Feisbókin drap í mér karlmanninn - að einhverjum hundraðshluta.

Hjá Murr efh. í Súðavík starfa bara kvenmenn. Ekki konur - heldur kvenmenn. Segja þær sjálfar. Og svo gerist það að ég fer á feisbókina og tek eitt af þeim fjölmörgu prófum sem þar eru á sveimi. Ég tók prófið - hversu mikill karlmaður ertu.

Kannski má segja að það sem slíkt ætti það ekki að valda mér áhyggjum. Þyki þokkalega kynvís og mér vex skegg - að mestu leyti í það minnsta.

En svo kemur í ljós að í mér blundar kerling ein - sem prófið á feisbókinni mat til einhverra prósenta. Og þau prósent eru auðvitað á kostnað karlmennskunnar. Og nú eru góð ráð dýr. Ekki þori ég með nokkru móti að segja mömmu frá þessu enda gladdist hún mjög þegar ég fæddist - loksins kom drengur eftir þrjár systur - og skil ég hana vel. Hvað þá að ég þori að segja öldruðum föður mínum þetta sem alinn er upp í Hrísey og í þá daga var kynvilla ekki til.

En ég er ekkert endilega að segja að ég sé einhver kerling - nei ég er bara svona mjúkur maður. Hlusta á Cold Play sem þykir víst dulítið hinsegin skv. feisbókinni og hef gaman af þáttunum um húsmæðurnar í öngum sínum - og á það meira að segja til að fella tár yfir extreme makeover - home edition.

Og viðurkenni það.

En - ég þarf að horfast í augu við kvenmennina hjá Murr á hverjum degi - sem brosa og biðja mig að færa mig í hvert sinn sem þarf að lyfta þungum hlut.

Já fjandans feisbókin er búin að drepa í mér karlmennskuna - svona að vissu leyti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband