Válegir atburðir fyrir Vestan - allir liggja undir grun.

Fyrst var það sjóðvélin. Í skjóli nætur braust hann inn - þjófurinn sá. Í gegnum stálhurðina komst hann - braut upp lás sem hafði dugað um árabil. Hann vissi hvar Bragi geymdi gríðarlega fjármuni í gömlum og beygluðum vindlakassa - inni á kontór. Um það var Bragi viss. Atvinnumenn hér að verki og ekki ólíklegt að sjálf mafían stjórni atgerðum.

Og nú var það Maggi Jóns. Á bjartri sumarnótt lá hann við bryggju - tilbúinn til veiða og karlarnir búnir að gera klárt. Enginn, enginn átti von á slíkri uppákomu. Um vor. Á bjartri sumarnóttu. Allt tekið sem verðmæti var í. Önglar. Línur. Veiðarfæri. Bragi og Elli Bússa voru búnir að eyða ófáum stundum í að gera klárt. Eyða kvöldum og helgum um borð í Magga Jóns við að gera klárt. Allt farið. Líklegast má teljast hrein heppni að þeir hafi ekki verið um borð. Þeir hefðu verið teknir. Fluttir af mafíunni til fjarlægra landa og krafist lausnargjalds. Tveir fyrir einn hefði samningurinn hljóðað uppá - enda báðir nokkuð við aldur - og kreppa í heiminum.

Bíræfnir þessir þjófar. Og svo leggjast þeir á eina sort líkt og illa upp alinn veislugestur í fermingaveislu. Stela bara frá Braga.

En kannski er það ekki skrítið. Allir vita jú að Bragi er gull af manni - ríkur mjög.

En hver er þessi þjófur?

Allir liggja undir grun. Allir. Og nú er stemningin þung á kaffistofunni. Menn horfa í gaupnir sér - enginn þorir að horfa framan í Braga sem pírir augun svo manni svíður undan.

Er það tilviljun að Óli frá Gjögri er búinn að fara norður í tvígang síðan þetta gerðist. Og nú í seinn skiptið að gera klárt! ´

Í það minnsta er Magnús ekki í vafa. Helvítið hann Óli frá Gjögri. Og svo botnar hann "hann gerði það - þó ég hafi ekki hugmynd um það".

Já - það eru válegir atburðir að eiga sér stað í bæ fyrir vestan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Er þetta ekki bara fyrstu 5 % af fyrningunni. Það sem að vinstri flokkarnir ætla að ræna af Braga á næstu árum er mun verðmætara en krókar og línur.

Ingólfur H Þorleifsson, 10.6.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband