Laugardagur, 11. október 2008
Er þetta nóg?
Ég bara spyr...eru 4 milljarðar evra nægir peningar til að standa skil á þeim skuldahala sem útrásarmennirnir klipptu af sér og hentu um borð þjóðarskútuna?
Ef við á annað borð þurfum að leita hjálpar er þá ekki ráð að sú hjálp sé nægileg. Fyrir utan það að nú hlýtur að þurfa að taka til í stjórnkerfinu - duglega!
Það hlýtur að vera okkur Íslendingum ljóst að aldrei fyrr hefur verið eins augljóst að við verðum að styðja betur við grunninn í íslensku þjóðfélagi - sveitarfélögin þar sem fólk hefur unnið sína vinnu - án þess að taka þátt í geðveikislegu kapphlaupi Reykjavíkurbúa - bisnessmannanna!
Nú þarf að styðja við innlenda framleiðslu - íslenskan iðnað og þau fyrirtæki sem hann stunda og styðja - byggja upp á þeim grunni sem við höfum - á því sem við kunnum - styðja sjómenn - útgerð - landbúnað og ferðaþjónustu!
Er ekki tímabært að okkar ágæti sjávarútvegsráðherra taki af skarið og leggi verulega fjármuni í uppbyggingu og stuðning við þorskeldi í landinu - veiti verulega fjármuni til þeirrar uppbyggingu sem hefur farið fram úti á landsbyggðinni - þar sem fyrirtækin hafa lagt sig fram um að skapa ný tækifæri - án þess að þyggja fyrir ofurlaun og einkaþotur - án gylliboða og loforða - án skýjaborga....
Við verðum að byggja framtíðina á þeirri þekkingu og reynslu sem við höfum - nú er tækifæri og ég vona að ráðamenn missi ekki af því!
Tökum til og verum skynsöm.
Rússar og IMF sameinist um lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hugsaðu þér Þorleifur að ef við hefðum átt ráðamenn hefðu átt 4000 milljara evra í gjaldeyrisvarasjóð til að bakka upp bankanna ef á þá hefði verið ráðist, eða komast í gegn um þessar erfiðu tíma á fjármálmörkuðum.
Það voru ekki útrásarmenn er hafa stjórnað vaxtaokrinu hér á sl. árum, er hefur lagt í rúnst nær alla samkeppnisiðnað landsins. Var á góðri leið að koma þúsundum heimila og fyrirtækja í þrot, áður en ósköp sl. vikna dundu á okkur.
Mér leiðist þegar verið er að tala niður til þess fólks er skapað mikið fjárstreymi til fólks og ríkis á sl. árum. Við höfum alltaf gengið í geng um svona öfgatímabil eins og á síldaráunum frá 6o til 68, þá voru byggðir alltof margir síldabáta og byggðar of margar söltunarst. og bræðslur. Næst voru það skuttogarinir uppúr 7o þeir þóttu allt of margir. Loðdýrarækt og fl.fl.
Auðvitað pústum við nú, og næsta æði kemur brátt hvert sem það nú verður.
haraldurhar, 11.10.2008 kl. 01:40
Þetta er eins og orðar frá mér Þorleifur tek undir En þú Haraldur það er engin að tala niður til fólks þetta eru staðreyndir, ég bara trúi ekki að þú sért ekki búin að kynna þér hlutina betur
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 08:43
Sammála þér Tolli, en það er eins og orkan nægi bara til að taka á ástandinu nokkra daga fram í tímann, forsvarsmenn ríkis, fyrirtækja sem og fleiri virðast vera útkeyrðir af andvökunóttum, álagi og öllu sem því fylgir og eru trúlega ekki tilbúnir að vinna að þessu fyrr en samfélagið og innviðir þess fara að róast. Var á bílasölu í gær að leita mér að bíl eftir að minn gjöreyðilagðist í árekstri sem ég lenti í, og bílasalarnir reyndu ítrekað að fá mig til að kaupa bíl með erlendu láni sem ég afþakkaði og þurfti að beita ákveðni við þá, en staðan er víst sú að erlendu bílalánin eru að verða munaðarlaus með tilheyrandi gjaldþrotum þeirra sem eru skrifaðir fyrir þeim.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 11.10.2008 kl. 10:44
ég er alveg hjartanlega sammála þessu þorleifur.
jóhann (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 12:29
Reyndar var það Davíð Oddsson sem klippti skuldahalann aftanaf þeim og þvert á staðhæfingar Davíðs varð skuldahalinn eftir um borð og er við það að sökkva þjóðarskútunni vegna þess. Í stað þess að Davíð hefði getað gert ráðstafanir til að láta þá yfirgefa skútuna (flytja starfsemina úr landi) áður en þeir yrðu halastífðir.
Gunnar (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:54
Stöndum saman. http://erna-h.blog.is/blog/erna-h/entry/669371/
Heidi Strand, 11.10.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.