Laugardagur, 24. mars 2007
Gríðarlegar auðlindir undir Vestfjörðum.
Fyrir nokkru kom sérfræðingur í heimsókn á Vestfirði. Það er svo sem ekkert nýtt að sérfræðingar leggi leið sína hingað Vestur - en þessi var með í farteskinu fyrirlestur sem hann síðan flutti í samstarfi við Vestfjarða akademíuna (VAK - sjá heimasíðu http://www.hsvest.is/vak/).
Hér er úrdráttur úr kynningunni:
"Í fyrsta fyrirlestri vetrarins mun Hafsteinn Ágústsson olíuverkfræðingur hjá Statiol í Noregi fjalla um olíuleit og vinnslu í norður Noregi og Barentshafi. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig erlend fyrirmynd geti verið fyrirmynd tilsvarandi verkefnis á Vestfjörðum. Gefið verður yfirlit yfir framkvæmdir og kostnað ásamt þeim áhrifum sem slíkar framkvæmdir hafa á atvinnulíf svæðisins en margt er líkt með þessum svæðum.
Hafsteinn Ágústsson er sérfræðingur í olíuverkfræði við höfuðstöðvar Statoil í Stavanger, Noregi. Hann hefur uþb 27 ára starfsreynslu í olíuiðnaðinum, bæði hjá verktökum og olíufyrirtækjum. Hafsteinn hefur verkfræðipróf í eðlisfræði og rafeindatækni frá háskólanum í Loughborough í Englandi, og masterspróf í mælingatækni frá sama skóla. Enn fremur hefur hann masterspróf í olíuverkfræði frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg í Skotlandi".
Þetta reyndist ákaflega skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur - ágætlega sóttur og endaði Hafsteinn á síðum moggans og í speglinum. Enda um mjög merkilegt viðfangsefni að ræða - nokkuð sem er vel raunhæft og skilar raunverulegum arði. Og það sem er náttúrlega mjög merkilegt er að nýjar aðferðir við boranir eru umhverfisvænar á allan hátt - ekki lengur þessir risa borpallar heldur botnlægar boreiningar sem ekki trufla t.d. veiðar á svæðinu - gasið er síðan flutt í lögnum í land - kælt niður og sett í tankskip. Svo eru öllu umframgasi dælt niður í holurnar aftur svo mengun verður hverfandi.
Já - og hverjir mættu. Jú það mætti fólk af öllum gerðum - NEMA PÓLÍTÍKUSAR OG BÆJARSTJÓRNARMENN FYRIR VESTAN. Semsagt - það mætti enginn sem ýtt gæti slíkum verkefnum úr vör - sem gæti hafið umræðu - sem þó er kosinn til slíkra starfa.
En hví ekki að skoða þessa möguleika - hví ekki að leita samstarfs við t.d. Statoil í Noregi um slíkar rannsóknir - hví ekki að gera eithvað sem getur skipt máli.
Ég bara spyr! Gerum það - og gerum það strax.
Það er mín skoðun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það kemur ekki á óvart þetta með sveitastjórnarmennina og pólitíkusana. Það lið er allt upptekið suður í Reykjavík eða í útlöndum að láta sér líða vel. Þeir eiga líka allir íbúðir og hús fyrir sunnan og fluttir þangað að mestu leiti.
Níels A. Ársælsson., 24.3.2007 kl. 14:46
Þarf ekki að fara að ræsa þessa stjórnendur út úr kojum þarna fyrir vestan? Þeir mæta ekki á fundi, sem skipta máli og láta sem þeim komi ekkert við nema launaumslagið sitt. Þó ekki væri nema fyrir þessa rannsóknarvinnu, þá væri þetta hvalreki fyrir vestfirðinga. Drífum í þessu. Hvað er næsta skref?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2007 kl. 16:48
Jú það er rétt - eithvað verulegt þarf að gerast. Það þarf að koma af stað umræðu um þessi mál af alvöru og kveikja áhuga hjá alvöru fjárfestum - við vitum hverjir þeir eru.
Þorleifur Ágústsson, 24.3.2007 kl. 17:09
Oscar Wilde sagði "The Icelanders are the wisest of all nations, they dicovered America and told nobody about it!"...
Á meðan Georg W. Runni er við völd sem forseti Ameriku myndi ég halda þessari vittneskju leyndri! Annars myndi ráðgjafi hans finna upp "kjarnorkuvopn " á Vestfirðum eða einræði "Ísafjarðar" og hleypa frelsisher sínum lausum!!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.3.2007 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.