Kínverjar kaupa Volvo!

Oft hefur verið talað um að ekkert sé sænskara en Volvo. Ekkert kínverskara en núðlur. Ekkert finnskara en Nokía. Ekkert norskara en gönguskíði.

Og ekkert íslenskara en salfiskur.

Og nú hafa Svíar riðið á vaðið - bjarga sér með því að selja Volvo! Já, heimurinn er að breytast - eins og við höfum reyndar verið vitni að sl. mánuði.

Og nú spyr ég - getum við ekki selt kínverjunum eithvað? Hvað varð t.d. um Rafha eldavélarnar - sem urðu þess valdandi að verndartollar voru settir á innfluttning á eldavélum. Og þeir tollar eru ennþá að ég held!

Tja það er vandlifað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Volvo hefur verið í eigu Ford í fjölda ára þannig að í raun voru það ameríkanar sem voru að selja Volvo til Kína

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Volvo fólksbílaframleiðsla hefur ekki verið í eigu Svía.  Hún var seld til Ford árið 1999.  Svíarnir héldu þó eftir og eiga enn að ég held vörubíla og slíka framleiðslu.

Ég hef nú reyndar ekki séð fréttir þess efnis enn að Ford hafi tekist að selja Volvo, en það hefur fyrirtækið víst verið að reyna að undanfarin misseri.  Líklega er þetta ágætlega komið hjá Kínverjunum.  Það væri Rafha auðvitað líka, en líklega ekki mikil verðmæti í því vörumerki.

G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 17:52

3 identicon

Það er reyndar fleira sænskt sem er orðið útþynnt. SAAB er farið að setja saman í Belgíu, ég veit hins vegar ekki um eignaraðild og ABBA-síld sem allir Íslendingar könnuðust við á síðustu síldarárunum í miðri viðreisn, er orðin kínversk!

En allir skattar sem settir eru á hérlendis, eru varanlegir, þeir bara skipta um nafn. Við borguðum á sínum tíma með glöðu geði skatt vegna Vestmannaeyjagos, vegna snjóflóða í Neskaupstað, Flateyri og Súðavík en þessir skattar voru síðan aldrei slegnir af formlega. En stærsta skattinn erum við að borga núna vegna misvitra bankamanna sem eru að koma þjóðfélaginu á vonarvöl. Af hverju eru þeir ekki dregnir til ábygðar? Hvar í stjórnkerfinu er haldið yfir þeim hlífiskildi?

Geir Guðsteinsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Volvo var ekki í eigu Svía.

Það var í eigu FORD motor Co

Þeim er gert að spara og þetta er auðvitað það sem gert er, sparað utan landamæra þeirra.

Svo stendur til, að leggja af framleiðslu á SAAB bíla.

Öðru vísi mér áður brá með sjálfsvirðingu Svía í framleiðslu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.1.2009 kl. 12:01

5 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Geturðu ekki selt Kínverjunum kattamatinn sem þú ert að framleiða í nýju verksmiðjunni í Súðavík? Ekki til manneldis samt

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 14.1.2009 kl. 21:30

6 Smámynd: Jón Arnar

og ekkert "danskara" hér heima hjá mér en HCA og hans "lille havfrue" sem er jú á leið þarna austureftir ef vættir på Rådhuset leyfa 

Jón Arnar, 16.1.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband