Sunnudagur, 27. janúar 2008
Klipptu framan af fingri manns með greinaklippum - hvað er til ráða?
Ég las bók sem heitir "Svartur á leik" og fjallar sú bók um einskonar "undirheima" Reykjavíkur. Ekki ætla ég nú að fara út gagnrýni á bókinni - en í henni eru lýsingar á hreint lygilegum atburðum og ef þeir atburðir eiga sér einhverja stoð í raunveruleikanum þá er hér um gríðarlegan áfellisdóm á störf lögreglunnar að ræða - glæpamennirnir virtust geta vaðið uppi án frekari afskipta af lögreglu. Og mér er sagt að sagan byggi á raunveruleikanum.....
Misþyrmingarnar og lýsingarnar eru svæsnar - talsmáti og athæfi söguhetjanna með ólíkindum. Stundum svo að maður lagði frá sér bókina með þeim orðum að "ég nenni ekki að eyða tíma í lestur svona þvælu" - en áfram las ég. Og trúði ekki neinu - þetta bara gæti ekki verið svona.
Svo opna ég dagblöðin og fer að lesa um drengi norður á Akureyri sem klipptu framan af fingri manns - sem eitthvað hafði út á þá að setja vegna framkomu við son hans.
Ég verandi frá Akureyri hringdi náttúrlega norður og spurði frekar út í þetta mál. Jú, þessir glæponar höfðu búið í kjallaraíbúð í fjölbýli - stundað þar ýmislegt misjafnt og haldið sleitulaus partý - og ekki nokkur þorði að hrófla við þeim - enda öllum sem það gerðu hótað lífláti. Geðslegir nágrannar það!
Já - lýsingarnar í bókinni voru nánast mildar samanborið við raunveruleikann. Raunveruleikann í blokk á Akureyri!!
Er firringin orðin slík að menn af þessu tagi geta vaðið uppi - lagt líf fólks í rúst óáreittir? Mér sýnist á köflum svo vera.
En hver er lausnin? Á lögreglan að vopnast - verða grá fyrir járnum? Eða er lausnin að gera nú skurk í fangelsismálum svo að hægt sé að kippa svona kónum úr umferð við fyrsta brot - að herða viðurlög?
Er það mál fólks sem verður fyrir barðinu á þeim - er það mál foreldra að leysa þetta... NEI - það getur bara ekki verið.
Eitthvað segir mér að í þessu sambandi séu forvarnir máttlausar og nú þurfi að skera upp herör gegn þessu ofbeldi - og það strax.
Athugasemdir
Það er í raun ótrúlegt hvað fær að viðgangast í þessum "undirheimum" sögurnar eru oftar en ekki bara djók miðað við raunveruleikan.
Mér þykir það líka einkennilegt, eftir að hafa horft á Kompás þáttinn sem var í síðustu viku og fjallaði um handrukkara, að þar kemur lögreglumaður, yfirlögregluþjónn meira að segja og fullyrðir það blákalt að lögreglan hafi ráð, og dug til að taka á þessum rugludöllum. Staðreyndin er hinsvegar sú að lögreglan á engin ráð hvað þá dug til að takast á við svona mál.
Eitthvað segir mér, að eitthvað mikið hafi gangið á, áður en þeir klipptu framan af fingrum þessa manns, ekki að það réttlæti það sem þeir gerðu. Heldur vekur það upp spurningu mína, afhverju var lögreglan ekki búin að gera eitthvað áður en að þessu kom? Ég tel mjög litlar líkur á því að maðurinn sem missti framan af putta(puttum?) hafi ekki verið búinn að tilkynna tilheyrandi hótanir gegn sér.
Svarið sem maður fær hinsvegar frá lögreglu þegar maður kærir hótanir, líkamsmeiðingar og jafnvel morðhótanir, er alltaf "já, nei við getum ekkert gert, þetta eru bara orð gegn orði. við þurfum eitthvað áþreifanlegt" semsagt, þeir þurfa annað hvort að heyra það sjálfir að það eigi að drepa mann og/eða að sá sem hótar geri einhverja alvöru úr hótunum sínum við mann, s.s lemji mann eða eitthvað þaðan af verra. En þangað til, geta þessir menn gengið upp í því að beita mann andlegu ofbeldi útí eitt án þess að nokkur geti gert eitthvað. Þessu þarf að breita...
Signý, 27.1.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.