Vissir þú þetta um ketti?

Að kettir eru sérhæfðar kjötætur - sem þýðir að meltingarkerfið hjá þeim er sérhannað til að melta prótein! 

 

Megin hlutar meltingarkerfisins eru:

Beittar tennur sem rífa bráðina og tæta.

Hafa ekki sérstök niðurbrotsefni í munnvatninu líkt og t.d. við og hundar - vegna þess að kisum er ekki eðlilegt að borða kolvetni. 

Ensím til að brjóta niður sterkju eru af mjög skornum skammti - einfaldlega af því að kisum er ekki eðlilegt að borða kolvetnaríkan mat! Hjá okkur og hundum framleiðir brisið slík ensím.

Kisur hafa öðruvísi bragðlauka - þær nema ekki sætubragð - og eru því mjög ólíkar okkur og hundum - þ.e. "engar sykurtennur" 

Mjög stuttur meltingarvegur þýðir að fæða meltist hratt - og því mikilvægt fyrir kisu að velja sér rétt fæði. 

Lifrin hjá kisu getur ekki geymt sykrur líkt og hjá okkur og hundum - og því er hætta á að lifrarskemmdir geti átt sér stað ef maturinn er ekki rétt samsettur. 

Niðurbrot næringarefna er stjórnað af magni próteins sem étið er - en þetta þýðir að hjá kisum er það ekki sykurmagn í blóði sem stýrir losun insulins - heldur styrkur próteina. Passa verður því upp á að kisa fá góð prótein.

Eru ekki hrifnar af "gömlum" mat - þetta þekkja allir kattareigendur - kisa er vandlát og vill fá "ferskan" mat. 

Eru ótrúlega vandlátar og láta ekki bjóða sér neitt minna en það ferskasta og besta - þetta ræðst að stórum hluta vegna mjög næms lyktarskyns.

Kattarskíturinn inniheldur yfirleitt lykt sem kisa gefur frá sér sjálf og hefur ekkert með matinn að gera - þetta gera kisurnar til að merkja sér svæði - það er kirtill við endaþarmsopið sem gefur frá sér þessa lykt.

Já kisa er merkilegt dýr sem okkur ber að hugsa vel um. Þetta vitum við hjá Murr og hönnum fóðrið með þetta að leiðarljósi.

NÚ FÆST MURR KATTAMATUR Í VERSLUNUM BÓNUSS - SAMKAUPA - NETTÓ - 10/11 OG VÍÐA Á LANDSBYGGÐINNI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Niðurstaðan er s.s. sú að margt er líkt með mönnum og hundum og best að hundskast til að kaupa Murr handa kisu

Þór Ludwig Stiefel TORA, 7.7.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband