Undarleg tímasetning hjá Jóni Ársæli - fyrst Björgvin...nú Geir...!

Ekki ætla ég að horfa á þáttinn hans Jóns Ársæls í kvöld. Þó er ég með stöð2 - þó dýr sé - og kreppa.

Nei - ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta sjónvarpsefni - ekki frekar en þegar Björgvin var í hinum sama þætti í miðju bankahruninu - að mæra sjálfan sig og aðra fyrir frábær störf.

Tímasetningin er fáránleg.

Þó ánægjulegt sé að heyra í auglýsingum fyrir þáttinn að Geir sofi vel og allt það. Ég hef hef hinsvegar meiri áhyggjur af því hvað hann gerir þegar hann er vakandi - og því miður sýnist mér hann gera fátt af viti - svona hálfu-viti í það mesta.

Jón minn Ásgeir - haltu þig við alþýðumanninn sem hefur eithvað að segja - þetta er asnalegt á þessum tímum - ótímabært í það minnsta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Eru menn eitthvað timbraðir í dag eða hvur fjandinn er að pirra þig Tolli minn. Þetta er nú vonandi ekkert sem að svart og sykurlaust í Bragakaffi getur ekki læknað.

p.s. Þó að Stöð 2 sé vissulega Baugsmiðill þá er Jón Ásgeir ekki með þætti þar ennþá. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

Ingólfur H Þorleifsson, 23.11.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Haha, langt er síðan ég hef fundið fyrir timburmönnum - þ.e. hinum raunverulegu. Hinsvegar þjaka mig timburmenn af annarra völdum þessa dagana - líkt og alla aðra þegna þessa lands. Ekki á ég nú von á að Jón Ásgeir sé að skipa nafna sínum Ársæli að spjalla við Haarde - það væri nú annaðhvort!...

Kaffið hjá Braga bætir og kætir - þegar "helvítið hann Óli frá Gjögri" þegir...hahah eins og Maggút segir.

Sjáum hressir.

Þorleifur Ágústsson, 23.11.2008 kl. 18:46

3 identicon

Jájá þeir eru bestir sofandi manngarmarnir þeir vita hvort eður ekki hvað á að gera í stöðunni og lái ég þeim það ekki þar sem of margir aðrir eru að hræra í pottunum yfir þessum hrævareldum fjármálanna:

En Færeyingurinn var nú góður á gítarnum  og Geir er príðis söngmaður það þekki ég af egin raun hef tekið lagið með honum og tókst bara vel við mikin fögnuð viðstaddra

En Ingólfur minn, menn þurfa ekki að vera timbraðir til að vera úryllir yfir ástandinu , það er ástandið í fjárglæfraheiminum sem er tremmað og timbrað  og sauðsvartur almúginn í hvaða lit sem hann er er pirraður.

Friggi ferðabóndi (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband