Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Af óskiljanlegu.....

Af hverju er Framsóknarflokkurinn vettvangur fyrir bjálfa í pólítík - nægir þar að nefna félagana sem "komu út úr fataskápnum"....

Af hverju er verið að telja Íslensku þjóðinni trú um að við séum betri en við erum í handbolta....

Fyrir hvað stendur Margrét Sverrisdóttir í borgarstjórn.....

...eða Ólafur Magnússon verðandi borgarstjóri.....

.....hvar eru öll störfin tuttugogeitthvað sem áttu að koma Vestur skv. skýrslunni frægu.....

......forseta embættið....er það óháð og án staðsetningar......

.....hvað verður um alla milljarðana sem hverfa þegar gengi hlutabréfa fellur.......

....hvað verður um aukadaginn í hlaupári.....

......metnaðarleysið í Þorsteini Davíðssyni að nenna að vera dómari á Akureyri ungur maðurinn....

....Hvað gerir Geysir Green Energy.....

já maður spyr sig?


Björn Ingi heldur ruglinu áfram....

Á Visi.is má lesa:

"Björn Ingi Hrafnsson og neitaði því aðspurður að hann hefði gefið umrætt fé til kaupa á fötum upp til skatts: „Þetta eru það litlar upphæðir. "....Jú, þetta var ekki nema u.þ.b. 1,2 milljónir.....

Hvað eru það margra mánaða laun hjá þeim er lægst hafa launin...? Og þarf það fólk ekki að borga skatta.....???

Björn Ingi - hættu nú.


Í Brussel er stytta af litlum strák sem er að pissa. Í Reykjavík er lítill Framsóknarmaður sem sífellt er tárvotur.

Björn Ingi gengur í Boss - ekkert slor - það sáum við á reikningum upp á aðra milljón... og sem voru undirritaðir af Birni Inga. Og borgar ekki krónu. Já, ég er viss um að þeir sem stofnuðu Framsóknarflokkinn snúa sér í marga hringi í gröfum sínum yfir framgangi Björns Inga.

Já - óheilindi segir "Tjarnarkvartettinn". Jamm og jæja. Þeir kannast auðvitað ekki við neitt slíkt - og allra síst litli framsóknarpésinn sem hótaði að hætta......

Er ekki bara málið einfalt - borgarbúar vildu fá "álit annars læknis" á stöðu mála í borginni.

En Björn Ingi - borgaðu til baka fötin og segðu af þér sem borgarfulltrúi - þú ert bara hlægilegur!!


Er Björn Ingi "leynivopnið" hans Alfreðs Gísla...?

Öll kurl eru að koma til grafar.....

"Stungurnar" eru baneitraðar.....lúmsk skotin þekkt....

Já nú er það ljóst - Björn Ingi er "leynivopnið".....

Áfram Ísland!!


Og koma svo strákar...þetta er ekki búið....ÁFRAM ÍSLAND...

Ég skrifaði blogg færslu áðan - og sú var sko ekki svona jákvæð ...nei ég fann Alfreð og strákunum allt til foráttu....blót og bölv...ragn og röfl.

Þá leit ég út um gluggann. Yndislegt veður - ný fallinn snjór og fjöllin brosa í birtunni!

Yfir hverju hefur maður að kvarta á svona degi....

 Áfram Ísland....


Kolruglaður Tom Cruise.....blaðrandi um vísindakirkjuna....

Hér er myndband með Tom Cruise blaðrandi um vísindakirkjuna - og sá er haugruglaður!!

 


Góður vinur minn Bobby Fischer látinn. En við látum ekki deigan síga - tökum fleiri uppá arminn!

Vinskapur okkar Bobbís var nú líklega eins og vinskapur hans við þorra Íslendinga - svona bara í aðra áttina. Hann þekkti mig ekki neitt og vissi ekkert að ég væri til en ég þekkti hann - hann var Íslandsvinur.

Við Íslendingar höfum verið nokkuð duglegir að taka okkur vini og koma á þá íslenskum ríkisborgararétti.

En út frá viðskiptalegu sjónarhorni er þetta auðvitað taprekstur. Við fáum ekkert í staðinn - dúndrandi gjaldþrot.

Ég get nefnt dæmi úr íþróttaheiminum: Dúrananó sem kom frá kúbu - Alfreð Gísla fékka'nn til KA og í landsliðið - þar lék hann nokkra áhugaverða leiki, þakkaði fyrir sig og er horfinn. Týndur sonur. Gufaður upp.

Ég get nefnt dæmi úr menntaheiminum "hjálpum til náms..": Tengdadóttir ráðherra fær ríkisborgararétt á mettíma til að komast í nám í útlöndum. Búmm. Horfin.

Hingað og ekki lengra segi ég.

Förum út í alvöru bisness - græðum á þessari "góðmennsku" og rukkum fyrir greiðann. Seljum ríkisborgararéttinn dýrum dómum til þeirra sem nenna ekki að bíða og eiga monnípening.

Og ekki er úr vegi að slá tvær flugur í einu höggi - taka við liði sem aðrir vilja losna við - t.d. gamla einræðisherra.......OJ Simpson er víst á lausu - hann gæti innleitt "amerískan fótbolta".....

nú eða....handboltamenn sem eitthvað geta og endast nokkrar keppnir..... það gerðu Spánverjar með góðum árangri.

 


”Oprah sparkar dr Phil” - búin að fóg af bullinu.....

 philoprah_518510w

Já kellingin er búin að fá nóg af þvaðrinu í Dr. Phil - sem til að reyna að hífa upp áhorfendatölur tók á það sjúka ráð að reyna að plata Britney Spears í þáttinn. Hann ku nefnilega ekki vera neitt rosa vinsæll í USA...þó svo að kellingarnar hér sitji stjarfar yfir honum.....

Þá var miss diet nóg boðið - og ætlar að reka hann sjálf!!

Jamm ekkert múður við kerlinguna atarna.

http://www.aftonbladet.se/nojesliv/article1644950.ab


"Sýnd veiði ekki gefin" sagði Alfreð og montaði sig af "leynivopni" gegn Svíum.......

Já - það hefur aldrei vantað yfirlýsingarnar.....

 


mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getuleysið á heimsmælikvarða - Alfreð Gíslason greinilega með liðið á "réttri" leið...

Ég hugga mig við að vera fluttur heim frá Svíþjóð og þurfa ekki að sitja undir háðsglósum í kaffinu á morgun!!

Alfreð minn...við hvað vinnur þú nákvæmlega?

.....eitthvað allt annað en handboltaþjálfun hlýtur að vera......

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband