Er lífið alvarlegasti sjúkdómurinn?

Einhverju sinni sagði einhver "lífið er alvarlegasti sjúkdómurinn - enginn hefur lifað það af". Í það minnsta styttist það með hverjum deginum sem líður og það er kannski einmitt sú staðareynd sem gerir það svo dýrmætt. Og þá er líka mikilvægt að fá að lifa því eins og maður kýs sjálfur - auðvitað innan skynsamlegra marka og án þess að skaða aðra - um ókomna tíð. 

Ég og sonur minn Ísak vorum að koma úr matarboði hjá vinafólki mínu. Það var gaman að sjá hvað Ísak varð stoltur þegar hann hitti litla prinsinn á heimilinu sem heitir líka Ísak - eitt sólskinsbros.

En það var húsfreyjan, Anna sem sá um matinn og gerð listavel. Venjulega hefði nú heimilisfaðirinn gert það en hann er búinn að ganga í gegnum ansi erfiðan tíma eftir að hafa greinst með heilaæxli sl.haust - í kjölfar heilablóðfalls. Margir hefðu líklegast lagst niður og gefist upp - en ekki hann Stjáni - nei, það er bara ekkert í boði hjá mönnum eins og Stjána.

Við Stjáni reynum að hittast á hverju degi - skreppa saman í gufu og ræða málin. Og það er mér svo sannarlega gefandi að ræða dagleg líf við mann sem tekur veikindum sínum af slíku æðruleysi að slíku hef ég aldrei kynnst áður. Aldrei. Það er nefninlega svo einkennilegt hve mikilli orku maður eyðir í hluti sem ekki skipta nokkru einasta máli - engu. Í það minnsta á ég það til. Og þess vegna er það svo gott að kynnast því hvað skiptir máli í lífinu - sem er að lifa lífinu lifandi og njóta þess sem það hefur uppá að bjóða.

Það er nefninlega ekkert sjálfgefið að við verðum hér á morgun - hver veit. En auðvitað þýðir ekkert að velta því fyrir sér.

Um daginn þegar Stjáni vinur minn var búinn að vera í rannsókn á Landspítalanum - og ég vissi að hann var að fara á fund hjá lækninum morguninn eftir til að ræða niðurstöður og framhald þá auðvitað kraumaði í mér kvíði. Á leiðinni í vinnuna morguninn eftir þá kom yfir mig sterk ánægjutilfinning - vellíðan og Stjáni kom ósjálfrátt upp í hugann. Svo kom í ljós þegar hann hringdi í mig eftir fundinn með lækninum að átt hefðu sér stað framfarir - miklar framfarir sem ekki var sjálfgefið að ættu sér stað. Það var ánægja - ekta ánægja.

Ef maður setur þessar aðstæður sem eru að eiga sér stað í lífi fólks sem glímir við svipuð vandamál og hann Stjáni vinur minn - og spyr sig: Hvernig stendur á því að ég þarf að eyða svo miklum tíma og orku í að berjast fyrir því að geta búið þar sem ég vil? Hvernig stendur á þvi að alvarleg mismunun á sér stað í þjóðfélagi sem auðveldlega ætti að geta sinnt öllum þegnum sínum vel og af samviskusemi? Ég bara skil það ekki.....

 Getur það verið að fólk sé verðlagt mismunandi eftir því hvar það býr - eiga ekki allir sama rétt hvað varðar búsetu sama hvar á landinu þeir kjósa að búa? Ég bara spyr!?

Hver ætlar að taka af skarið og laga þetta ástand - ég bara spyr? Hvað skiptir það okkur máli hvort nýr flokkur nagi af Effi eða VaffGéi - Málið er að tekin sé ákvörðun um að gera landið byggilegt fyrir ALLA sem í landinu búa.

Það er mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svo sammála og það sem skiptir máli er að við kjósum til starfa fólk sem veit hvað lífið er ..og hvað hið mannlega skiptir miklu máli og setji það í forgang. Vona að stjáni vinur þinn verði heill og þú ert greinilega góður vinur. Góðir vinir kenna hvor öðrum um allt sem skiptir máli í hvaða formi sem það kemur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta var falega skrifað. Vestfirðir eiga enga von ef við fáum ekki réttinn til fiskveiða aftur sem af okkur var tekinn í braski örfárra illa gefina og gráðugra einstaklinga.

Níels A. Ársælsson., 24.3.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eins og talað út frá mínu hjarta.    Vinátta þín er sennilega meðvirkandi þáttur í framförum Stjána. Ég trúi því að hugur okkar megni mikils, þótt við sjáum ógjörla áhrifin og leitum annara skýringa á þeim.  Þú ert góður drengur.  

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband