Fjórðungi bregður til fósturs.

Um aldir hafa Íslendingar leyst vandamál með þögninni. Að ræða málin hefur ekkert verið nein lausn á málum og niðurstaðan verið sú að ef maður þegir nógu lengi þá hverfi vandamálin.

Þeir sem vildu ræða málin og gerðust jafnvel svo djarfir að fara í nám til að læra ýmiskonar tjáskipti og sjálfshjálp - þeir voru stimplaðir furðufuglar - stjórnleysingjar og þaðan af verra. Maður átti bara að halda kjafti og þá væri málið leyst.

Sem betur fer virðast börnin okkar og stór hluti minnar kynslóðar vera farin að opna sig - ræða málin og jafnvel leita lausna. Hætt að halda kjafti og jafnvel farin að tala upphátt um vandamálin - og nú síðast hreinlega hrópa á torgum. 

En því miður er uppeldið ennþá stór hluti af svipgerðinni eða eins og segir í Njálu "fjórðungi bregður til fósturs".

Þetta eru gömul sannindi og ný sem svo afdráttarlaust hafa sést í styrkjaveitingum glæponanna til Sjálfstæðisflokks. Enginn kannast við neitt - sópa átti undir teppi og halda kjafti. Það er nefnilega svo að enginn Íslenskur stjórnmálaflokkur byggir eins mikið á gömlum hefðum og Sjálfstæðisflokkurinn og hollusta við hefðir og foringjann hafa svo sannarlega komið í ljós í aðdraganda bankahruns.

Og litlu strákarnir sem langar svo ósköp að ná langt - þeir gera eins og þeim er kennt - halda kjafti og segja barasta ekki neitt. Reyna svo að bjarga sér sem best getur þegar allt er afhjúpað. Hinir eldri skýla sér á bak við minnisleysi og veikindi - og það að þeir séu hættir.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ná að krafla sig upp úr haughúsinu þá þurfa þeir hjálp sem heitir heiðarleiki - opin umræða og siðferði.

Og hinir flokkarnir eru ekki undanskildir slíkri björgun heldur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Ætli silfurskeið formannsins sé nægilega stór til að moka haughúsið? Kannski varaformaðurinn geti hjálpað til með kjaftinum?

Bjarni G. P. Hjarðar, 10.4.2009 kl. 17:13

2 Smámynd: TARA

Jamm...þögn er sama og samþykki...var ekki alltaf sagt svo hér áður fyrr...

TARA, 11.4.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband