Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Staðið úti á hlaði.

TolliÍ Syðridal er ákaflega fallegt. Ég stóð þar úti á hlaði hjá vini mínum sem þar er bóndi. Það blés norðan kaldi og gekk á með éljum - ekki ósvipað ástatt þar og í pólítíkinni.

Þar blæs hann reyndar meira frá vinstri og að vísu ekki alvega eins kallt, í það minnsta hélt Steingrímur opnunarræðuna húfulaus.

En í sveitinni var nú aðallega verið að spá í búskapinn - Dranga-Kóngur var að sækja hey og við þurftum að koma rúllu á kerru.

Rollurnar verða að fá sitt hey hvað sem stóriðjuframkvæmdum líður - já og vegalagning framhjá æfingahúsi Sigur-rósar og þrátt fyrir að hún Bryndís, sú góða kona, sitji grátandi á skurðarbarmi og Jón þrumi yfir lýðnum.

Ekki var rætt eitt orð um umhverfismál þar sem við stóðum á hlaðinu. Að vísu heyrðist jarm úr útihúsum en ég veit ekkert hvað þar var rætt.

Mikið ósköp held ég að Steingrímur hafi verið búinn að bíða lengi eftir að Íslendingar vöknuðu af þessum væra blundi sakleysingjans sem hefur engar áhyggjur af súru regni eða eyðingu lands.

Reyndar var öllum á Íslandi nákvæmlega sama og er mörgum sjálfsagt enn.

Í það minnsta var umhverfisfræði sem slík ekki til í líffræðinámi við HÍ fyrr en í kringum 1990. Ég held að ég hafi setið eitt af fyrstu námskeiðunum sem kennt var í umhverfisfræði við líffræðiskor HÍ. 

Og þá var ekkert sérstaklega verið að spá í umhverfismál á Íslandi - ég lærði að mig minnir mest um Tjernobyl slysið í Rússlandi - kannski var bara ekkert umhverfi til að fjalla um á Íslandi.

Eða var kannski vandamálið bara það að Steingrímur var ennþá að spá í hvernig best væri að klekkja á kapítalismanum með ræðum um allt aðra hluti og hreinlega ekki búinn að átta sig á því að umhverfismálin eru miklu vinsælli. Miklu líklegri til árangurs í atkvæðaveiðum.

Að vísu voru vinstri grænir til í Þýskalandi á þessum tíma - að mig minnir. Mig minnir líka að þeir hafi verið að spá í þetta súra regn - en við höfum engin tré - ekkert sem súra regnið skilur eftir sig ummerki á. En það er ekkert að marka, þeir búa svo miklu nær kjarnorkunni og kolanámunum - eða bjuggu í það minnsta nær þeim þegar þetta var.

Í dag er þetta allt orðið svo glóbalt - hnattlægt - að okkur kemur svo sannarlega við hvað aðrir gera við skítinn frá sér. Við eigum meira að segja kvóta á formi koltvíildis - eða ónotaðan kvóta. Og menn eru víst eithvað farnir að braska með hann.

Ég vil bara hafa það á hreinu að ég hef ekkert á móti umhverfismálum og vernd almennt - enda um gríðarlega mikilvægan málaflokk að ræða. 

Mér finnst bara skipta máli að sú umræða sé á skynsamlegum nótum - og sé glóbal - hnattlæg. 

Ég hef heldur ekkert á móti dýravernd - er mjög fylgjandi henni.

Mér þótti það bara ekki dýravernd þegar dýraverndunarsinnar brutust inn í dýrageymslurnar hjá okkur við Gautaborgarháskóla og slepptu út kanínum og rottum. Bara af því að þau eiga ekkert að vera í búrum.

Síðan týndum við upp hræin næstu daga - sem lágu á víð og dreif um nærliggjandi hverfi.

Það er ekki dýravernd.

Það verður spennandi að fylgjast með aðdraganda kosninga. Hvað ætla flokkarnir að gera í umhverfismálunum? Snýst ekki umhverfisvernd dálítið mikið um forvarnarstarf?

Er ekki réttast að flokkarnir sameini krafta sína í að finna farveg fyrir umhverfisvernd sem hentar Íslandi og þeim er þar búa? Að við göngum út frá 0 púnkti sem er NÚNA! - Að við horfum fram á veginn í stað þess að skammast yfir því sem þegar er gert.

Eða hvað vill fólkið í landinu? - Ekki veit ég það - mér sýnist fólk í það minnsta styðja bæði hægri og vinstri flokka þrátt fyrir að mér heyrist Steingrímur haldi því fram að hægri flokkar fari ránshendi um landið - ræni Íslendinga náttúrunni - náttúru sem stundum er talað um að við eigum ekkert í - hún sé í eigu komandi kynslóða.

Ég veit það nú ekki allveg - kannski skil ég þetta bara ekki. Ég bý hér núna og veit satt að segja ekkert um hvar ég verð eftir að ég drepst!

Væri ekki rétt að þessir ágætu forystumenn flokkana kæmu sér saman um ákveðin atriði sem skipta okkur íslendinga máli í umhverfismálum - horfi til framtíðar. Komi á þjóðarsátt um málið.

Það er mín skoðun.


Marel, ekki bara Marel!

Ég sat og spjallaði við vinnufélaga minn í gær. Sérfræðimenntaðan vinnufélaga sem starfar EKKI hjá Marel en kemur málið svo sannarlega við - þ.e. uppsögn starfsmanna Marels á Ísafirði. Það er nefninlega svo að eiginmaðurinn starfar hjá Marel. Eða eigum við að segja starfaði...það er jú alltaf dálítið sérstakt að vinna á uppsagnarfresti.

Og málið er nefninlega það að þessi gjörningur Marels er ekkert einkamál þess fyrirtækis - þetta hefur mikið meiri áhrif heldur en bara uppsögn starfsmanna fyrirtækisins - önnur fyrirtæki þar sem makarnir starfa sitja líka í súpunni. Ekki ætlast stjórnendur Marels til þess að fólk taki upp búskaparformið "fjarbúð"?

Það er nefninlega svo - bara þessum ágætu mönnum til fróðleiks - að margfeldi áhrif slíks gjörnings eru gríðarleg, ekki síst í sveitarfélögum þar sem birt er forsíðufrétt í bæjarblaðinu þegar nýtt fólk flytur í bæinn.

Og við vorum að kaupa rándýra vog - framleidda hjá Marel á Ísafirði... löbbuðum bara yfir og ræddum kosti og galla vogarinnar áður en við létum slag standa. Nú er það búið. Ætli ég geti skilað voginni? Í það minnsta vona ég að hún bili ekki því það gæti tekið tímana tvenna að senda vogina suður - í það minnsta ef maður metur fjarlægðina á sama hátt og háu herrarnir fyrir sunnan sem stundum tala um Vestfirði "sem hluta af annarri plánetu...þar þarf enginn að búa - það er svo fjandi langt þangað...í það minnsta fyrir okkur hérna fyrir sunnan...."

Þetta er mín skoðun.Tolli


Fyrirtæki %u2013 Menntun %u2013 Háskólasetur: Möguleikar landsbyggðarinnar.

Í mínum huga felst framtíð landsbyggðarinnar í uppbyggingu þeirra fjölmörgu fyrirtækja og rannsóknastofnana sem starfa á landsbyggðinni. Því miður er staðreyndin sú að þessi fyrirtæki og rannsóknastofnanir eiga oft á tíðum erfitt uppdráttar – einkum og sér í lagi vegna skorts á hæfu starfsfólki, menntuðu starfsfólki sem fær næga atvinnu á höfuðborgarsvæðinu.  En hér komum við einmitt að merg málsins. Hvernig fáum við þetta unga menntafólk út á landsbyggðina í störf sem henta þeirri menntun sem þau stunda og sem skilar sér í vexti landsbyggðarfyrirtækja óháð því hvort búið sé að þvera fjörð eða bora fjall. En áður en lausnin kemur verðum við að spyrja okkur spurninga:
  1. Hverjar eru þarfir fyrirtækja á landsbyggðinni?
  2. Hvernig er hægt að gera landsbyggðina að spennandi kosti fyrir nemendur á háskólastigi?
  3. Hvernig gerum við menntafólki kleift að fara til starfa út á landsbyggðina?
 Lausnin er miklu nær okkur en við höldum og felst einfaldlega í samþættingu ofangreindra þriggja þátta.  Með því að gera þarfagreiningu fyrirtækja á landsbyggðinni, skoða hvar skóinn kreppir og hvað þurfi að gera til að efla þau og markaðssetja er fyrsta skrefið stigið. Annað skrefið væri síðan stigið með því að gera nemendum í ýmsum greinum fjárhagslega mögulegt að flytjast í það minnsta tímabundið út á landsbyggðina og starfa að verkefnum, sem nýtast sem hluti af námi, hjá landbyggðarfyrirtækjum. Og síðasta skrefið væri stigið, og sem reyndar er stigið til hálfs, með því að skapa náms og vinnuaðstöðu á formi háskólasetra í viðkomandi landshluta. Og hér er lausnin:1.      Fyrirtækin gera þarfagreiningu með hjálp t.d. atvinnuþróunarfélags viðkomandi sveitarfélags/landshluta. 2.      Þeir nemendur sem kjósa að gera námsverkefni hjá fyrirtækjum á landsbyggðinni hljóti dvalarstyrk (ekki enn eitt lánið) sem nemur framfærslu skv. reglum LÍN og sem gerir þeim búsetu á landsbyggðinni mögulega og  hefði lítil sem engin áhrif á rekstur viðkomandi fyrirtækis.3.      Náms og vinnuaðstaða ásamt tengslum við leiðbeinanda eða skóla viðkomandi námsmanns yrði Háskólasetrið í landshlutanum. En markmið uppbyggingar háskólasetranna hlýtur að hafa verið til að efla landsbyggðina. Hver borgar svo brúsann? Jú, kostnaður við hvern nema hlýtur að teljast lítill miðað við ávinninginn sem fengist með þessu – ávinning á formi bættra rekstarmöguleika fyrirtækja, sérmenntun nema og ekki síst auknum líkum á því að þeir kjósa að nota þetta tækifæri til að kynnast landsbyggðinni, ílengist eða jafnvel setjist að á viðkomandi stað. Þetta er því landsbyggðarmál sem ætti að vera þverpólitískt og í raun samtarf ríkis og sveitarfélaga sem stofna ættu sérstakan sjóð til úthlutunar í þetta verkefni. Vestfirðir eru ákjósanlegur fyrsta tilraun – eini landshlutinn þar sem stóriðja hefur ekki komið til tals. Tolli

Ánægja Bolvíkinga, atriði úr Amerískri fangelsismynd

TolliÞað er ákaflega ánægjulegt að loks skuli eiga að gera göng milli Bolungarvíkur og umheimsins. Ég er þess fullviss að göngin eigi eftir að skila sínu - vonandi bara í rétta átt.

Mér datt hinsvegar í hug atriði úr Amerískri fangelsismynd þegar ljós var að Sturla ætlaði að láta til skara skríða - og fögnuður Bolvíkinga varð mikill. Það er nefninlega svo að Bolvíkingar eru búnir að bíða og bíða, já bíða og bíða og bíða eftir þessum göngum - sem síðan verða gerð, á stað sem vart er hægt að tala um sem besta kost. En af því að Bolvíkingar eru búnir að bíða svo lengi þá þyggja þeir það sem þeim er fært.

Og hér komum við að fangelsismyndinni - jú, jafnvel harðsvíruðustu og kynvissustu kallarnir fá sér stundum á broddinn á kostnað minni samfanga - ekki af því að þeir séu kynvilltir - nei bara af því að það er næstbesti kosturinn - Besti kosturinn er bara ekkert í boði. Það sama á við um göngin til Bolungarvíkur. 

Það er mín túlkun á stöðunni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband