1500 manns missa vinnuna í Reykjavík!

 

 Tolli

Já svona myndi væntanlega fyrirsögnin vera á forsíðu dagblaðanna á höfuðborgarsvæðinu ef Vestfjarðaástandið tæki sig upp þar! Það misstu nefninlega 35 fjölskyldur fyrirvinnu á Ísafirði í liðinni viku. Og hlutfallið væri líklegast um 1500 manns ef þetta væri fyrir sunnan - á Reykjavíkursvæðinu þar sem allt var vitlaust út af klámi sem þó aldrei var og trjám sem hurfu úr Heiðmörk.

Og stærsta ákvörðunin var tekin fyrir sunnan. Það er svo óhagkvæmt að vera með rekstur fyrir Vestan. Þó að reksturinn skili hagnaði. Það er bara ekki nægur hagnaður - líklegast af því að hann er ekki talinn í milljörðum líkt og hjá þeim stóru fyrir sunnan.

En hjá okkur fyrir Vestan voru góðir gestir - vísindamenn frá Stirling háskólanum í Skotlandi - einum af þessum stóru og frægu. Vísindamenn sem sækjast eftir því að vinna með okkur að rannsóknum í þorskeldi. Af hverju? Ekki af því að við eigum svo mikið af peningum, nei - af því að við erum að gera góða hluti, af því að við erum með gott starfsfólk og af því að við höfum framtíðarsýn og áherslur sem eru eftirsóknarverðar. Og hverjir koma að þessum rannsóknum - jú vísindamenn hjá Matís og Vestfirskir fiskeldismenn ásamt fleirum góðum innlendum aðilum.

En við viljum fleira - við viljum meira og við getum meira - svo miklu meira. EN, því miður er það svo að það er bara svo erfitt að berjast og vinna sigra ef sú þróun sem nú virðist vera í gangi er ekki stöðvuð og aðgerðir settar í gang til að efla frekar en hefta. Við þurfum nefninlega sterkt samfélag til að hið jákvæða og öfluga geti þrifist - því af nógu er að taka - það sem er tekið þarf bara að lenda á réttum stað - til uppbyggingar á landsbyggðinni frekar en í endalausum mokstir undir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem ekki þurfa á því að halda.

 

Það er mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu maður verður hálflamaður af öllum þessum fréttum.  Og maður verður reiður inn í ség.  Og langar til að gera eitthvað stórtækt til að skapa meiri vinnu fyrir fólkið okkar.  Við viljum ekki missa svona margt fólk í burtu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband