Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Tiger Woods í alvarlegu bílslysi!

Ég fékk vægt hjartaáfall þegar ég las þessa frétt.....

 


Bráðum koma blessuð jólin!

"Eigum við að ræða það eitthvað".....

Ert þú búin(n) að prufa Murr/Urr fyrir þitt gæludýr? Winkauglýsing í mannlíf


Er kennsla í framhaldsskólum á réttri braut?

Eftirfarandi bréf barst stjórnendum Menntaskólans X á dögunum frá nemanda sem vill

> koma á nýtískulegum kennsluháttum í skólanum:

> Mörgum nemendum finnst kennarar þeirra vera ótrúlega leim og voða

> mikið bara að kenna eitthvað júsless stöff. Allar bækurnar sem eru

> lesnar í íslensku eru t.d. most boring bækur ever sem enginn les nema > einhverjir proffar! Án djóks! Svo tala þeir einhvað fokking fornmál og maður bara VÓ! og skilur ekki rass og svo hrauna þeir bara yfir mann ef maður spyr kannski aftur hvað hafi skeð fyrir einhvern í einhverri sögu!

Kannski ættu kennarar að pæla í því að gleyma gömlu kennsluaðferðunum

sem eru nú ekkert til að hlaupa húrra fyrir og þeir eru búnir að nota

síðan í örlý seventís og fara að öpdeita sig aðeins.

Þeir gætu t.d. komið sér upp kennslusíðum á feisinu og gætu þá addað

nemendum og þá nottla bara þeim sem hafa áhuga. Þá gætu kennararnir

líka tjattað við nemendur og búið til allskonar quiz og test sem

nemendum þætti gaman af í staðinn fyrir að vera alltaf að bögga

nemendur með sjúklega leiðinlegum prófum.

Svo er gegt góð hugmynd að nemendur gætu þá líka alltaf kommentað á

t.d heimanámið því það er ógeðslega fúlt að hafa of mikið að gera eða

verið með reitings á kennsluna og kannski gætu kennarar sem skora hátt fengið hærri laun eða eikkað.

Kennarar gætu líka verið með til dæmis groups um kjörbókarritgerð og

þá gætu þeir bara joinað sem ætluðu að lesa heila bók eða sollis og fá þannig 10% .

Kennaranir gætu líka sett inn events þegar væri að koma próf og sent

nemendum bara invitation þá myndu allir pottþétt vita það. Ekki eins

og núna þegar stundum er ekki einu sinni sagt manni að það sé próf

næsta dag! Kommon!

Svo ef kennarinn sé veikur þá er næs að hann geti bara sett það í

statusinn og nemendur sjá það og bara hjúkket! Frí! Sjitt hvað það

væri osom! 

Svo gætu allir sett inn myndir * bara svona normal myndir * ekkert

djúsí sem kennarinn má ekki sjá ;) og þá er hægt að tagga aðra

nemendur á myndunum og þá væri miklu meira easy skiluru fyrir

kennarann að muna hvað allir heita sko.

Kennarar gætu líka kennt bara online og allir fengu mætingu ef þeir

væru loggaðir inn. Það væri svít. Þá gætu nemendur bara tjillað heima

kannski og dánlódað bara öllu draslinu í tölvurnar eða ipodana sína!

Allavega er aðal issjúið að kennarar átti sig á því að núna eru þeir í tómu tjóni og það sé möst að þeir geri huge breytingar á kennslunni

sko! Sorrý en þeir verða að spá í að þeir eru líka í keppni við allt

hitt stöffið sem nemendur geta skemmt sér við í tölvunum. Það er audda miklu skemmtilegra að spila tölvuleik eða að horfa á eitthvað á

Youtube heldren að hlustá einhvern kennara tala. En whatever...eikkað

er greinilega að og því er skorað á kennara: Reynið að láta nemendunum hlakka til að mæta í tíma til ykkar og þið rúlið!

Luv,

xoxo


Sparaðu pening en fáðu um leið bestu gæðin!

Ef þú átt kött eða smáhund - þá er það ekki spurning - þú ættir að prufa vörurnar frá Murr ehf. Þær eru ekki bara góðar, hollar og íslenskar - þær eru hreinlega ódýrasti kosturinn þegar tillit er tekið til innihalds og dagskammts!

í lyngi

Murr kattamatur er frábært alhliða fóður fyrir ketti - hrein íslensk afurð  - og þá meinum við Íslensk!

  • Murr lúxus lamb kattamatur - íslenskara verður það auðvitað ekki - allt unnið úr afurðum af okkar íslenska sauðfé!
  • Urr smáhundamatur - hér er um frábæra vöru að ræða - mjög hollt fóður fyrir smáhunda! En auðvitað passar það öllum hundum - af öllum stærðum og gerðum - og það þó við tölum um smáhundamat.
  • Svo eru það svínseyrun og nautastangirnar - frábærar fyrir hundinn að naga og sem verðlaun!

Kíkið endilega á heimasíðuna okkar!

Málið er einfalt - við hjá Murr ehf. notum aðeins fullkomið hráefni - ætlað til manneldis!

 


Í minningu um bíóferðir!

Mér finnst gaman að fara í bíó. Fór reyndar ansi oft í bíó í gamladaga. Það var á Akureyri. Á þeim tíma var það ákveðið verkefni að fara í bíó.

Hjá mér var það svona;

"Mamma...ég er að spá í að fara í bíó með Pálma en pabbi er í sveitinni og mig vantar pening". Mamma sótti pening og lét mig hafa - var alltaf að spara og gaf mér bara fyrir bíómiðanum. Mömmur á þessum tíma voru nefnilega í tvöfaldri vinnu - fyrir utan að halda heimili, þvo og eignast börn. Þær annarsvegar sáu um heimilið og hinsvegar sáu um að spara. Pabbarnir voru alltaf í vinnunni og vissu ekkert hvernig heimili störfuðu.

Já...já ok nú vælir einhver. En svona var þetta samt. Mamma og hennar líkar - reyndar ekki allar því sumar fóru beint í hjónaband áður en þær komust í skóla - og enginn kvartaði neitt. þetta var bara svona.

Jæja aftur að mömmu og bíóinu. Auðvitað var það þannig að ég talaði við mömmu í góðan tíma - hafi tíma uppá að hlaupa - áður en bíóið byrjaði og það gæfi pabba séns á að koma heim úr sveitinni - úr vitjun sem er jú í hlutverki héraðsdýralækna.

Og svo kom pabbi heim. Stoppaði Broncoinn á planinu og byrjaði að týna út úr honum töskur og dýralæknadót. Ég beið átekta. Svo segi ég "pabbi.....ég er að fara í bíó en mamma vill ekki leyfa mér að fá nammi í hálfleik"!..já hálfleik..ég sagði það...en á Akureyri hét "hlé" ´...hálfleikur!!!!

Pabbi leit á mig - þreyttur og brosti.  Ég einkasonurinn gat náttúrlega ekki farið í bíó nema með pening með nammi. Og gaukaði að mér mér pening sem dugði sko fyrir meiru en miða!!! jibbíi.

En skammgóður  var varminn.....mamma kom og tók peninginn - rétti mér fyrir poppi og gosi og rak mig af stað.

Ég fór til Pálma glaður í bragði. Sunnudagar voru yndislegir.


Íslendingar - hættið þessu helvítis kjaftæði um siðferði - þetta orð er orðið að orðskrípi í íslenskri tungu!

Það er oft sagt að ekkert skyggi betur á raunveruleg vandamál en svæsin saga af kvennamanni eða djúsí hjónaskilnaði.

Og þar förum við íslendingar auðvitað fremstir í flokki. Erum þjóða fljótust að missa sjónar á því sem skiptir máli og hella okkur yfir það sem engu skiptir - eða að minnsta kosti minna.

Nú galdraði einhver snillingurinn fram sögu af ræfils KSÍ manni sem sofnaði svefni hinna réttlátu á óheppilegum stað - svaf á verðinum og var féflettur. Á erlendum klámstað - þar sem svefndrukkinn rataði inn og féll í mjúkan sófa - rotaður eftir erfið fundahöld íslenskri knattspyrnu til framdráttar!

Og allt varð vitlaust - allir gleymdu því að maðurinn er búinn að greiða allt til baka - og ekki nóg með það - hann viðurkennir að hafa verið á staðnum þótt sofandi verið.

En hvað með hina - hvernig færi ef allir þátttakendur í þessu hruni borguðu nú þó ekki væri nema helming til baka - værum við þá ekki betur stödd? En - nei.... sé reiknað út frá fjárhagslegum skaða þá er ljóst að sá graði sem fylgdi líkamlegum hvötum sínum - náttúrulegum hvötum sem enginn ræður yfir - og sem magnast með hverjum drykk - er búinn að fá skrilljón-margfalda meiri útreið en hinir stóru syndarar þessa lands!

Ég held að við íslendingar ættum að leggja tvö orð á hilluna: 1) siðferði, en það orð skiljum við ekki - kunnum að skrifa það en ekki meira. 2) fyrirgreiðsla, en það orð nota bankarnir þegar þeir lána peninga og blóðmjólka svo lántakann það sem eftir er.

Og svona til að taka þátt í súlustaðaumræðunni - þá man ég hér um árið þegar ég bjó í útlöndum og stundaði nám. Stundum leiddist manni afskaplega og þá sérstaklega þegar maður heyrði í félögum sem skemmtu sér saman og áttu góðar stundir. Eitt kvöld þegar ég sat einn í lítilli stúdentsholu þá hringdi ég í félaga minn - og viti menn hann var staddur niður í Austurstræti ásamt félögum sínum - nánar tiltekið var hann fyrir utan Óðal - þó ekki á leið þar inn - akkúrat þegar ég hringi. Í gríni bið ég hann að rétta dyraverðinum símann - sem hann og gerir. Á þeim tíma rak þennan merka stað maður sem ég kannast við - og sagði ég við dyravörðinn ákveðið að ég væri sá hinn sami - að ég væri í útlöndum og að þessi maður sem rétt hefði símann ætti að fá að fara inn og njóta allra þeirra lystisemda sem staðurinn hefði upp á að bjóða - og ekkert múður - hann væri bissness mógúll! Að vísu gekk félagi minn iðulega í lopapeysu og tréklossum - en hvað um það - þetta var löngu fyrir 2007 þegar menn voru meira svona - "thinker" ekki "doer".

Mínum manni er umsvifalaust svipt inn ásamt félögunum - af vöðvastæltum manni sem í einfeldni sinni og foringjahollustu trúði mér í einu og öllu.

En nóg um það - minn maður sofnaði ekki og kom út með kortið ósnert - ólíkt - öðrum líkamspörtum sem á honum héngu.

Svo - ég segi - sá sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!

 


Hafa skal það sem betur hljómar.....eða var það réttara?

En hvað um það - ég fékk yfirhalningu frá Óla í kaffinu í dag.

Eins gott að ég kom ekki í morgunkaffið - því þá hefði ég lent á milli tveggja elda  - á milli manna sem hvor vænir hinn um að vera ekkert orginal!

Nú. Óli er nefnilega ósáttur við skrif mín í gær og segist fullkomlega orginal. En annað gildi um Sófus sem er það ekki.

Óli er getinn í landi en Sófus á sjó.

Þessu neitaði Sófus og hélt því fram að hann hefði komið undir á Finnbogastöðum í Trékyllisvík! Óli hrakti þetta og sagði foreldra hans hafa verið flutta þaðan tveimur árum fyrir umræddan getnað. "Nú jæja, þá kom ég undir á Skjaldbreið" segir þá Sófus og kreppir hnefann.

"Uss" segir Óli - "ég veit hvernig þetta var"!  "Þú komst undir á sjó - og það var sko ekkert lens - nei vinurinn þú komst undir við einn hnykkinn þegar báturinn barði báruna langt utan við lögsögu Stranda - og hana nú"! "Húnvetningur ertu því með réttu - og til Strandamann skaltu ekki telja þig....nema með samþykki þeirra"!

"Haha... já góði"! hrópar þá Maggút upp yfir sig... "hann Óli lýgur aldrei...það get ég sagt - þó ég hafi ekki hugmynd um það".

Já - nú voru góð ráð dýr hjá ræfils Sófusi - Óli virtist hafa öll tromp á hendi og grunsamlega mikla þekkingu á "undirkomu" Sófusar?! - og... merkilegt nokk ef maður horfir á þá ..hvað þeir eru sterk líkir..æi það er önnur saga.

Já - það var þá eftir allt saman svo að Óli er orginal en Sófus innfluttur.

En nú er sagan rétt - eða réttari skv. Óla. Svo er að sjá hvað Sófus sjálfur hefur um þetta að segja.


Georg Bjarnfreðarson - fyrirmyndin var kennari við Gaggann á Akureyri!

Margir fyrrum nemendur í Gagganum á Akureyri eru búnir að hlægja sig máttlausa yfir Georg Bjarnfreðarsyni - líkt og flestir landsmenn.

En það sem við vitum en ekki þið....er að fyrirmyndin - þe. sá sem í það minnsta útlitið er sótt til - kenndi okkur eðlisfræði og stærðfræði....

Topp maður sá! ...dæmi nú hver fyrir sig!!

Georg Bjarnfreðarson


Ánægjuleg umfjöllun!

Þetta mátti lesa á bb.is í dag!

Auðvitað eigum við að efla íslenskan iðnað!

Mér fannst þetta afskaplega mikilvæg umræða.Við hjá Murr ehf. höfum lagt á það áherslu að við erum íslenskt fyrirtæki - sem hefur það að markmiði að framleiða hágæða vöru úr hreinu íslensku hráefni - hráefni sem við þekkjum og vitum að hægt er að treysta.

Það sem meira er - við höfum mikla þekkingu á viðfangsefninu og því er fullkomlega hægt að treyst því að vörur frá Murr ehf. eru góðar.

Svo er það verðið - þegar gerður er samanburður við aðrar tegundir af t.d. kattamat þá er Murr einfaldlega ódýrari kostur!

Gerðu verðsamanburð  - það er nefnilega svo að þegar þú kaupir Murr - þá ertu að kaupa gæði!

Við segjum því - Eflum íslenskan iðnað - hættum að eyða gjaldeyri í vitleysu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband