Deginum ljósara að Geir telur D-ið í XD standi fyrir Davíð - og því geti hann ekki og þori að segja honum upp!

Enda verður ekki annað sagt eftir að hafa lesið þessi skilyrði að þau séu skynsamleg.

og hana nú.


mbl.is Samfylkingin setti tíu skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Ingibjörg vissi alveg hvað hún var að gera þegar hún setti þetta fram. Vissi að stjórnin myndi springa og hún myndi taka af Geir ómakið við að reka Davíð. Mér finnast þetta sanngjarnar kröfur og fái ég eitthvað að gera í minni vinnu mun ég með ánægju borga í viðlagagjald á meðan viðreisn stendur yfir.

Birna M, 27.1.2009 kl. 08:32

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Vantar ekki þarna inn kröfuna um forsætisráðuneytið. Það var það eina sem ekki var hægt að ganga að. Þetta veist þú Tolli og átt ekki að vera að snúa útúr einföldum hlutum.

Okkur sem lesum bloggið þitt er fyrir löngu ljós hrifning þín á Davíð Oddssyni.

Ingólfur H Þorleifsson, 27.1.2009 kl. 09:15

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

xD losaði sig við x-ið.

Villi Asgeirsson, 27.1.2009 kl. 09:29

4 identicon

Ingólfur: Hvergi hef ég séð koma fram að forsætisráðuneytisstóllinn hafi verið það eina sem Geir vildi ekki láta af hendi. Sjálfur sagði hann það hafa verið það helsta. Þráspurður hefur hann enn ekki sagst vera reiðubúinn að taka til í Seðlabankanum, svo það er eðlileg ályktun að skilyrði 3 á þessum lista hafi (einnig) staðið í vegi fyrir samkomulagi.

Arndís (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:47

5 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þetta er skásta samsæriskenning um ástandið í Sjálfstæðisflokknum sem ég hef heyrt hingað til.  Vonandi er hún bara rétt.

Varðandi forsætisráðherra þá treysti ég Jóhönnu betur en Geir.  Ég verð nú bara að segja alveg eins og er.

Gunnar Þórðarson, 27.1.2009 kl. 10:01

6 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Það er í raun búið að staðfesta það (sjá dv.is í dag) að Geir var fyrst og fremst að verja Davíð - var að reyna að tefja málið.

Ég segi nú ekki annað en að Davíð er veikari en ég hélt - og meðvirknin á hærra stigi hjá flokksfélögum hans en ég hélt....

Þorleifur Ágústsson, 27.1.2009 kl. 10:26

7 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Já já Þú ert þá einn um að taka mark á DV. Meiri sorpblaðamennska þekkist varla á byggðu bóli. Ef þú hefur ekkert haldbærara en það þá er best hjá þér að segja bara sögur af Óla á Gjögri og félögum, maður getur þá allavega hlegið.

Ingólfur H Þorleifsson, 27.1.2009 kl. 10:51

8 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ingólfur minn - við skulum bara hlægja saman í næstu kosningum. Geri ráð fyrir að allir...ALLIR hafi rangt fyrir sér - nema náttúrlega þú og nokkrir aðrir fuglar í kringum þig - nefnum engin nöfn.

Og annað - blandaðu nú ekki Óla frá Gjögri í málið - þú veist vel að hann er gallharður stuðningsmaður Davíðs...og ég á nú greinilega nóg með þig!

Þorleifur Ágústsson, 27.1.2009 kl. 10:54

9 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ég held það sé nú alltaf að koma betur og betur í ljós að Davíð átti minni sök á því sem gerðist en haldið hefur verið fram. Það voru óheiðarlegir viðskiptamenn sem settu landið í þrot og engir aðrir. Baugsfylkingin er hins vegar með þennan mann á heilanum og hugsar meira um hann en þjóðarhag.

Hann hefur verið skammaður fyrir að hafa valdið hruninu með því að yfirtaka Glitni í stað þess að lána þeim 80 milljarða af almannafé án veða. Nú sjá allir að þetta var rétt ákvörðun. Ef Glitnir hefði fengið lánið þá hefði hann samt farið í þrot ásamt hinum bankaómyndunum. Rekstur bankanna var ein stór svikamylla.

Aðalsteinn Bjarnason, 27.1.2009 kl. 18:06

10 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ég er nú sammála því að Davíð átti ekki sök á hruninu í útspilinu með Glitni. En hrunið er afleiðing stjórnunar landsins og Davíð er hluti af því - stór hluti. EN, málið snýst um trúverðugleika og getu - og Davíð skortir hvoru tveggja í Seðlabankanum. Hans tími er því löngu kominn - og verður að víkja.

En glæponarnir ganga lausir - tryggja fenginn og enginn virðist ætla að gera nokkurn skapaðan hlut.

Þorleifur Ágústsson, 27.1.2009 kl. 18:33

11 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

En sjáðu til, nú eru nákvæmlega sömu hlutir að gerast í Bretlandi og allt stefnir í að þeir muni lenda í svipuðu hruni og varð hér, það sama má segja um nokkur önnur lönd. Er það Davíð að kenna líka? Er ekki hugsanlega verið að hengja bakara fyrir smið? Er það alveg sjálfgefið að af því hann kom okkur inn í góðærið að þá eigi hann sök á kreppunni?

Aðalsteinn Bjarnason, 27.1.2009 kl. 18:48

12 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Davíð verður að fara burtu. Langt í burtu.

Ef við ætlum að draga okkur á rassgatinu upp úr svaðinu verður að skapa trúverðugleika. Davíð og co. í Seðlabankanum eru hluti af því.

Þorleifur Ágústsson, 27.1.2009 kl. 19:02

13 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ég held að Baugssleigjan forsetinn ætti að fjúka út í hafsauga fekar.

Davíð fer, reynar ekki langt, bara rétt yfir í pólítíkina.

Aðalsteinn Bjarnason, 27.1.2009 kl. 19:33

14 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Þar er ég sammála - hinn svokallaði forseti þessa "lýðveldis" ætti að sjá sóma sinn í að hætta og flytja sem lengst - frúin hans hlýtur að eiga hús á Gaza.

Dabbi mætir galvaskur í pólítíkina í vor - þegar hann verður búinn að rassskella Geir duglega heheheh

Þorleifur Ágústsson, 27.1.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband