki og ekki á bakvið afgreiðsluborðið. Ég hitti einn slíkan í morgun - búðarkarl í hversdagsfötum. Og þá náttúrlega greip ég tækifærið og fór að bölsótast yfir verðlagi á sjónvörpum - þessum flottu fjörtíuogtveggja tommu sem maður hefur auðvitað ekkert við að gera - segir konan mín. En samt eru þetta hræðilega dýr tæki - og ég þurfti að ná búðarkallinum á trúnó til að hann viðurkenndi það.
Málið er að ég kíki yfirleitt á sænsku vefblöðin - svona til að skoða hvað er að gerast í umheiminum. Og eitt af því sem þar er að gerast er að verð á flatskjám er að hrynja - ólíkt hæga niðurganginum hér á Íslandi - en hér virðist ríkja meira "harðlífi". Verð á 32 tommu skjám er í mjög mörgum tilfellum komið niður fyrir 50 þúsund kall - já fimmtíuþúsundkall. Og verð á 42 tommu skjám er að sama skapi að lækka mjög - fjöldi tegunda komnar niður fyrir 100 þúsund kall - hundraðþúsundkall. Og það í búðum sem við erum búin að "íslenska". Ég tek dæmi um beint úr raunheimum: Elgiganten er líklega það sem við köllum Elko á Íslandi - þar kostar 42 tommu plasma skjár (42PC3RA) 95,645 krónur íslenskar (miðað við gengið í dag) en ef ég fer á vef Elko þá er verðið á sama skjá komið í 179,995 - já tvöfalt hærra. Nú veit ég ekkert hvað gerist á leiðinn frá Svíþjóð til Íslands - eða hvort tollar eða aðfluttningsgjöld skýra muninn....ég spyr?
Og búðarkallinn í hversdagsfötunum gat ekkert útskýrt þetta fyrir mér.
Já stundum líður manni eins og átt sé við óæðri endann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ágætt að minna mann á þetta var að spá í flatskjá. Fyndið að frændi minn sem er að læra rafeindavirkjun sagði mér að ef öll heimili í evrópu myndu fá sér 32tommu flatara þá þyrfti að reisa 2 ný kjarnorkuver bara fyrir það.
Skafti Elíasson, 15.4.2007 kl. 15:23
Það væri gott tiltak að gera breiðari samanburð á þessu. Ég skal éta hárið mitt ef við komum vel út úr því.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 17:40
Sælir - það sem er líka áhugavert í þessu er að munur á dýrasta tæki og ódýrasta í sama stærðarflokki er mun minni en hér. Skoðið endilega t.d. http://www.elgiganten.se og kíkið á verðin - berið saman við http://www.elko.is sem á jú að vera hluti sömu keðju. Sama saga er að segja um fjölda sambærilegra verslana - af öllum stærðum.
Þorleifur Ágústsson, 15.4.2007 kl. 17:49
Ef öll heimili Íslands myndu skipta yfir í einn flatann og velja þá LCD í stað plasma þá myndi yfir 30GWh sparast á ári. Laxárvirkjnirnar þrjár eru 50 GWs til samanburðar.
Jón Atli Magnússon, 15.4.2007 kl. 18:04
Guði sé lof að ég fékk mér 50" plasma... manni verður þá ekki kent um þessi 32" kjarnorkuver...
Annars athugaði ég með að flytja inn tæki sjálfur og það kom ekki vel út... dýr flutningur... aðflutningsgjöld og það allt og það sem eftir stóð fannst mér ekki réttlæta það að standa uppi með þetta dýrt tæki "án ábyrgðar".
Þorsteinn Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 00:07
Eru þetta ekki bara að stórum hluta vegna háu tollana sem við lifum við meðan við erum utan ESB + dýrari flutningskostnaður + að Íslendingar eru kaupóðir og það er hægt að selja þeim hvað sem er...?
Björg F (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 02:10
Ég hef verið í nákvæmlega sömu hugleiðingum að skoða LCD tæki en ég neita að káta taka mig í óæðri, því verðið hér er allt að helmingi hærra en fyrir nákvæmlega sama tæki í Svíþjóð (bæði löndin með ca. 25% virðisaukaskatt).
Það er örugglega dýrt að flytja inn eitt stykki tæki sjálfur en verslanir hér eru með sér samninga við flutningafyrirtækin, kjör sem venjulegu fólki bjóðast ekki. Þar að auki sem flutningsostnaður á hvert tæki er óverulegur þegar þú ert að taka inn heilan gám...
Á Pricerunner í Svíþjóð er hægt að bera sama verð hjá flestum raftækjaverslunum í Svíþjóð og það er líka hægt að bera það sama við raftækjaverslanir annars staðar í Evrópu. Þar kemur Þýskaland oftast best út, kannski vegna þess að það er lægri virðisaukaskattur í Þýskalandi. Einnir er tekið fram fyrir sænska neytendur hvaða þýsku verslanir selja til Svíþjóðar.
Víðir Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 12:04
Takk fyrir þetta - nú er bara að segja NEI TAKK. - þetta er gjörsamlega óþolandi. Ég bjó í Svíþjóð í 9 ár og þegar ég seldi bílinn minn Ford Sierra - 4 ára gamlan árið 1999 þá var ég með hann í kaskó, vagnskaða sértryggingu og guð má vita hvað - borgaði 1800 krónur sænskar á ári!! Á ÁRI.
Þorleifur Ágústsson, 16.4.2007 kl. 12:10
Var að skoða um daginn eldhústæki, kælikápa, ofna hellur og háfa hjá Rönning. Fannst þetta helvíti dýrt og fór inn á pricerunner danmörku. Þar var 106.000 kr. kæliskápur á 48.000 danskar, 126.000 ofn á 50 - 60.000 danskar. Ég hugsaði með mér, fjandinn, húsasmiðjan hlýtur að vera með minni álagningu, en þar reyndist 86.000 kr kæliskápur kosta 38.000 danskar. Þannig að ekki var það skára þar. Þá vaknaði spurningin á ég að sleppa að kaupa tæki í eldhúsið eða að láta ræna mig, því þannig líður venjulegum kaupanda í dag.
Gerumst NEITENDUR
Þórður Runólfsson, 16.4.2007 kl. 12:54
Mig grunar nú að Þórður hafi óvart bætt við einu núlli í dönsku verðin því 48.000 dkr er ca. 500.000 isk.
En það má til sanns vegar færa að álagning sérverslunum á Íslandi er alltof há. Ekki óalgengt að sjá 100-300% álagningu, eru þá smæstu og ódýrustu vörurnar oftst með hæstu álagninguna, maður bara finnur það síður því það er samt bara nokkrar krónur, sem að vísu kostar kannski bara nokkra aura í innkaupum.
Ívar Jón Arnarson, 16.4.2007 kl. 18:35
Já Ívar Jón einhver fótaskortur varð þarna á dönsku núllunum og ættu þau að vera einu færri.
Þórður Runólfsson, 16.4.2007 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.