Allt "geðveikt" í Ráðhúsi Reykjavíkur!

Mér finnst einkar athyglisvert þetta umtal um heilsufar nýs borgarstjóra. Sumir telja hann "of veikburða" til að sinna svo ábyrgðarmiklu starfi - aðrir telja hann líklegri til að veikjast en aðra borgarfulltrúa. Enginn virðist þora að segja það sem þeim liggur á hjarta "að borgarstjórinn hafi farið í veikindafrí sökum andlegrar vanheilsu" og sé því ekki treystandi. Já ég sagði það sem aðrir muldra í kaffitímum.

En ég spyr - er þetta eitthvað tabú? Geta ekki bestu menn og konur fengið slíka kvilla og læknast?

Ekki get ég dæmt um það héðan frá Ísafirði hvort borgarstjórinn ennþá "andlega vanheill"  - en ljóst er að maðurinn er jú kominn til starfa - og vísaði læknisvottorði að beiðni núverandi meirihluta.

Kannski að Dagur kanni þetta vottorð og fullvissi okkur öll um gildi þess og trúverðugleika - að að það hafi ekki verið veitt uppúr kókópuffs pakka.

 En auðvitað er það grafalvarlegt mál hvernig heilsufarið er almennt á þessum borgarfulltrúum - ég gat ekki betur séð en Dagur væri nánast þegjandi hás og Björn Ingi grátandi. Mann fer að gruna að vinnuálagið sé bara svona mikið í Ráðhúsinu - að þar sé bara hreinlega "geðveikt" að gera!?

Nei, mér finnst þetta ósmekklegt og illa að Ólafi vegið. Ég verð hreinlega "brjálaður" út af þessu...hm...nú þarf ég líklegast að koma með vottorð í vinnuna.....

Já - þetta minnir mig á afgreiðslustúlkuna í kaupfélaginu í Varmahlíð sem bauð útlendingunum Síríus súkkulaði með hommum og geðsjúklingum (fruits and nuts).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Nú veit ég ekki hvað það er sem hrjáir eða hrjáði minn nýja borgarstjóra. En ég spyr, eiga íbúar borgarinnar það ekki skilið að vita hvað það er/var sem er að hrjá/hrjáði minn nýja borgarstjóra?

Afhverju er það svona mikið leyndarmál anyways. Veit ekki betur en að allir geti orðið veikir, forsætisráðherra og þingmenn og ég.. og þú.. mér  bar til dæmis skylda þess að gera grein fyrir mínum sjúkdómi á mínum vinnustað á sínum tíma. Afhverju hlýtur borgarstjóri öðrum reglum???  

Signý, 25.1.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: halkatla

þú pælir ansi mikið í þessu amk, efalaust eru fleiri að velta þessu fyrir sér. Ég efast ekki um að flestir íslendingar hafi nægilegan skilning á þessu til að koma eðlilega fram við borgarstjórann, hvað svosem þeim finnst um pólitíska aðdragandann.

halkatla, 25.1.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Mér líst ekki vel á þetta

Hallgrímur Óli Helgason, 25.1.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Er ekki Ólafur eini borgarfulltrúinn sem hefur lagt fram læknisvottorð um að hann sé heill heilsu eftir að Margrét krafðist þess að hann legði það fram? Hún vildi ekki sem varamaður hans víkja fyrir honum eftir að hann varð heill heilsu.  Ég veit ekkert um heilsufar annarra borgarfulltrúa, þeir gætu verið vanheilsa, a.m.k. hafa þeir ekki lagt fram vottorð um heilbrigði sitt!

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 25.1.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

nú veit ég ekki hvað hrjáði ólaf greyið en hafi það verið þunglyndi eins og heyrst hefur getur hann alveg verið læknaður af því ,og mjög sennilega er hann allavega komin langt í land með það því ég held ekki að fólk sem er mjög veikt af þeim sjúkdóm sem lýsir sér meðal annars í félagsfælni og framtaksleysi myndi taka að sér starf borgarstjóra og standa upp og tala fyrir framan fjöldamans, hvað heilbrigðisvottorð varðar held ég að það sé ekkert stórmál að redda sér þvi, heilbrigður eða ekki.

Eyrún Gísladóttir, 25.1.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband