Frá Súðavík til Taiwan!

Okkur í Murr þótti nokkuð spennandi þegar við fengum fyrirspurn um vöruna okkar frá Taiwan. Í ljós kom að áhugi þeirra Taiwan búa snýr að heilnæmi Murr og Urr. Í því felst að mikil hræðsla er í Taiwan og víðast í Asíu við fuglaflensu og kúariðu.

Fuglaflensa er dauðans alvara - þó svo að fjölmiðlar hafi ekki lengur úthald að fjalla um veikina - og láta sem hún sé í rénun. Staðreyndin er sú að fuglaflensa er til staðar og fólk er ennþá að deyja úr veikinni.

Ísland er eitt fárra ríkja sem greinist EKKI með fuglaflensu eða kúariðu (Jacob Creutzfeld eða BSE) og þess vegna teljumst við hafa upp á að bjóða mjög mikið dýraheilbrigði.

Murr og Urr er framleitt úr Íslensku hráefni - og sem hægt er að rekja beint á býli. Þetta skapar mikið öryggi fyrir neytendur  - og eigendur gæludýranna. Við hjá Murr látum ekki framleiða fyrir okkur á erlendri grundu undir því yfirskyni að um íslenska vöru sé að ræða - nei við framleiðum al-íslenska vöru úr besta fáanlega hráefni og samkvæmt þörfum dýranna!!

En svo þegar aðilinn í Taiwan ætlaði að senda okkur greiðslu fyrir prufum þá kom í ljós að orðspor íslensku bankanna er í svaðinu og þeim því ráðlagt að senda ekki peninga til Íslands !! Ótrúlegt - en krónurnar fengum við þó og án teljandi vandræða.

Nú er að sjá hvort stjórnvöld nái að snúa við þessari óáran og bæta ímynd okkar og orðspor.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Sæll Tolli, þú ert nú einn af fáum sem stendur undir nafni sem útrásarvíkingur! En átti þetta ekki að vera "Ísland er eitt fárra ríka sem greinist EKKI með fuglaflensu"?

Þið voruð flott í í sjónvarpinu í Vestfjarðarvíkingnum. Góðar kveðjur.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 12.2.2010 kl. 21:26

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jú mikið rétt...auðvitað á að standa EKKI!!

Þorleifur Ágústsson, 13.2.2010 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband