Veitti Guðni Ágústsson landbúnaðinum náðarhöggið?

Eitt af því vitlausara sem Guðni Ágústsson gerði var að sameina Rannsóknastofnun Landbúnaðarins Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Það vita allir sem til þekkja að á RALA hafa um áratugaskeið verið unnar mikilvægar rannsóknir í íslenskum landbúnaði - rannsóknir sem iðnaðurinn hefur styrkt og notið góðs af. Hugmyndin var líklegast sú að efla menntun á sviði landbúnaðar - að með því móti væri náminu bjargað á kostnað rannsókna. Það er jú staðreynd að kennsla er dýr og því myndi sá hluti taka sinn skerf af fjármagni - sem annars myndi nýtast í rannsóknir.

Og hver er staðan í dag? Jú, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er í fjárhagskröggum - talað um að sameina við Háskólann á Hólum...Hí eða hvorutveggja .... og hvað gerist þá....Jú, landbúnaðurinn á ekki lengur neina rannsóknastöð - engar rannsóknir sem landbúnaðurinn hefur yfir að ráða!

Já - segja má að Guðni hafi veitt landbúnaðinum afar þungt högg og nú er að sjá hvort íslenskur landbúnaður er búinn að vera.

Í það minnsta hefur íslenskur landbúnaður ekki lengur rannsóknarstofnun á sínum snærum - og það er ákaflega alvarlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband