FRAMTÍÐ VESTFJARÐA: STOFNUN HÁSKÓLANS - HÁSKÓLI VESTFJARÐA: STOFNUN FRAMTÍÐAR.

ÉG ER BÚINN AÐ SKIPTA UM SKOÐUN - KOMINN Á ÞÁ SKOÐUN AÐ RÉTT SÉ AÐ HEFJA UNDIRBÚNINGSVINNU AÐ STOFNUN HÁSKÓLA VESTJFJARÐA!

Af hverju? Jú skoðum málið á púnktaformi:

  1. Landfræðilegar ástæður.
    1. Ísafjörður er miðsvæðis í landshluta sem virðist að mestu afskiptur.
    2. Hingað eru varla nokkrar samgöngur sem treystandi er á.
    3. Hér er mjög fjölbreytileg náttúra.
  2. Menntunarlegar ástæður.
    1. Hér er  sterkur menntaskóli.´
    2. Hér er þörf á háskólamenntuðu fólki.
    3. Hér er til staðar fólk sem getur tekið virkan þátt í uppbyggingu háskóla.
  3. Byggðarþróunarlegar ástæður.
    1. Hér er sannanlega þörf á nýrri hugsun í uppbyggingu.
    2. Stjórnvöld hafa ekki komið að uppbyggingu á landsbyggðinni sem nokkru nemur.
    3. Vandamál virðist vera fyrir pólítíkusa að koma með nokkra lausn á byggðavandanum.
    4. Háskóli laðar til sín nýtt fólk.
  4. Fjárhagslegar ástæður.
    1. Fjárstreymi verður að vera í Vesturátt.
    2. Fjármunir verða að stoppa fyrir Vestan.
    3. Fjárhagsstjórnin verður að vera fyrir Vestan.
    4. Það verður að hætta að fjarstýra Vestfjörðum "að sunnan".
  5. Rannsóknalegar ástæður.
    1. Að stunda rannsóknanám með mikilli fjarlægð milli "rannsóknaaðstöðu og háskóla" er slæmur kostur.
    2. Nálægð háskóla við viðfangsefnið mikilvægt - sérstaklega á fyrstu stigum náms.
    3. Dýrt er fyrir nemendur og rannsóknaverkefni að greiða þann ferðakostnað sem fylgir því að stunda "fjar-rannsóknir".
    4. Að fá að stunda nám og rannsóknir "í heimabyggð" er að sjálfsögðu að gefa nemum kost á að rækta arfleifð sína.

 Af ofangreindu má lesendum vera ljóst að mikilvægt er að hefja undirbúning að stofnun Háskóla Vestfjarða - þar sem ekki aðeins Vestfirðingum verður boðin þátttaka heldur öllum þeim er vilja stuðla að fjölbreyttu mannlífi í landi þar sem fólki er frjálst að lifa og starfa þar sem það kýs.

Ég segi því - hefjumst handa við uppbyggingu Vestfjarða - með stofnun HÁSKÓLA!

 

það er mín skoðun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Þetta lýst mér vel á Tolli, nú þarf bara að setjast niður og skilgreina nálgun á námi hvað er best að kenna og hverju er best að byrja á. Senda Hadda og Aðalsteini þessar hugmyndir svo þeir geta nýtt þær í nefndinni.

-gunni 

Gunnar Pétur Garðarsson, 15.3.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Gott að heyra að þú sért búinn að sjá ljósið! Voru það orðræður milli ykkar Ólínu sem fengu þig til að skipta um skoðun?

Arna Lára Jónsdóttir, 16.3.2007 kl. 08:37

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eitt, sem ég sé fyrir mér að upp komi í umræðunni um framtíð og uppbyggingu atvinnulífs fyrir vestan.  Það er slagsíða í áherslum á þetta háskólamál.  Víst eru menntamenn og hugsuðir háværastir í þessari umræðu og eðlilegt að þeir horfi til sinna möguleika og leggi kannski heldur mikinn þunga á málefnið á kostnað annarra úrræða. Ég vil minna á að einnig býr ómenntað fólk og almennt verkafólk á vestfjörðum sem vonast eftir betri kjörum einnig.  Ég vil því minna á fjölbreytni í mati þessara kosta og vara við hugsun um allsherjarlausnir í þessu samhengi.

Diversity segir kaninn. Einsleitni er varla affarasæl í smáu sem stóru samhengi.  Renaissance ætti að vera stikkorðið og vísa til endurreisnar á sem breiðustum grundvelli, án éss þó að dreif kröftunum svo að ekkert verði gert.  Áherslur má hafa á slík málefni en til verður að vera áætlun um uppbygginguna og taka sem flesta þætti fyrir samkvæmt henni.

Háskóli fyrst, svo smáiðnaður, svo ferðamál, etc....frumskylyrðin eru svo líka með eins og samgöngur og fjarskipti t.d.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband