Quislingarnir íslensku.

Ég held að vorið sé komið - eða ég held að sumir haldi það.....Og það merki ég nú ekki á blessaðri náttúrunni - nei hún er söm við sig og frosin föst. Ég merki það á vorboðunum - kvótakóngunum sem seldu og koma heim kaffibrúnir og sællegir eftir vetrarlanga dvöl á golfvöllum suðurlanda. Ég mætti einum slíkum í matvörubúð um daginn sem skildi fólkið sitt svonefnda eftir atvinnulaust á eyrinni. Úti stóð jeppinn í gangi og hélt hitanum - það vill kólna leðrið í þessu frosti og viðkvæmir afturendarnir eru orðnir viðkvæmir eftir setuna í helga steininum.

Já. Lóan er komin í frí - lófarnir loðnu teknir við. En kannski á maður bara að hrósa þeim sem koma þó heim - kaupa sér varning í heimabyggðinni gömlu. 

Því að flestir þessara kóna eru landflótta - eru fastir í auðæfum og fagurgalanum í útlöndunum. Læstir inni í lúxusíbúðum sem flestar eru dýrari en heilu hverfin í heimahögunum. Eru svona Quislingar nútímans - sviku land og þjóð og flúðu - að vísu bara í næsta nágrenni - ekki til suður Ameríku líkt og þeir sem lögðu lönd í rúst í síðari heimstyrjöldinni. 

En ólíkt andspyrnuhreyfingunni Norsku - þá virðist ekki vera nokkur áhugi að ná fram hefndum - ekki refsa - ekki leita réttlætis. Nei þessir menn fá að ganga frjálsir - og eyða þeim peningum sem þeir stálu frá landinu og þjóðinni sem ól þá - þeir voru að virðist búnir að greiða tryggingu í flokkskerfið.

Við Íslendingar erum nefnilega á byrjunarreit í þessum málum - og sem bersýnilega kemur í ljós þegar bókhald D er skoðað - bókhald sem komið var réttu megin við núllið með hjálp glæpasamtakkanna FL Grúpp og Landsbankans. 

Og auðvitað kannast enginn neitt við neitt - skyndilega var bara kominn monnýpeningur inn á reikninginn og hókus pókus skyndilega láku frumvörpin um REI og ræ í gegn líkt og laxeraðar hægðir. Ógeðið hreinlega lak af hverju strái - og var kallað smjör til fegrunar.

Já vorboðarnir eru komnir - en vetur mun því miður ekki slaka á klónni fyrr en hreinsað verður til í ranni þessara glæpamanna.

Þessara Quislingar.

(http://en.wikipedia.org/wiki/Vidkun_Quisling)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Þannig að það vorar seint á Fróni?

Jón Arnar, 9.4.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Quislingar er flott nafn á svikarana, sem arðrændu þjóðina.  Og lifa eins og kóngar í útlandinu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2009 kl. 01:55

3 identicon

Svo lengi sem fòlkid flykkist ì Bònus, Nòatùn, Hagkaup og eiga vidskifti vid Quislingana ad ødru leyti, er èg hræddur um ad vorid komi seint........ Hvad vard um "Bùsàhaldabyltinguna" ?? Hùn hefur ekki akkùrat beint sèr gegn Quislingunum.

Snæbjørn Bjørnsson Birnir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 08:30

4 identicon

Takk fyrir góðan pistil.  Þú hefur sennilega hér með breytt sýn minni á vorboðana um aldir og ævi ;-)

Ps. Verð líka að taka undir með Snæbirni hér að ofan.

ase (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:38

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Snarpur pistill.

Sigurjón Þórðarson, 9.4.2009 kl. 10:51

6 identicon

Frábær pistil !!!. Það  varla er von á viti úr vitlausum hausum. Göngum hreint til verks (réttara mun reyndar vera til verka). Þessi slagorð sjálfstæðismanna eru djörf, hreinskilin og mjög vel viðeigandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú  aldeilis gengið hreint til verka í sinni stjórnartíð.

Hann hefur ekkert skilið eftir sig, vandlega sópað öllu upp í einn haug og efst á haugnum situr örnin.

Um þetta verklag þeirra mun eflaust verða rætt og ritað lengi vel. Gæti t.d. orðið fyrirtaks rannsóknarefni fyrir fuglafræðinga sem endað gæti í þykkri myndskreyttri bók um ránfugla, hræfugla, vargfugla,vaðfugla,háðfugla, spéfugla síðast  en ekki síst söngfugla og fagurgala sem suma hverja ætti að banna í útvarpi en varla er það hægt í landi þar sem málfrelsi ríkir.

 

Gleðilega Páska

 

Vilhelmína H. Guðmundsdóttir

Villa (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:22

7 identicon

Á vefsíðunni
http://einu-sinni-voru-sjallar.blogspot.com/
verður safnað saman sögum um Sjálfstæðisflokkinn. Öllum er frjálst að setja inn efni (comment), undir fullu nafni eða dulnefni, skiptir ekki máli. Aðalmálið er að fá sögurnar. Hvernig flokkurinn hefur byggt upp veldi sitt og lagt undir sig heilt þjóðfélag.
http://einu-sinni-voru-sjallar.blogspot.com/

Rósa (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 12:10

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Flott grein hjá þér Tolli.

Ársællinn minn ritaði Q grein um einn ónefndan ráðherra.

Kv, Níels.

http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/928

Níels A. Ársælsson., 9.4.2009 kl. 13:43

9 identicon

Þakka þér fyrir þetta Tolli. Þú hefur næmt auga fyrir þeirri spillingu og græðgi sem viðgegnst í þessu þjóðfélagi.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:05

10 identicon

Takk fyrir

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:02

11 identicon

Sæll Þorleifur snarpur og góður pstill hjá þér

Að skila  á þávirði, verðtrygging sett á 0,  gott mál!!

Það fór illa að bókhaldið hjá FL Grub skildi lenda hjá vondu fólki, en svona er þetta því miður  aldrei að vita hver er vinur raun og hvar óvinur situr í fleti fyrir.

Að skila illa fengnum styrk hvort heldur er á þávirði  eða á núvirði er beinlínis hlægilegt, Svona eins og prakkarastrákar færu inn í rófugarð og stælu sér rófum, væru staðnir að verki og yrðu af fengnum.

HK.

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 10:52

12 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Fínn pistill og afar góð lýsing á þessari tegund sem við köllum einu nafni Sægreifa eð Kvótakónga. Menn eru svo uppteknir af öllum hinum skepnuskapnum að upphafið að froðunni, veðsetning auðlindarinnar og tilheyrandi peningaprentun gleymist meira að segja...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.4.2009 kl. 11:52

13 identicon

Frábært pistill Þorleifur.

Jón Árnason (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:34

14 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ef ekki á að versla í Bónus, Hagkaup, 10 - 11, Nóatúni/Krónunni, Þá eru Samkaup/Nettó eftir. Ef ekki á að fljúga með Icelandair, þá er bara um Iceland Express að ræða og hugsanlega SAS.

Það er vandlifað í þessum heimi.

Sverrir Einarsson, 10.4.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband