Þriðjudagur, 27. mars 2007
Ég skrifaði pistil hér um daginn um megrunarkúra ekki af því að ég teldi mig vera einhvern sérfræðing á sviðinu - heldur finnst mér bara svo leiðinlegt hve mikil vitleysa er höfð fyrir fólki á stundum.
Og nú eru niðurstöður rannsóknar sem staðið hefur í 12 ár að sýna fram á Atkinskúrinn getur stytt lífshlaup kvenna - komið þeim í gröfina langt fyrir aldur fram.
Og hvað veldur? Jú, eins og ég benti á í fyrri pistli um megrunarkúra þá felst í Atkinskúrnum að skera niður magn kolvetna í fæðunni og auka hlutfall próteina og fitu þá maður er á Atkinskúrnum svokallaða. Ég benti einnig á að kúrinn gæti haft slæm áhrif á heilann þar sem eldsneyti heilans eru kolvetni ekki prótein eða fita og hættan væri að enda í dauðadái - coma - kóma.
Rannsóknin sem birt var í Journal of Internal Medicine sl. Mánudag, byggir á því að fyrir tólf árum svöruðu 42000 konur á Uppsalasvæðinu í Svíþjóð mjög nákvæmum spurningum um fæðuval og megrun. Nú tólf árum síðar kemur í ljós að dánartíðni var hærri hjá konum sem fengu dagskammt hitaeininga úr próteinum en ekki kolvetnum flestar létust úr hjarta og æðasjúkdómum. Þetta bendir ótvírætt til að mikilvægt er að útiloka ekki allveg kolvetni úr matnum. .
Ég segi - allt er best í hófi - smakkið heldur á púngunum góðu - þar er góð blanda af fitu og próteinum og þegar búið er að brytja púnga niður á pastabeð - nú þá er maður með mjög skemmtilegan "pasta-púng" - hina fullkomnu blöndu.
það er mín skoðun.
Flokkur: Lífstíll | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.