Ósmekklegur húmor Spaugstofunnar. Hvað má og hvað ekki?

Ég verð að viðurkenna að mér fannst nokkuð skondinn þátturinn með spaugstofunni í kvöld. En heldur fannst mér gamanið kárna þegar ég sá hve ósmekklega þeir fóru með nýja borgarstjórann.

Það er eitt að gera grín að fólki fyrir athafnir og aulaskap - en þegar það eina spaugilega sem þeir sjá í tilveru fólks eru veikindi - nú þá held ég satt að segja að betur megi kyrrt liggja.

Það hefði einfaldlega verið hægt að leysa þetta á fyndnari hátt - og manneskjulegri - og ég geri ráð fyrir að af nógu sé að taka á liðnum dögum og mánuðum svo ekki sé verið að nota alvarleg veikindi sem menn hafa ekki nokkra stjórn á - það er ljótt.

Þeim tekst nefnilega nokkuð oft vel upp félögunum þegar þeir setja saman svona fréttaskýringu á bíómyndaformi.

En í kvöld skemmdu ósmekklegheitin fyrir gamninu.

Ég vil þó hrósa þeim fyrir "guðföðurinn" - meinfyndið og hitti í mark.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Ólafsson

Þátturinn var frábær.

En ég er ósammála því að ósmekklega hafi verið farið með borgarstjórann. Ég sé nefnilega í þessu hjá þeim hárbeitt háð á þá mörgu sem gert hafa veikindi hans að umtalsefni, eins og þau skipti einhverju máli og að það sé réttur þeirra að vita eitthvað um þau. Eðli þessara veikinda hafa nú komið fram hjá honum sjálfum í 24 stundum í morgun. Þar með þykir mér allt sem þarf að segja hafa verið sagt og spaug þeirra stofumanna hitta enn betur í mark og á þá sem hafa reynt að notfæra sér þessi veikindi til að ráðast að persónu borgarstjórans. Það voru Spaugstofumenn einmitt ekki að gera.

Karl Ólafsson, 27.1.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála síðasta ræðumanni. Ég skemmti mér vel. Mér fannst þeir einmitt gera frekar grín að umræðunni heldur en manninum sjálfum. Umræðan um veikindi Ólafs hafa verið á lágu plani

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2008 kl. 01:05

3 Smámynd: Brattur

... sammála, góður þáttur í kvöld hjá Spaugstofunni... það eru aðrir sem hafa tekið umræðuna niður á lágt plan... stuðningsmenn nýrrar borgarstjórnar...

Brattur, 27.1.2008 kl. 01:10

4 identicon

Það

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 06:34

5 identicon

vá... eitthvað kom hitt kommentið hjá mér öfugt inn.... en það sem ég ætlaði að segja var....

Það er alveg rétt að það sé ekki gott að gera grín að veikindum manna. Ég er sammála ykkur með að umræðan um nýja borgarstjórann siðustu daga er fyrir neðan allar hellur. Mótmælin í ráðhúsinu voru hlægileg, þetta var eins og í einhverri "Gettur-betur" keppni, þar sem helmingurinn af börnunum sem voru þarna inni vissu ekkert í sinn haus um það sem var í gangi.

Þú segir í færslunni þinni: " svo ekki sé verið að nota alvarleg veikindi sem menn hafa ekki nokkra stjórn á - það er ljótt."

Samkvæmt orðum borgarstjórans sjálfs þá voru þetta andleg veikindi sem hrjáðu hann en hann virðist vera kominn með góða stjórn á þessum veikindum með góðri læknisaðstoð.

Vonum bara að það haldist þannig.

Ég sá ekki spaugstofu þáttinn þannig að eg get lítið tjáð mig um það sem gekk á þar

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 06:40

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er algjörlega sammála því að grínið um veikindi borgarstjórans og humanistans Ólafs F. Magnússonar var mjög ósmekkleg.  Ég vona bara að hann standi af sér þetta einelti og viðbjóð komið frá fólki sem maður hélt að væri vant að virðingu sinni, og satt að segja, ég hafði mikla trúa á, en reynast svo múgæsingarmenn af verstu gráðu.  Ef eitthvað gerist í heilsufari Ólafs á næstunni, þá fá þau það beint í andlitið, sér til skammar.  Það vel þekki ég þjóðina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 08:31

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

6527. Þessi tala hefði mátt koma svona einu sinni í kómiskum umbúðum og þá var nóg.

En þetta var ósmekkleg árás sem minnti á tilraun til pólitískrar aftöku.

Ég er sammála því að fjármunum til Spaugstofunnar væri betur varið til annarskonar þáttagerða. Ég held að piltarnir séu hættir að bera virðingu fyrir viðfangsefni sínu og áhorfendum.

Árni Gunnarsson, 27.1.2008 kl. 10:15

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þetta er í fyrsta skipti sem ég gafst upp á að horfa á spaugstofuna. Ég fann t. d. ekkert samhengi í að stjórnmálamenn væru að stinga verslunafólk í bakið.

Mér fannst þeir fara afar klaufalega með það mikla spaugefni sem  undanfarin vika hafði boðið uppá, því það var svo sannarlega úr miklu að moða.

Mér finnst þeir setja alvarlega niður ef þeir biðja ekki borgarstjórann opinberlega afsökunar á framkomu sinni gagnvart honum. Geri þeir það ekki, finnst mér þeir setja sig við hlið skrýlslátanna sem unglingarnir höfðu frammi í Ráðhúsinu á fimmtudaginn. Menn velja sér sæti hjá þeim sem þeir vilja spegla. 

Guðbjörn Jónsson, 27.1.2008 kl. 10:15

9 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Takk fyrir mjög málefnalegar athugasemdir og ég er sammála ykkur sem segið að draga verði siðferðilega línu. Spaugstofumenn eru ekkert yfir það hafnir - langt í frá. Það er ekkert að því að daðra á línunni - en ekki að fara yfir hana.

Þorleifur Ágústsson, 27.1.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband