Hún mamma mín og helvítis tölvan....

Tölvur eru böl - það er mér svo sannarlega að verða ljóst. En því miður getur nútímamaðurinn vart án þeirra verið og reyndar snýst stór hluti vinnudagsins um notkun slíkra tækja.

En hvað um það.

Ég hef í mörg ár átt hana mömmu mína - í raun alveg frá fæðingu. Að vísu hef ég staðið í samkeppni um hana við systur mínar fjórar - en sem einkasonur þá var auðvitað sigurinn í höfn um leið og mamma sá mig með "skottið á milli lappanna" á fæðingardeildinni. En það er ekki þetta sem er málið - málið er grafalvarlegt - mjög alvarlegt og ef það hefði verið "sonar-athvarf" á Ísafirði þá hefði ég leitað þangað um daginn. Svo hrikalega var mér misboði - höfnunin mikil.

Ég nefnilega varð fyrir alvarlegu "slysi" - nú, konan mín eldar bara svo góðan mat að ég ræð ekki við mig - ríf í mig af áfergju og stjórnleysi og allt endar þetta utan á mér með einmitt þessum alvarlegu afleiðingum að tvennar gallabuxur gáfu sig gjörsamlega....rifnuðu nánast utan af mér þegar ég rétt si sona beygði mig eftir súkkulaði mola sem ég hafði misst.

Og þá kemur mamma til sögunnar - með tölvuna. En ónefndur tölvusölumaður hér í bæ "lét" mig kaupa fartölvu fyrir mömmu....eða svo kýs ég að muna það - og nú er mamma semsagt komin með tölvu og á helv....tölvunni er msn. Ég í sakleysi mín sendi mömmu minni - já MÖMMU MINNI til margra ára svohljóðandi skeyti á msn:

"mamma - ég þarf að senda til þín tvennar gallabuxur og biðja þig að gera við"..... og svarið lét ekki standa á sér...

"Tolli minn, ég er hætt svona þjónustubrögðum"...."þú ert nú orðinn svo gamall að þú hlýtur að bjarga þér"....

Hvílík ósvífni, hugsaði ég.... er hún búin að yfirgefa mig....MIG og ég bara rétt liðlega fertugur....!!??

Nú, það er best að svara þessu og ég skrifa "Heyrðu nú mig mamma...elsku mamma...hvað á ég að gera..hjálp"... og svarið kom frá helv..tölvunni:  "Auður seems to be OFF LINE......and can not reply to you......

Já mamma mín er semsagt hætt að þjónusta mig - og er bara OFF LINE...... 

 

Munið http://bjarnipall.bloggar.is/blogg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 14.2.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég hélt að það væri ævilöng ábyrgð á manni. Ég er líka einkasonur en hef engu að síður tekið eftir þessu líka. Maður rennur út eins og annað.

Góður pistill.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.2.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hló með hjartanu.Skemtileg frásögn.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 15:36

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þakkaðu bara fyrir að vera ennþá á tenglalistanum hennar  Frábær saga

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.2.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband