Margt gerist í hundaheimum....

Ég fékk áhugaverðan tölvupóst frá hundeiganda - og sem hafði greinilega lesið um nýju vöruna okkar sem kemur vonandi í verslanir strax í næstu viku - en framleiðsla hefst uppúr helgi.

En hvað um það - hér er um frábært fóður fyrir hunda að ræða og hentar vel fyrir smáhundana - enda köllum við það smáhundamat... URR SMÁHUNDAMAT

En þó það séu upplýsingar á umbúðum fyrir hunda upp að 8 kg þá má auðvitað gefa þessum stóru það líka - enda um hollan og góðan mat að ræða. Border collie tíkin mín elskar þetta líkt og chiahuahua rakkinn minn!

 En kíkið endilega á þessa umræðu um nafnið URR.... sem er jú tilvísun í hund líkt og Murr í kött Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

URRR eða MURRR,  mætti vera MÖÖÖ mín vegna.  En ég ætla að prufa þetta nýja fóður, því minn smáhundur er ekkert hrifinn af þurrfóðri. Eiginlega er hundleiðinlegt að gefa honum það, því mér líður alltaf eins og ég sé að svelta hann.

Kannski URR komi honum á bragðið. Hvar fæ ég þetta?

Gangi ykkur sem best með þetta.

S. Lúther Gestsson, 3.9.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæll -

Urr kemur vonandi í verslanir í næstu viku - þú sérð á heimasíðunni okkar hvar við seljum - Bónus er okkar aðal söluaðili. En fullt af öðrum verslunum er með okkar vörur - Krónan - Samkaup - Nettó - 10/11 - Hagkaup og fl.

kv,

Þorleifur Ágústsson, 3.9.2009 kl. 17:29

3 identicon

Hef búið erlendis nú til margra ára en hef enn áhuga á íslensku og þá sérstaklega nýyrðum. 

Hef áhuga á að heyra íslensku heitin á hundategundunum þínum "border collie" og "chiahuahua". 

 Takk fyrir og með von um góða sölu!

Snorri (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Já Snorri.....íslensku heitin..... Erum við ekki bara að tala um "landvörðinn" og "kuskið"...en einhver gerðist svo óforskammaður að kalla Bósa minn (chiahuahua) "kusk á ólarenda"....og við Bósi móðguðumst báðir...enda á sitthvorum enda ólarinnar..

Reyndar er það merkilegt að Borderinn er ræktaður fram sem fjárhundur - skoskur fjárhundur, en enginn veit til hvers sá litli var ræktaður... áhugavert væri að vita hvort einhver hefur upplýsingar um það.

Þorleifur Ágústsson, 3.9.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband