Kommúnistinn bjargar kapítalismanum...

Áhugaverð er umræðan um hverjum sé um að kenna að Ísland sé nú á barmi gjaldþrots. Í umræðunni lærir maður ýmislegt nýtt - ný hugtök líta dagsins ljós. Hér á ég við t.d. hugtakið "árangurstengd laun" eða "árangurstengdar greiðslur" sem eru svo vinsælar hjá stjórunum. Ég í einfeldni minni hélt að hér væri um að ræða eitthvað sem tengdist árangri í þá átt að efla viðkomandi fyrirtæki?!

En svo virðist ekki vera. Ekki í bisness heimum.

Svo er það pólitíkin. Nú hefur Hannes Hólmsteinn útskýrt fyrir mér að kapítalismi og kapítalistar séu tvennt ólíkt - líklegast eins og "bíll og bílstjóri". Íslenska þjóðin er þá "bíllinn" en bankagaurarnir - ofurlaunaliðið "bílstjórarnir". Svo klessa þeir á og allt fer í steik. Þá eru þeir semsagt búnir að stórlaska bílinn.

Nú, ég sé ekki betur en að með því að leita til Rússanna þá séu við að leita okkur að nýjum "bílstjórum" - semsagt að "kommúnistarnir ætli að bjarga kapítalismanum" -

Er þetta ekki dálítið öfugsnúið? Monnípeningarnir koma frá "samyrkjubúunum" til að smyrja vélar "auðvaldsins".

Tja - kannski er maður bara svona vitlaus. Hvað veit ég - ég hafði aldrei "vit" á að fjárfesta í hlutabréfum.....

ps. næst þegar ég fæ gluggapóst frá Glitni og Landsbankanum þá ætla ég beint upp í næsta útibú og segja sisona "hurru góði - gerðu bara sjálfur upp þínar skuldir áður en þú rukkar mig"..... eða þannig WinkWhistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er aldeilis agndofa barasta. Ég átti von á því að hann Brúskur reddaði þessu. Hann er vinur Davíðs og það er engin flökkusaga því hann sagði það sjálfur beinlinis innanum annað fólk. Ég veit að það er rétt því Davíð sagði að það væri staðfest. Hann sagði þetta í tækinu hann Davíð og ég horfði á hann meðan hann sagði það og man hvað hann var dreymandi á svipinn og stoltur þegar hann sagði: "Og þetta er staðfest."

Árni Gunnarsson, 8.10.2008 kl. 07:52

2 Smámynd: Björn Bjarnason

Fyrir nokkrum árum sá ég danskan þátt um hvað hefði orðið um nokkur dönsk fyrirtæki þar sem stjórnendurnir hefðu fengið árangurstengd ofurlaun. 

Í stuttu máli blóðmjólkuðu þeir fyrirtækin, hirtu launin og létu sig hverfa.  Og skildu fyrirtækin eftir gjaldþrota.

Þetta er gömul saga og ný.

PS  Bið að heilsa öllum fyrir vestan

Björn Bjarnason, 8.10.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband