Hver ræður - hver er ráðinn?

Mikið ósköp er það leiðinlegt þegar svo virðist sem "óhæfara" fólk er ráðið í auglýstar stöður hjá hinu opinbera. Meira að segja nefndir sem meta eiga hæfni eru "óhæfar" - eða í það minnsta má túlka það sem svo þegar ekki er farið að ráðum þeirra.

En hér er um ákaflega flókið og viðkvæmt mál að ræða. Margt býr að baki og eitt af því sem vega þarf og meta er hvort vegur meira: reynsla eða menntun?

Það er auðvitað svo að fólk sem fer í langskólanám missir af ákveðinni reynslu á meðan setið er á skólabekk - en fær í staðinn menntun sem þeir sem öfluðu sér reynsluna hafa ekki. Svo þarf að vega og meta hvort skilar meiru. Og satt er það að reynsla er ómetanleg - já, eins og nám getur verið líka..... en það er bara svo miklu erfiðara að setja mælistiku á reynslu en menntun. Eða er kannski menntun reynsla....eða reynsla menntun? Máltækið segir "svo lengi lærir sem lifir"...

Ég man eftir því fyrir nokkrum árum að þessi umræða kom upp í Svíþjóð en þar höfðu átt sér stað áherslubreytingar hjá mörgum fyrirtækjum sem voru að "nútímavæða". Ungt fólk með fínar gráður í viðskiptum og allskyns hagfræði kom út á vinnumarkaðinn og ungu "bisness" mennirnir og konurnar leystu þá eldri af hólmi - þessa með reynsluna - en sem höfðu ekki menntunina. Útkoman varð ekkert sérstök og ekki endilega sú sem átti að verða - nú af því að menntun kom ekki í staðinn fyrir reynslu....

Spekúlantarnir sem fylgdust með úr fjarlægð komust að því að heil "starfsstétt" hefði verið þurrkuð út úr Sænskum fyrirtækjum "reynsluboltarnir" - þessir sem ekki endilega voru alltaf í sviðsljósinu en unnu sína vinnu af mikilli þekkingu - þekkingu sem hlaust af mikilli reynslu.

Ekki er ég þó endilega að segja að hið sama eigi við um umdeildar ráðningar síðustu mánaða - en þar hefur jú verið lagt "huglægt" mat á reynslu - sum reynsla sögð vera betri en önnur.  

Ég spyr því - er ekki ráð að settar séu skynsamlegar viðmiðunarreglur um slíkar ráðningar - er ekki hjákátlegt að "sérfræðinefndir" skuli vera stofnaðar til að fjalla um hæfni og sem svo ekkert er farið eftir og nefndirnar þá í raun dæmdar "óhæfar"....?

Verst er auðvitað að persóna þeirra aðila sem sækja um störf og stöður í góðri trú dregst oft á tíðum inn í málið - sem er mjög slæmt og ótækt.

Mér sýnist þetta vandamál vera þverpólítískt og spyr því: Hver er lausnin?....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ja komdu fagnandi gamli Gautaborgarbúi - tala undir rós....tja ekki vill maður styggja neinn og ég læt ykkur það eftir!!  

En hinsvegar er hér um áhugaverða umræðu að ræða sem vonandi fólk kommenterar á.

En bloggbangsímon...útskýrðu maður....útskýrðu ;)

kv,

tolli.

Þorleifur Ágústsson, 6.1.2008 kl. 23:44

2 identicon

þessar bitlingar eru auðvitað gamalgrónar og tilheyra öllum flokkum og er ein aðalástæðan fyrir því að fólk hefur enga trú á pólitíkusum.. og ein aðalástæðan fyrir því að ég kaus Ómar síðast.. með veika von um að hægt væri að fá stálheiðarlegan einstakling við stjórnvölinn.. skil ekki afhverju við erum ekki fyrir löngu búin að leggja þessar sýndarnefndir niður sem eiga að finna hæfasta umsækjandan og ánafna launum nefndarmanna í staðinn til nýja og í senn heilbrigðara"Birgis" sem aldrei kemur.. þá værum við allavega að fara aðeins betur með skattpeninginn.. En það er líklega veik von líka

Björg F (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband