Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Ólíuhreinsistöð - Vestfirskur stóriðnaður framtíðarinnar?
Mikið hefur verið ritað og rætt um hugmyndir manna um olíuhreinsistöð - og að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir líkt og vera ber.
Er það slæmur kostur? Eru það endalok náttúruperlunnar Vestfjarða? Þýðir það að við drögum hingað Vestur mengandi og fljótandi olíuferlíki sem brotna í tvennt og fylla alla firði af olíu svo að æðarfuglinn drepst í fjörunni og fiskurinn í sjónum? Ekker líf verði eftir nema starfsmenn stöðvarinnar og nokkrir aðrir?
Eða er það byrjun á hagsæld á Vestfjörðum - þar sem mikið kapp verður lagt á að stunda umhverfisrannsóknir - fjármunum veitt í bætta vegi og betri þjónustu? Að loks verði hægt að hægja sér á Hornströndum án þess að næsti maður gangi í hægðum sínum og annarra við skoðun sköpunarverksins? Að það opni ný tækifæri í menntun og framtíðin verði björt?
Já - maður spyr sig. En upplýst getum við ekki tekið ákvörðun. Ég læt því hér fylgja myndband um Mjallhvíti - þó án dverganna - en það er gríðarleg gasvinnslustöð í norður Noregi - Hammerfest.
Athugasemdir
Þetta er ágætlega gerð áróðursmynd en sannfærir mig þó hreint ekki um að olíuhreinsistöð eigi heima á Vestfjörðum eins og sjá má hér. Einnig má sjá samantekt Stefáns Gíslasonar um umhverfisþætti hér.
Bið svo kærlega að heilsa Dystu, frænku minni...
Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:12
Ég er ekki að fatta löngun ykkar í þesskonar iðnað ég verði nú bara að segja það eins og er. Er virkilega ekkert annað sem kemur til greina?
Júdas, 19.2.2008 kl. 23:11
Hroll setur að mér þegar ég hugsa til þess að nú eigi að setja þrjú stórbrotnustu fuglabjörg okkar í hættu vegna olíumengunar. Það verða að vera takmörk fyrir því hversu miklu má fórna fyrir hagvöxtinn; þ.e.a.s. þann hagvöxt sem mældur er í fjármunum.
Þær upplýsingar sem ég hef fengið um svona iðnað eru að honum sé komið fyrir á útnesjum þar sem vindar blása reglulega. Hér er rætt um tvo staði og báðir eru langt inni í tiltölulega þröngum fjörðum.
Ég tel að þær umhverfisrannsóknir sem þarna þarf að framkvæma verði að vera í höndum einhverra sem óháðir eru stjórnmálum á Íslandi.
Árni Gunnarsson, 19.2.2008 kl. 23:54
Tófan er nú þegar langt komin með að hreinsa fuglabjörgin. Skilningsleysi stjórnvalda hefur leitt það af sér. Það að friða tófuna í friðlandinu á hornströndum er það versta sem gat gerst.
Auk þess á olían að fara í hreinsistöð en ekki í fuglabjörgin. Furðuleg árátta að sjá alltaf allt á versta veg.
Ekki hef ég orðið var við að allt það eldsneyti sem flutt er til landsins fari í Faxaflóann, þó að skipin fari þar um.
Úlfur Úlfur.
Ingólfur H Þorleifsson, 20.2.2008 kl. 08:11
Af hverju er oil refiniry kalla olíuhreinsistöð.???
Hvernig ef hægt að hugsa sér hagsæld vestfirðinga fylgi svona mannvirkjum eins og við köllum olíuhreinsistöð.
Næsta hagsæld verður með næstu fiskgöngu. Menn hafa farið í gegn um ótal lægðir og breytingar en ef það á að venja vestfirðinga af fiskveiðum þá held ég að þeir flytji umvörpum af svæðinu. Þ.e. íslendingarnir sem eru eftir. Nei og aftur nei enga olíuhreinsistöð, enga olíutanka né olíuflutningaskip. Vil mynd af þeim sem eru í þessum fjármálaleik.
Valdimar Samúelsson, 20.2.2008 kl. 12:29
Þessi áróðursmynd segir nú ekki mikið um það ferlíki sem er ætlað að reisa hér á Vestfjörðum. Ég vildi gjarnan að þeir sem standa fyrir slíku áætlun kynna sig með nafni og fyrir hvaða fyrirtæki þeir starfa. Og svo væri fróðlegt að búa til tölvugerða mynd af þessari olíuhreinsistöð á þeim stað sem á að planta hana niður. Bara svona til að almenningur átti sig á því sem er í aðsiglingu.
Svo vona ég nú að ráðamennirnir hér á landi eru ekki það bláeygðir að þeir útiloka mengunarslys sem gæti átt sér stað. ( Það er séríslenskur hugsunarhátt að fyrir okkur kemur ekki svona , það getur bara ekki verið!) Værum við tilbúnir að ráða við strand á stóru olíuflutningsskipi? Hvaða áhrif myndi það hafa á fiskimiðin, fuglalíf, ferðamennsku? Við eigum bara ekki að taka svona sjensar.
Úrsúla Jünemann, 20.2.2008 kl. 14:31
Sæl og takk fyrir komment. Ég held nú að sjálf stærð stöðvarinnar sé minnsta málið í þessu sambandi. Meira mál er auðvitað það sem fer í hana og kemur út. Og það þarf auðvitað að vera á hreinu að við ráðum við þann hluta.
Ekki á að fara af stað nema að full athuguðu máli og náttúran á að njóta vafans. Það er mín skoðun. En hvar mörk vafans liggja - það er samkomulagsatriði.
Þorleifur Ágústsson, 20.2.2008 kl. 14:44
Auðvelt að hafa skoðun á móti þessu þegar maður býr annarstaðar. Það eru alla vega 4 sem hér hafa skrifað sem eru með neikvæða skoðun á málinu og þau búa öll á 101 eða í nágrenni við það.
Mér finnst þetta erfið ákvörðun að taka hér í 400
Gló Magnaða, 20.2.2008 kl. 15:48
Það sem mér finnst ljótt í þessu máli er það að vera blekkja íbúa Vestfjarða. Það verður aldrei reist olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki hagkvæmt, og þar að auki enginn nærmarkaður fyrir framleiðsluna, og svo maður tali nú ekki um hvernig menn ætla að hemja og stjórna 250 þúsund tonna döllum inn á fjörðum. Það sem ég best veit eru þeir sem standa fyrir þessum humyndum auralausir, og hafa þurft að fá styrki til að kynna hugmyndir sínar. Ef Vestfirðingum langar í orkuvinnslu held ég að nær væri að fara vinna brúnkolinn sem þar eru í jörðu.
haraldurhar, 20.2.2008 kl. 19:00
Rétt hjá þér að það þarf að skoða allar aðstæður. Líst vel á þetta, enda er ekki verið að blekkja neinn, því verið er að horfa á olíuvinnslusvæði í íshafi, sem skila myndu hráefni í þessa stöð, sem síðan væri hægt að selja áfram bæði vestu um haf og til Evrópu. Ísland er vel statt með tiliti til þessara atriða.
Ekki á að hrópa úlfur, úlfur um leið og verið er að skoða atvinnumöguleika á landsbyggðinni, fiskveiðar berjast í bökkum og það er ljóst að ekki myndu allir fá vinnu við að "telja paninga". Er ekki lika verið að fjargviðrast yfir því að menn sjái ekkert annað er álver, þannig að það ætti bara að þakka fyrir að aðrir möguleikar eru í stöðunni.
Og það sem Ingólfur sagði, um olíuflutninga í Faxaflóa, auðvitað í minna mæli, en samt, þá hefur ekkert gerst þar.
Kveðja, Ómar "landsbyggðarvinur"
Ómar Pétursson, 22.2.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.