Það er gott að vera hluti af þjóðfélagi sem hefur heilbrigðiskerfi sem virkar.

Ekki hefur maður óskað nokkrum að þurfa að horfa upp á alvarleg veikindi barna sinna. Og auðvitað hefur maður aldrei nokkur tíma gert ráð fyrir að þurfa sjálfur að standa í þeim sporum. En svo getur hent og nú er það svo að fóstursonur minn greindist með sykursýki.

Við slíkar aðstæður verður manni ljóst hve dýrmætt það er að hafa heilbrigðiskerfi sem aðstoðar mann og í raun tekur mann upp á sína arma. Það er nefnilega svo að við veikindi barna sinna þá finnst manni ekkert mega vera slakara en fullkomið - og ég fullyrði hér og nú að Barnaspítali Hringsins er stofnun sem við Íslendingar getum og eigum að vera stolt af.

Í heilbrigðiskerfinu má ekki skera niður - það má ekki taka af okkur þetta öryggi - það má ekki skapa óvissu um afdrif þegar erfiðleikar steðja að.

Ég held að við ættum að hafa það í huga þegar við dæmum verk okkar pólitíkusa á morgun.

 Ég kæri mig ekki um að tími "ríkislyfja" komi aftur - líkt og mér sýnis Ögmundur nokkur Vinstri Grænn sé að reyna að koma á.

Nei takk. Mín börn og þín eiga ekkert minna en það besta skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú tekur 18 miljón króna lán þá þarftu að borga það 17 falt til baka hér á landi, en rétt rúmlega einu sinni til baka í evru landi. Vaxtalækkunin sem þjóðin fær við inngöngu í ESB, bæði fjölskyldur og fyrirtæki, yrði 228 þúsund miljónir, já 228 miljarðar króna á ári hverju. Vextir á lánum gætu farið niður í 3% og lánið lækkar við hverja borgun við hver mánaðarmót. En ef þú hefur efni á að borga 18 miljón króna lánið 300 falt til baka, þá kýstu einhvern sem er á móti ESB. En ég veit alveg hvað ég ætla að gera, ég ætla kjósa með sjálfum mér og fjölskyldu minni, ég ætla kjósa Samfylkinguna. X-S

Valsól (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir góðan pistil Þorleifur!

Þú hefur verið heppinn með fosturbarn þitt og góða lækna.

Mér finnst ég ekki alveg vera eins heppin með heilbrigðiskerfið á Íslandi. 2 sikyni mín dóu vegna læknamistaka og svo móðír mín. Enn ég tek það fram að þetta voru raunverulega mistök sem læknarnir sjálfir viðurkenndu. Það má ekki skera neitt niður í heilbrigðiskerfinu, frékar tvöfalda það og endurskipuleggja.

Valsól! Hvers vegna viltu sela landið í hendur annars ríkis? Og hvaðan koma þessar fáránlegu tölur sem þú ert að koma með?

ESB gefur ekkert, bara tekur. Svo er búið að að kæra forystumenn Samfylkingarinnar fyrir landráð. Samfylkinginn er bófaflokkur í mínum augum.

Óskar Arnórsson, 25.4.2009 kl. 08:29

3 identicon

Frábær pistill og vel gerður!...já nákvæmlvega valsol, hvaðan hefurðu þessar geggjuðu tölur?

Kristin Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:42

4 Smámynd: Púkinn

Það væri mjög gott ef hér á Íslandi væri heilbrigðiskerfi sem virkaði.  Þá hefði tengdafaðir minn t.d. ekki þurft að eyða síðasta áratugnum sem hann lifði þjakaður af verkjum vegna þess að hann komst ekki að á mjaðmaaðgerðabiðlistanum.  Já, og þá væri systir mín sennilega á lífi í dag.

Það væri líka gaman ef heilbrigðiskerfið hér væri svo gott að ráðamenn þjóðarinnar myndu nýta það sjálfir þegar eitthvað alvarlegt þjakar þá, í stað þess að fara erlendis.

Púkinn, 25.4.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband