Sefur þú vært á dúnkodda - dúnn sem plokkaður er af lifandi gæsum! Íll meðferð dýra afhjúpuð !!

Á stundum sýnir maðurinn af sér viðbjóð og vonsku. Ástæðan er oftar en ekki græðgi - og nú er enn einu sinni búið að afhjúpa illa meðferð á dýrum til að auka gróða fyrirtækja.

Það sem er kannski óhuggulegast er að afurðin er ætluð til að við mannfólkið - böðlarnir - fáum betri nætursvefn!!

Ógeðfellt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Þetta er ógeðslegt.

Slæmt að svona framferði er ástæðan fyrir að við getum ekki flutt æðardún frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þeir halda þessar aðferðir séu framkvæmdar hér.

Jón Finnbogason, 1.2.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þetta er ljótt að sjá. Gott samt að þú bendir á þetta. Það virðast engin takmörk vera fyrir því hve mannskepnan getur gengið langt. Barna- og dýraníðinga ætti að útskúfa úr mannlegu samfélagi.

Sigurður Sveinsson, 1.2.2009 kl. 18:40

3 identicon

Þetta er hræðilegt!

Júlíana (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:24

4 identicon

mér finnst nú að fólk ætti að einbeita sér að því að koma í veg fyrir ofbeldi á mannfólki og ekki vera að pæla í einhverjum dýrum

ari (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 10:50

5 identicon

Án þess að réttlæta þetta á nokkurn hátt þá mynna þessar aðferði mig töluvert á það þegar verið er að rýja fé hér heima á Íslandi, nema hvað að þarna sást ekkert blóð.

Tumi Þór (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:04

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Horfði á myndbandið, var það ekki tekið með falinni myndavél. Þetta er algjör hryllingur og hver eru næstu skref, þegar komin er sönnun fyrir þessum ódæðisverkum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.2.2009 kl. 12:34

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var sýnd mynd af þessu í fréttunum í kvöld. Hreint ógeðslegt !

Rúmfatalagerinn á Íslandi selur fiðursængur og kodda frá þessum skepnum, í gegnum danskan aðila.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband