Bósasaga.

Ég sagði frá því að það væri kominn nýr fjölskyldumeðlimur - Bósi. Og nú er kall farinn að láta til sín taka í "kvennamálunum" - en hann hefur þá bjargföstu trú að Salka sé hans gella!

í peysuAð vísu sendur Bósi vart út úr hnefa fyrir utan að búið er að "afvopna" hann - þó "byssuhlaupið" sé ennþá til staðar. Og á eftir Sölku gengur hann hnarreistur með trýnið upp í loftið líkt og breskur aðalsmaður á göngu um einhvern af fínni görðum Lundúnaborgar. Að vísu fylgir þessu hætta - því Salka er með öllu óvön slíkum tilburðum og að það skuli koma svona "að neðan"....að hún á það til að snarstoppa og jafnvel setjast - og þá þarf Bósi að vera snöggur svo að hann verði ekki undir.

En Bósi gefst ekki upp. Hann veit það að hans hlutverk er að vera til gagns fyrir hitt kynið og kann allar hreyfingar - þó svo að ekki virðist honum alveg vera ljóst hvar réttur staður er. Í það minnsta kom hann aftan að Sölku þar sem hún lá á gólfinu - setti framlappirnar uppá hrygg aftanfrá - rétt við herðar Sölku og sveiflaði mjöðmunum eins og þrautþjálfaður tangódansari. Salka opnaði ekki augun á meðan - velti sér á bakið og Bósi mátti fótum sínum fjörið þakka - enda varð hún hans líklega ekki vör svo mikið var tillitsleysið.

Bósi er nefnilega að spila langt yfir getu.

Já Bósi stendur undir nafni - þó svo að genin séu í blindgötu og komist ekki lengra. Það skiptir engu máli - hann er nefnilega meira svona að sýna en gera.´

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband